Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 16
Það er engin tilviljun að Jónas lendir ekki á þessum árum í hópi gerbreytingarmanna. Hann var nógu víðsýnn og gerhugull til þess að sjá, að í bændastétt landsins býr kjarni þjóðarinnar, en jafnframt að íslensk- ir bændur eru ekki líklegir til þess að verða jafnaðarmenn. Veldur því hvorttveggja landshættir og þjóðar- eðli. Hann sá, að framsóknin þurfti að verða í samræmi við örðugan þjóðarhag og erfiða landshætti. Islensk alþýða verður ekki hrifin langt úr sporum með hávaða og áhlaupum, heldur þarf að ganga beint til fangs við vanafestu, tor- tryggni og tómlæti þeirrar þjóðar, sem búin er að höggva svo að segja í sama farið í þúsund ár. Honum var því einsætt að skipa sér undir merki samvinnunnar, sem þegar var búin að sýna, að hún bar í sér þau úr- lausnarráð, er samþýddust viðfangs- efninu. Undir hennar merki hlutu allir að skipa sér, sem kusu þjóð sinni til handa hægfara og stöðugan viðgang í fjárhagslegum og menn- ingarlegum efnum. Um sama leyti og Jónas vinnur áðurtalin afrek fer hann að beita sér fyrir samvinnumenntun. Er hann fyrsti maður hér á landi, sem blæs lífj í þá hugsjón svo að um munar. Á ferðalögum sínum og víðkynningu fær hann útsýn yfir þýðingu félags- legrar menningar. Hann veit, að þeir sem tvístraðir fara verða hér eftir sem hingað til smátt og smátt eltir uppi og rúnir af þeim, sem þykir sinn sjóður aldrei vera nógu digur. Hann veit, að samheldni er lausnarorð þeirra manna, sem eiga örðugt upp- dráttar og að félagsleg menntun er öflugast vopna gegn tortryggni og sundrungu. Með aðstoð ágætra sam- verkamanna í stjórn Sambandsins hefir mál þetta þokast fram, og þó við misskilning og fjárhagsörðug- leika sé að stríða eins og nú stendur, er Jónas á sigurvænlegri leið til að byggja upp sérstæða og frumlega menntastofnun í landinu, sem mun á næstu árum ala upp marga kjarna- mikla og víðsýna forystumenn á sviði félagsmálanna. Enn verður það að telja, að um svipað leyti og Jónas tekur að sér forstöðu samvinnufræðslunnar ger- ist hann ritstjóri Tímarits íslenskra Samvinnufélaga. Með þessi vopn í höndum beitir Jónas sér meðal annars fyrir því máli, að með lögum verði kveðið á um gjaldskyldu samvinnufélaga til ríkis og sveita. Samvinnufélög höfðu hér á landi búið við stórum verri skattakosti en samskonar félög í ná- grannalöndunum og voru að öllu háð geðþótta andstæðinga sinna í því efni. Þótti sýnt, að bæði Sambandið í Rvík og félög í smærri kauptúnum mætti, hvenær sem væri, beita slíku gerræði að ekki yrði undir því risið. Jónas ferðaðist til útlanda til þess að safna gögnum og undirbúa úrslita- baráttu í því máli, og varð grundvöll- ur málsins svo sterkur og svo kapp- samlega að málsflutningi unnið, bæði af Jónasi og öðrum, að jafnvel andstæðingarnir sáu sér ekki annað fært en að ljá málinu fylgi. En úrslit málsins munu þó jafnan mest þökk- uð eða vanþökkuð Jónasi eftir því sem menn líta á það mál. Enn er margs ógetið af störfum Jónasar, en hér verður þó numið staðar. Ritmennska og ritháttur Hið fyrsta sem vakti eftirtekt manna á Jónasi, var áður umgetin grein um Lýðháskólann í Askov. Áður er getið ritstjórnar hans á Skinfaxa. Áður en Tíminn hóf göngu sína dreifðust greinar hans í tímarit og blöð. Með því merkasta af því tagi er grein um samgöngur í Rétti. Síðan Tíminn byrjaði að koma út hefir hann skrif- að blaðið að mjög miklu leyti, auk Tímarits ísl. Samvinnufélaga að mestu leyti. Of snemmt er að leggja úrslitadóm á skrif Jónasar. Um það munu þó flestir vera á einu máli, meðhaldsmenn og andstæðingar, að yfirleitt sé þar afburða vel haldið á penna. Samtíðarmenn munu ævi- langt minnast með þakklæti herferð- ar hans og fullum sigri hans á rusl- bókaútgáfu Jóhanns Jóhannessonar. Lengi mun og minnst áreksturs hans og Einars Arnórssonar og afleiðinga hans. Mætti nefna marga fleiri, sem gengið hafa með skarðan skjöld úr viðskiptum við hann og ekki hafa aukvisar verið kallaðir. Ohikað tel ég hann ritfærastan allra manna, sem nú gefa sig við íslenskri blaða- mennsku. Um rithátt Jónasar skiptast skoðnir meira. Enda orkar hann frekast tvímælis. Segja mætti að hann hafi stundum verið helsti veiði- bráður og óhlífinn. Ekki hefir skort áfellisdóma yfir honum fremur en öðrum, sem við blaðamennsku fást. Slíkir dómar eru oft á litlum skilningi byggðir og vegna of lítilla tilrauna að skilja aðstöðu þeirra, sem standa út við landamerkin fyrir ágengni og aðköstum. Væri betur, ef sú kristi- lega hógværð og góðfýsi, sem almenningur heimtar, að stjórn- málaandstæðingar sýni hver öðrum, kæmi í ljós hjá almenningi sjálfum og réði orðum og athöfnum, þegar 16 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.