Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 34

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 34
urðssonar, og hann annaðist rit- stjórnina til maíloka 1928. Ekki verður sagt að blaðið taki miklum breytingum á ritstjórnartíma Þórólfs, skrif þess eru áfram mjög í þeim anda, sem fyrri ritstjóri hafði markað. Þó er nú mun meira en áður fjallað um það, sem er að gerast hjá ríkisstjórn og Alþingi. Er það mjög að vonum, því að ríkisstjórn Fram- * sóknarflokksins er sest að völdum, og nú gildir að láta verkin tala, breyta draumum í veruleika. Þórólf- ur er mjög harðskeyttur baráttumað- ur fyrir Framsóknarflokkinn og hina nýju ríkisstjórn og lætur andstæðing- ana síst af öllu eiga nokkuð hjá sér. Ljóst er af öllum skrifum Þórólfs, að hann hefur haft mjög víðtæka þekk- ingu á landsmálum og brennandi áhuga á þeirri nýsköpun, sem hafin var í landinu. En bóndinn hlaut að hverfa aftur að búi sínu, og 7. júní 1928 verða enn ritstjóraskipti. Ingimar kemur aftur Þegar Þórólfur kvaddi Dag og hélt aftur til síns heima í Mývatnssveit, tók fyrsti ritstjóri blaðsins, Ingimar Eydal, aftur við ritstjórninni og hafði hana með höndum, ýmist einn eða með aðstoð annarra, allt til ársins 1945. Ingimar hélt áfram starfi sínu sem kennari lengi eftir að hann tók við ritstjórninni, eða til ársins 1939. Rit- stjórnin var því aukastarf hjá honum, sem hann samt sem áður sinnti af miklum áhuga og alúð. En eðlilega leitaði hann eftir aðstoð annarra, einkum félaga og kunn- ingja í kennarastétt. Hann hefur augljóslega einnig lagt sig fram um að fá menn til að birta greinar um ýmisleg hugðarefni sín og þannig aukið á fjölbreytni blaðsins. Heildarsvipur blaðsins breytist ekki mikið fyrst eftir að Ingimar tek- ur aftur við og skrif ritstjórans eru mjög í sama anda og áður hjá þeim Jónasi og Þórólfi, en fleiri koma nú við sögu, þannig að það er ekki eins stór hluti blaðsins, sem er skrifaður af einum og sama manninum. í lok greinar um blaðið og stöðu þess, sem Ingimar birtir 7. júní 1928, þegar hann tekur við, segir: „Hlutverk Dags er að hlúa að gróðrinum í íslensku þjóðlífi og vinna í samræmi við vaxtarmögu- leika þess. Einkunnarorð hans eru: Pokum okkur saman til æ meira samstarfs um æ fullkomnara skipu- lag eftir eðlilegum þroskaleiðum. Frá þessari stefnu vona ég að Dag- ur hviki aldrei.“ Þessum einkunnarorðum, sem hann þarna gaf blaðinu, reyndist Ingimar trúr. Friðrik Á. Brekkan Þegar Ingimar Eydal kom aftur að Degi 1928 var í upphafi aðeins samið um að hann tæki við blaðinu til bráðabirgða, þó að úr því teygðist. Þegar fram á haustið var komið og starfið í skólunum hafið, fékk hann sér til a,ðstoðar sem meðritstjóra Friðrik Ásmundsson Brekkan, rit- höfund og kennara. í blaðinu 18. október er hann boðinn velkominn til starfa. Og nýi meðritstjórinn segir m.a., þegar hann ávarpar lesendur: „Dagur vill, vona ég, eins og hing- að til vera fyrst og fremst bændablað eins og sómir framgjörnum bændum 'í Ein af fjölmörgum gömlum myndum í eigu Dags. Séð yfir ullarverksmiðjuna Gefjun. í baksýn er byggðin í Glerárþorpi en eins og sjá má var hún ekki mikil á þessum tíma. 34 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.