Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 22

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 22
Sauðárkrókur. Kveðja jrá SauðárkróM Um þessar mundir er dagblaðið Dag- ur á Akureyri 70 ára. Á þeim árum, sem liðin eru síðan Degi var breytt í dagblað, hefur hann náð verulegri útbreiðslu, að minnsta kosti um allt Norðurland. Og ekki að ástæðulausu. Blaðið hefur haldið uppi góðri og ijölbreyttri fréttaþjónustu af öllu Norðurlandi. Það er óhætt að full- yrða, að Dagur birtir meira efni frá Sauðárkróki en öll dagblöðin í Reykjavík til samans. Og annað. Það vill gjarnan brenna við að það séu fyrst og fremst slæmar fréttir sem birtast í dagblöðunum. Þarna finnst mér munur á Degi og Reykjavíkur- blöðunum. Dagur birtir meira af jákvæðum fréttum. Á síðustu árum hefur aftur hallað á landsbyggðina gagnvart höfuð- borgarsvæðinu og fólksflóttinn er hafmn þangað á ný. Útgáfa Dags ætti að verða okkur fordæmi um að ekki þarf allt að sækja til Reykjavíkur. Dagur hefur einfaldlega sinnt málefnum Norðurlands til muna bet- ur en Reykjavíkurblöðin. Jafnframt því að óska Degi og starfsmönnum blaðsins til hamingju með sjötíu ára afmælið vil ég láta þá ósk í ljósi að Dagur megi vaxa og dafna og sinna áfram hlutverki sínu sem gott fréttablað og málsvari landsbyggðarinnar. Snorri Björn Sigurðsson, bœjarstjóri. *•••••• •••%•• ••••••• #•%••••••••••*••• ••%••* »•*•*••••%•••••%•••'%•••••••••••'••^••••* ••• Nýr kaupfélags- sljóri Dagur 19. júlí 1923: Vilhj. Þ. Þór tekur við stjórn Kf. Eyf. af Sigurði Kristinssyni og fer með hana í umboði Sigurð- ar til næstu áramóta. Enginn vafi er á því, að hann verður kjörinn til starfsins framvegis, ef hann gefur kost á sér. Drjúg meðmæli hefir hann, þar sem er traust Sigurðar. Kýrfóður af töðu Það er ekki ný bóla, að bitist sé um þær krónur, sem menn vilja ávaxta, og góð boð í þeim efn- um þekktust löngu áður en verðbréfasalar og ávöxtunar- félög komu til sögunnar. í Degi 8. okt. 1925 mátti líta þessa auglýsingu: „Peningalán Sá, er getur lánað þrjú þúsund krónur gegn góðri tryggingu, getur fengið á næstu árum kýr- fóður af töðu árlega með mjög lágu verði. Upplýsingar gefur Vilhjálmur Þór.“ 22 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.