Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 13
hafði vakað sjálfum. Pótti þeim strax, sem meira en meðalmaður væri hér að verki, þar sem Jónas var. Eftir dvölina í Askov gekk Jónas í skóla í Kaupmannahöfn. Síðan dvaldi hann í París og í Oxford til þess að læra mál þeirra þjóða, kynn- ast háttum þeirra, menntun og menningu. Las hann jafnan af miklu kappi og mun óhætt að fullyrða, að honum hafi orðið dvalir þessar og ferðalög notadrýgri til þroskunar og sannmenntunar, heldur en þó að hann hefði gengið í gegnum háskóla. Enda vita þeir gerst, sem þekkja Jón- as best, skilningsgáfu hans, gerhygli og víðsýni, hversu ágætlega menntaður maður hann er og víðles- inn. Störf Eftir heimkomuna fékk Jónas fljótt embætti við Kennaraskólann og starfaði þar í nokkur ár. Um svipað leyti valdist hann til forustu í Sam- bandi ungmennafélaga íslands; gerðist formaður þess og ritstjóri Skinfaxa. Þótti blaðið þá þegar svo vel ritað, að af bar flestu í íslenskri blaðamennsku um það leyti. Lét blaðið sig marga hluti skipta og þótti taka heldur ómjúkum tökum á ýms- um meingöllum í íslensku þjóðlífi. Kennaraskólinn var í sínum nokkuð föstu skorðum og ekki auðvelt að beita þar vaxandi kröftum afburða- mannsins. Svipað mátti og segja um ungmennafélögin, sem eftir eðli sínu hlutu að halda sér innan ákveðinna takmarka í afskiptum sínum af þjóð- málum og voru auk þess að mestu hugræns eðlis. í hvorugu starfmu fann Jónas anda sínum fullnægju né kröftum sínum hæfilegt viðfangsefni. Uann óx upp úr báðum. Þá fer hann að gefa sig við stjórnmálum. En um leið dofnar smátt og smátt yfir starf- semi hans í þágu ungmennafélag- anna og má með nokkuð miklum rétti segja, að úr því yrði hún honum ekki til álitsauka. Þess verður þó að gæta, að á því verður ekki byggður sá dómur, að Jónas hafi verið athafna- laus og tómlátur um velferðarmál. Fremur má segja að starf hans og ástundun yxi, en hvorutveggja var beint inn á svið stjórnmálanna, þar sem beið ótæmandi verkefni, að byggja upp úr rústunum. Um þetta leyti voru íslensk stjórnmál að færast nær og nær merkilegum tímamótum. Afburða- menn undanfarandi áratuga voru búnir að slíta kröftum sínum í lang- stæðri og seinunninni stjórnmála- baráttu við Dani. Öll útvígi voru unnin. Aðeins var eftir að semja um uppgjafarskilmála Dana. Deilan var komin inn fyrir umgerð hárfínna ríkisréttarskýringa, sem alþýða manna botnaði lítið í. Áhugi manna var að dofna. Löng togstreita með smásigrum sló fölskva á eldinn í hug- um manna og nam burtu úr sjálfum úrslitunum því nær alla sigurgleði. Stjórnmálabaráttan við Dani hafði beint hugum manna að langmestu leyti út á við. Jafnvel þó á þeim árum væri unnið slíkt þrekvirki sem bygg- Jónas Þorbergsson. ing landsímans, má að mestu þakka það frábærum dugnaði eins afreks- manns, Hannesar Hafsteins. En innanlandsmálin lágu að mjög miklu leyti óhrevfð. Þannig er ástandið í landinu, þegar Jónas grípur inn í. Hann sér þegar að tími er kominn til þess að snúa huga þjóðarinnar inn á við og beita afli hennar á viðreisnar- málin innanlands. Jafnframt var honum það ljóst, að hinir eldri flokk- ar voru um of bundnir sínu viðfangs- efni; foringjar þeirra voru um of gengnir upp í sínum afreksverkum til þess að hægt væri að vænta í þeim hópi ákveðinna stefnuskipta og æski- legs harðfylgis í viðreisnarbarátt- unni innanlands. Úrlausnin var sú, að byggja upp nýjan stjórnmálaflokk, en láta hið horfna hirða sína menn. Þá er það sem hann fer að vinna að því, að sameina unga menn og eldri um allt land og undirbúa stofnun Tímans. Takmarkið er að fylkja liði ungra manna í hægfara framsókn og byggja upp öflugasta þjóðmálablað, sem út hafi komið á íslandi til þessa. Hvorugt var áhlaupaverk, og þegar óhlutdræg Saga lætur Jónas njóta sannmælis, mun hún ekki telja það smámuni, sem honum hefir áunnist á þessum árum, enda þótt aldrei verði skrásettir þeir tugir bréfa, sem hann langtímum saman sendi með hverjum pósti, öll næturvinna hans, allir þeir peningar, sem hann í fátækt sinni yarði til framgangs hugsjón sinni. Árið eftir að Tíminn byrjaði að koma út, brá Jónas sér hingað til Akureyrar og stofnaði Dag. TIMINN liuðioni). Þar cr lckið Kcjkj»»Ik, 1«. "kr1 11,n- IniiUaiiKtir. | Að |.M , ilarlcRa L'm nokkur unib.níarin misscri; l.l.ðið mu hafa vcrið k ilónnni samlók «11-, litur það mnrKrn clilri or ynKri manna afjlausn l*eir ýmsuin ilclluni v iðsvcgar um lun.l, umlirslaða ■cm slcfnt liufa að |»vi. að is- Kr l»ar Ain skifiisl fran"-—*cn . n na 4»lir ... ! gern bað nxstuni frSgangssók að ““»>» - ^ ivo"' I.M É ....... „»|f»M.IÍ...«.lW *•» »,l ,0» viöir tvurli .» » m. w * »*•. o«!|,,,.k,í '■„•„i*<*>*iuvtMMrn. r;; ~r;:;:rr;Æ fvrs? uVndua^buú-n-1 |iút! 0» *••»«»• *'* '**|* jrí'^'^öuifu '«Mk. n«U- DAOUR kemur úl tvi»var í mán- vöi og kostar 2 kr. árg. Qjaldd. 1. júlí. DABUR afqreiðslu- og innheimtumaður: Ráðhúsatíg 4. Lárus /. Rist. Talstmi 31. Ritstjóri: lngimar Eydal 1. ár.. Akureyrl 12. tebrúnr 1918. 1. blaö. 7/7 Til skamr jikipast í stj esendanna. ns tíma hafa íslendingar órnmálaílokka eftir af- UMI". sem hjer hefir verið vikið að, setja mót sitt á meðferð og framkvæmdir flestra mála á þessum tímum, þó þau heyri ekki beint undir verslun- ■ekkí lengri tíma en 20 til 30 árum. Þá voru þau ekki mikil fyrirferðar og ljetu menn sjer þó nægja. Menn verða að temja sjer nægjusemi nú .m» Nokkur. Jónas frá Hriflu var hamhleypa til verka. Hann var frumkvöðull að stofnun Tímans og árið eftir að Tíminn byrjaði að koma út, brá Jónas sér til Akureyrar og beitti sér fyrir stofnun blaðs í Norðlendingafjórðungi. Það blað var Dagur. Dagur 70 ára 13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.