Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 20
Guðmundur Bjarnason og Valgerður Sverrisdóttir. Kveðja jrá þingmönnum í dag eru liðin 70 ár frá því að blaðið Dagur hóf göngu sína en fyrsta tölu- blaðið kom út 12. febrúar 1918. Að útgáfunni stóðu einstaklingar og fé- lagasamtök á Akureyri og við Eyja- Qörð, sem gerðu sér ljósa grein fyrir mikilvægi þess að hafa vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri við almenning, veita upplýsingar og segja fréttir úr bæ og byggð. Ekkert lát hefur orðið á útgáfu blaðsins öll þessi ár og smám saman varð starfsemin sterkari og öflugri, aðstæður bötnuðu, blaðið eignaðist húsnæði, vélakostur var bættur og starfsfólki ijölgaði. Blaðið kom út reglulega, hálfsmánaðarlega í fyrstu, síðan vikulega, því næst tvisvar í viku, þá þrisvar í viku og fyrir rúm- um tveimur árum var það stóra skref stigið að gera Dag að dagblaði, fyrsta dagblaði utan Reykjavíkursvæðisins. í sögu íslenskrar Qölmiðlunar var hér um mjög merkilegan áfanga að ræða, og ennþá mikilvægari en menn hafa í raun gert sér grein fyrir. Þótt Dagur sé útbreitt blað og eigi sér marga lesendur, þá berst rödd hans að auki á hverjum degi til landsmanna allra með aðstoð Ríkis- útvarpsins, á sama hátt og rödd ann- arra dagblaða. Það er mikilvægt að málflutningur Dags eins og annarra blaða, heyrist á þessum vettvangi, því hann á ekki síður rétt á sér nú en fyrir 70 árum, er Dagur hóf fyrst upp raust sína. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Dagur er í fyrsta lagi mikil- vægt, Qölbreytt og gott fréttablað. Fréttir blaðsins eru hins vegar um margt sérstæðar, því þær fjalla að mestu um norðlenska atburði, menn og málefni heima í héraði og hefur svo verið frá fyrstu tíð. Auk þess hef- ur blaðið lagt sig fram um að flytja lesendum margs konar fróðleik og frásagnir af ýmsum toga. Má til dæmis nefna skemmtileg viðtöl við fjölmarga einstaklinga sem hafa haft frá ýmsu að segja. Við sem þetta ritum, höfum því, eins og svo ótrúlega mikill Qöldi Norðlendinga heima og heiman, tek- ið tryggð við „blaðið okkar“, enda berst það nú í nánast hvert hús á Akureyri og við EyjaQörð og hefur mjög mikla útbreiðslu í öðrum byggðum á Norðurlandi. Það er að sjálfsögðu besti vitnisburðurinn sem blaðið getur fengið um mikilvægt hlutverk sitt og hversu vel því hefur tekist að rækja það hlutverk, sem öflugur málsvari landsbyggðar og traustur og góður fréttamiðill fyrir norðlenska byggð. í öðru lagi má nefna öfluga baráttu Dags fyrir málstað landsbyggðar og byggðastefnu. í 70 ár hefur blaðið lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að byggja landið allt, efla atvinnulíf til sjávar og sveita og auka þjónustu hins opinbera í þágu þess fólks sem kýs að velja sér búsetu utan höfuð- borgarsvæðisins. Blaðið hefur bent á mikilvægi bættra samgangna og auk- innar heilbrigðisþjónustu og krafist þess að fólk ætti sem jafnastan rétt og möguleika til náms án tillits til búsetu. Hefur blaðið verið óþreyt- andi við að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir í þessum efnum og hvatt einstaklinga, félög og fyrirtæki til dáða heimafyrir. Ekki leikur vafi á því að á þessu sviði hefur Dagur gegnt mikilvægu hlutverki. Síðast en ekki síst hefur Dagur alla tíð verið öflugur málsvari Framsókn- arflokksins og samvinnuhreyfmgar- innar en hugsjónir samvinnu, jöfnuðar og félagslegs réttlætis hafa ætíð verið grundvallarþættir í stefnu Framsóknarflokksins. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll, sem aðhyll- umst þessar skoðanir, að eiga þann málsvara sem Dagur er og fagnaðar- efni, að saga blaðsins og þróun skuli vera svo glæsileg sem raun ber vitni. Fyrir þennan þátt í stefnu og skrifum blaðsins vilium við þakka sérstak- lega. Að lokum viljum við þakka öllum þeim ijölmörgu einstaklingum, sem lagt hafa hönd á plóg í 70 ára sögu Dags. Jafnframt óskum við núver- andi aðstandendum blaðsins, fram- kvæmdastjóra, ritstjórum og starfs- mönnum öllum hjartanlega til ham- ingju á þessum tímamótum. Við væntum þess að eiga hér eftir sem hingað til hið besta samstarf við alla þessa aðila. Megi Dagur halda áfram að eflast og dafna og flytja lands- mönnum öllum mikilvægan boðskap sinn um ókomin ár. Valgerður Sverrisdóttir Guðmundur Bjarnason 20 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.