Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 24

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 24
Ajmœliskveðja tU Dags Okkur Tímamönnum er mikil ánægja að senda Degi heillaóskir á 70 ára afmælinu. Tíminn og Dagur urðu til á svipuð- um tíma við sams konar aðstæður, og er aðeins árið á milli þeirra. Því eru Dagur og Tíminn eins og bræður á líkum aldri. Milli Tímans og Dags hafa því ætíð verið sterk tengsl hugsjóna og bræðralags auk persónulegra sambanda sem tengjast nöfnum til- tekinna mahna, sem lagt hafa báð- um blöðunum lið og sett á þau svip sinn. Dagur er fyrsta dagblað sem gefið er út utan Reykjavíkur. Því er Dagur brautryðjandi að þessu leyti, skipar heiðurssess, sem enginn á nema hann einn. Vöxtur Dags og viðgangur í 70 ár má vera Dagsmönnum mikið fagn- aðarefni, en er jafnframt dæmi um afrek í sögu íslenskra blaða, sem öll- um er skylt að veita athygli og viður- kenningu. Tímanum er sæmd að eiga slíkt blað að bróður. Indriði G. Þorsteinsson. Ingvar Gíslason. Frá Húsavík. Dagur Á 70 ára afmæli Dags á Akureyri er ekki úr vegi að minna á sérstöðu hans, en hann er eina dagblaðið sem gefið er út utan Reykjavíkur og er hann því rétt nefndur norðlenskt landsbyggðarblað. 70 ára Til þessa þroska hefur Dagur að mestu leyti komist síðan útgáfuformi hans var breytt í dagblað, en fram til þess tíma var hann akureyrskt viku- blað með mun minni útbreiðslu en nú er. Þetta er ágætur árangur sem náðst hefur og þróun síðustu ára lofar góðu um framhaldið. Ég vil á þessum tímamótum óska aðstandendum Dags til hamingju með afmælisbarnið og láta í ljós þá von að hann eigi langa og farsæla fréttaævi fyrir höndum og flytji á hverjum degi framtíðarinnar mikið af góðum norðlenskum fréttum, sem nái til sem flestra landsmanna og auki hróður norðlenskra byggða. Til hamingju með daginn! Bjarni Þór Einarsson bœjarstjóri. Dagur 70 ára Sendum Degi hjartanlegar hamingjuóskir á merkum tímamót- um. Þökkum heilladrjúgt samstarf og ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina. Kjördœmissamband framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi eystra. 24 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.