Dagur - 12.02.1988, Page 9

Dagur - 12.02.1988, Page 9
Reykjavíkur. Upplagið var stórt, lík- lega 12 þúsund eintök og seldist allt. Ég varð vitni að því þegar Haukur var að skrifa þetta blað, hver ham- hleypa hann var til starfa þegar stór verkefni kröfðust skjótrar úrlausnar. Svavar Ottesen og Kristján Krist- jánsson prentarar settu blaðið og brutu það um en Jakob V. Emilsson prentaði það í nýkeyptu Duplex- pressunni, að viðstöddum prúðbún- um gestum úr fjölskylduveislu Sigurðar prentsmiðjustjóra, sem komnir voru til að sjá Dags-press- una. - Viltu nefna tvö eða þrjú barátturnál Dags frá gamalli tíð? Fyrst vil ég nefna, að Dagur varð í minni ritstjórnartíð eina stjórnmála- blaðið hér á landi, sem tók hreina og afdráttarlausa afstöðu gegn áfeng- isneyslunni og bauð bindindismönn- um þar rúm eftir þörfum. Verksmiðju vantaði á Akureyri til niðurlagningar matvæla, en nokkur og dýrmæt reynsla í þeirri grein lá þegar fyrir, en vantaði að segja mátti herslumuninn. Dagur birti þá grein- ar um málið, til að skýra nauðsyn á stuðningi samfélagsins við það. Friðjón Skarphéðinsson tók málið upp á Alþingi og með stuðningi hans komst það í höfn. Niðursuðuverk- smiðja K. Jónssonar & Co. hefur lengi veitt ijölda manns atvinnu, sem kunnugt er og er umtalsverður þátt- ur atvinnulífsins á Akureyri. Þriðja málefnið sem ég vil nefna er stálskipasmíðin á Akureyri. Ég fékk áhugamenn úr stétt járniðnaðar- Laxárdeilan varð hitamál um land allt í ritstjórnartíð Erlings, „og fá mál hafa fætt af sér jafn margar ályktanir félaga og samtaka og hún gerði“. Útlit blaðsins hefur tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina eins og sjá má. Þessi mynd var tekin árið 1978. manna til að hefja máls á möguleik- um stálskipasmíða og man ég að ónefndum og ágætum þingmanni Framsóknar þótti óþarft að leita til pólitískra andstæðinga til að vitna í máli þessu! En skoðanir þessara manna vöktu án efa áhuga og mörg samverkandi öfl og framkvæmda- menn tóku málið síðan í sínar hend- ur og stálskipasmíðar hófust 1965. Slippstöðin hf. með hundruð starfsmanna er öflug skipasmíðastöð og einkar mikilvæg fyrir allt atvinnu- líf í höfuðstað Norðurlands. - Þú stóðst með bœndum í Laxárdeilunni margfrœgu. Laxárdeilan margfræga stóð á milli Laxárvirkjunarstjórnar á Akur- eyri og bænda við Laxá og Mývatn. Laxárvirkjun við Brúar í Aðaldal var þá búin að mala gull fyrir norðlenska bæi og byggðir, en það vantaði meiri raforku og athuganir sýndu að fram- haldsvirkjun í Laxá, svonefnd Gljúf- Dagur 70 ára 9

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.