Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 40

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 40
forfallaður vegna fjarveru eða veik- inda. Við afgreiðslu blaðsins tók Þorkell Björnsson. Litlar breytingar verða á Degi við ritstjóraskiptin. Útgáfan er svipuð að útliti, magni og innihaldi. Föstum þáttum fækkar þó fremur, margir þeirra falla smám saman úr sögunni, en nýir bætast líka við. Helsta breyt- ingin á næstu árum er sú, að mynd- um fer mjög íjölgandi í blaðinu, enda er komin í Prentverk Odds Björns- sonar myndamótavél, sem grefur í plast og framleiðir þannig mynda- mót á skammri stundu. Og Dagur hefur náð fertugsaldrinum Blaðið er 16 síður á afmælisdaginn 1958 og margir færa því kveðjur og árnaðaróskir. Viðtal er við fyrsta rit- stjórann, Ingimar Eydal, og afmælis- kveðjur eru frá Jónasi Þorbergssyni og Hauki Snorrasyni. Margir aðrir skrifa í blaðið vegna þessara tíma- móta og ritstjórinn lýsir því, hvernig blað verður til, allt frá því blaðamað- ur undirbýr störf sín og þar til blaðið kemur fullbúið úr prentsmiðju. Með fylgja margar myndir frá störfum í prentsmiðjunni. Forustugrein blaðsins á afmælis- daginn lýkur með þessum orðum- „Ábyrgir menn og hugsandi hljóta jafnan að velta því fyrir sér, hver sé hamingjuleiðin fyrir okkur öll. Ligg- ur hún í gegnum algera forsjá ríkis- valdsins? Eða mun skeQalaus eigin- hyggja vísa veginn? Þjóðareðlið svarar þessum spurningum hiklaust neitandi. Hinar hófsamlegu leiðir samvinnu og samhjálpar, með sterka siðferðisskyldu og réttlætiskennd einstaklinganna, munu reynast farsælastar og í þeim anda vill Dagur vinna af fremsta megni.“ Haukur Snorrason er stórhuga, hann dreymir stóra drauma um framtíð blaðsins, og segir: „Það er mér mikil ánægja að minn- ast þess nú, á þessum tímamótum, að hafa átt þátt í því að klæða blaðið í búning, er hæfði nýrri tíð, fyrir nærri tveim áratugum. Litlu seinna eignað- ist blaðið fyrstu dagblaðaprentvél- ina, sem upp var sett utan höfuðstað- arins. I þá daga dreymdi marga stuðn- ingsmenn blaðsins um að koma upp dagblaði utan Reykjavíkur. Sá draum- ur er enn órættur, en miklu hefur þokast nær því marki. Ef til vill mundi enginn atburður í blaðasögu íslands á þessari öld merkari, en ef tækist að framkvæma hugsjónina um öílugt dagblað í höfuðstað Norðurlands með öruggan markað í næsta þéttbýlinu. Slíkt blað myndi ekki aðeins styrkja aðstöðu fólksins í strjálbýl- inu, heldur líka skapa mótvægi í blaðaútgáfunni í heild, er mundi þjóðfélaginu öllu til góðs. Ég á þá ósk besta handa Degi nú, að honum auðnist að sækja fram að þessu marki á næstu árum með lið- sinni þeirrar ungu fylkingar, sem ætlar að vinna þjóðlegri menningu og efnahagslegri framför af sama eldmóði og þeir liðsmenn blaðsins, sem ruddu brautina fyrir áratugum." Hafnarstrætið á Akureyri í jólabúningi. Myndin er komin nokkuð til ára sinna eins og bílarnir bera með sér og um þetta leyti hafði engum dottið í hug að breyta Hafnar- stræti í göngugötu... Erlingur við stgrið Þegar Erlingur Davíðsson tók við rit- stjórn blaðsins hófst langt en farsælt stöðugleikatímabil í sögu blaðsins. Erlingur og samstarfsmenn hans héldu styrkri hönd um stjórnvölinn, útgáfan var í föstum skorðum en lengst af lítið um byltingakenndar breytingar. Erlingur leggur mikla áherslu á að gera Dag að málgagni Norðlendinga allra og kemur sér smám saman upp nokkuð þéttriðnu kerfi fréttaritara í sveitum og sjáv- arplássum norðanlands. Fréttir og annað efni er ekki lengur eins ríg- bundið við Akureyri og oft var áður. Þetta hefur líka þau áhrif, að áskrif- endum blaðsins fer síQölgandi, jafn- framt vex einnig auglýsingamagn í blaðinu og afkoma þess batnar. Blaðið er sem áður traustur málsvari samvinnustefnunnar og Framsókn- arflokksins. Mikil áhersla er lögð á málefni landbúnaðarins, og bindind- ismenn eignuðust sterkan hauk í horni þar sem Erlingur var. Allmjög var mismunandi hve mörg tölublöð komu út frá ári til árs. Blað- ið kom reglulega einu sinni í viku en oft tvisvar. Lengi mátti sjá í blaðinu smáklausu: „Blaðið kemur út á mið- vikudögum, og á laugardögum, þeg- ar ástæða þykir til.“ Sjálfsagt hefur auglýsingamagn ráðið miklu í þess- um efnum, en einnig það, hvort einhverjar athyglisverðar fréttir var að færa. Um miðjan sjöunda áratug- inn var hvað mest gróska í útgáfunni og var þá á tímabili nánast regla að blaðið kæmi tvisvar í viku, 1964 komu út 94 blöð og 1965 komu 96 blöð. Síðan varð aftur nokkur sam- dráttur, þar til á síðustu árum átt- unda áratugarins, en að því verður aftur vikið síðar. Eins og áður segir, tók Þorkell Björnsson við störfum afgreiðslu- manns og auglýsingastjóra, þegar Erlingur tók við ritstjórninni. Hann hélt því starfi áfram til ársins 1959, en 4. febrúar það ár, er frá því skýrt í blaðinu, að Þorkell sé hættur og horfinn til annarra starfa í Reykja- vík, en við hafi tekið Jón Samúels- son, áður útibússtjóri KEA. Jón Samúelsson gegndi starfi afgreiðslu- og auglýsingastjóra af miklum dugn- aði í 16 ár, en í ársbyrjun 1975 tók Jóhann K. Sigurðsson við. 40 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.