Dagur - 12.02.1988, Síða 38

Dagur - 12.02.1988, Síða 38
c an ófarinn veg að styðja öfluglega að framgangi allra góðra, réttlátra og heilbrigðra málefna og verða sterkur Þrándur í götu alls þess, er til óheilla horfir fyrir hina íslensku þjóð. Megi blaðið vinna sem flesta sigra á þeirri leið.“ Nafn Jóhanns Frímanns hverfur nú einnig úr blaðhaus, og frá árs- byrjun 1945 er Haukur Snorrason einn ritstjóri blaðsins. Marinó H. Pét- ursson tekur við afgreiðslu og inn- heimtu. Fréttablað verður Dagur nú mikið og gott fyrir Akureyri og nágrenni, og nokkuð er um almennar lands- fréttir og talsverð þátttaka í lands- málabaráttunni, auk ýmiss annars efnis, einkum í föstum þáttum, sem eykur á fjölbreytnina. Myndir eru enn næsta fágætar, en fer þó Qölgandi, einkum þegar kem- ur fram á árið 1946, og fer þá að verða sjaldgæft, að ekki sé ein mynd á forsíðu og stundum einnig fleiri myndir. En fleira var á döfmni. Blaðið ræðst í að kaupa sér prentvél. Á baksíðu Dags 26. nóvember 1947 var mynd, sem svofelldur texti fylgdi: „Þannig lítur hin nýja Duplex- hraðpressa út, og er þetta fyrsta blaðið, sem prentað er í henni. í þessari pressu er hægt að prenta allt að 16 síðum í Dagsstærð í einu og skilar vélin blaðinu brotnu og uppúr- skornu. Afköstin geta verið best 3600 eint. á klst. Með tilkomu þess- arar vélar eru starfsskilyrði við blað- ið stórbætt og möguleikar þess til stækkunar auknir. Engin önnur breyting er þó full- ráðin á blaðinu, önnur en sú, er hér sést, en blaðið hefir hug á því að fjölga útkomudögum eins fljótt og mögulegt er.“ Jafnframt því, sem hin nýja vél var tekin í notkun, var að miklu leyti breytt um leturgerð, tekið upp smærra letur en áður var. Vinnsla blaðsins tók að sjálfsögðu skemmri tíma en áður og varð að ýmsu þægi- legri, m.a. það að fá blaðið brotið úr prentvélinni, en prentunin sjálf var því miður ekki betri en áður var. í byrjun maímánaðar 1950 verð- ur sú breyting á, að Marinó H. Pét- ursson, sem annast hafði afgreiðslu, auglýsingar og innheimtu lætur af störfum, en við tekur Erlingur Davíðsson. Næstsíðasta blað ársins 1951 er prentað í tveimur litum, nafn blaðsins er rautt, svo og fyrir- sagnir og helstu línur í auglýsingum. Ennfremur er þetta gert í jólablaði. Það eru mörg handtökin við útgáfu blaðs. Hér má sjá þau Guðmund Þorsteinsson og Astu Jónu Ragnarsdóttur vinna að umbrotinu, Pál Pálsson við filmugerð og þá Sigurð Vatnsdal og Stefán Sigurðsson við prentvélasamstæðuna. 38 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.