Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 49

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 49
Dagur 21. febrúar 1924: Húshitumn í Reykhúsum Á óðali Hallgríms Kristinssonar býr ekkja hans, frú Marja Jónsdóttir. í brekkunni neðan við íbúðarhúsið er allstór og heit laug. Frú Marja réðist í það á síðastliðnu hausti að láta gera tilraun til að hita upp húsið með lauginni og tók byggingafræðingur Sveinbjörn Jónsson að sér að finna úrlausn málsins og koma verkinu í framkvæmd. Laugin er 10 metrum lægra yfir sjávarflöt en húsið. Nú hef- ir Sveinbjörn komið þessu í fram- kvæmd á mjög frumlegan og kostn- aðarlítinn hátt. Hann hefir notað vatn, sem leitt var úr brunni ofan við íbúðarhúsið, ofan í baðhús, er áður var byggt hjá lauginni. Vatn þetta leiðir hann gegnum mjög langa pípu, sem vafin er upp í marga hringi og látin liggja í þró fylltri laugarvatninu. Á leiðinni gegnum pípuna verður vatnið jafnheitt og laugarvatnið og kemur inn í íbúðarhúsið 55° heitt. Er skemmst af því að segja, að þannig fæst ágætur hiti í allt húsið eða alls 10 herbergi og auk þess heitt vatn í eldhúsinu til þvotta og matreiðslu. Fær frú Marja vel launað áræði sitt og kostnað endurgreiddan í ágætri húshitun og þægindum beint úr skauti jarðarinnar. Sveinbjörn er all- merkilegur maður, ötull og ósér- plæginn; gefinn fyrir að finna nýjar leiðir til úrlausnar á okkar mörgu vandkvæðum. Hann er uppfundinga- maður r-steinsins, sem nú er mikið notaður og nú hefir hann á merkileg- an hátt fundið ráð til þess að nota laugar til vatnshitunar, hversu sem aðstöðu er háttað. Ættu þeir, sem búa nærri laugum og hverum að hagnýta hvorttveggja meira en orðið er. Er örðugt að meta til fjár þann sparnað og þá heilsuverndun, sem slíkt veitir í okkar eldsneytissnauða landi. NÝJA-BÍÓ sýnir fimmtudaginn 12. þ.m. kl. 9 Falleg og skemmtileg mynd með Jean Hersholt i aðalhlutverkinu. Engin mynd er til af flugskip- inu, sem skýrt var frá í Degi þann 7. júní 1928. Þessi mynd, sem tekin var í Hrísey í fyrra, sýnir hins vegar í senn gamla og nýja tímann. Á sama hátt og flugskipin hafa vikið fyrir nýtísku flug- vélum hafa gömlu dráttar- vélarnar þurft að víkja fyrir vel búnum arftökum sínum. Og víða koma fjórhjólin í góðar þarfir við sveitastörf- in. Dagur 7. júní 1928: Nýr gestur - Flugskip heimsækir Akureyri Nýstárlega sjón bar fyrir augu kl. nálega 7V2 síðdegis á mánudaginn var. Flugskipið „Súlan“ kom þá hing- að á vegum Flugfélags íslands. Að vísu kom mönnum sjón þessi ekki að óvörum; það var á vitund allra bæjarbúa, að flugskipsins var von þennan dag. Frá því um hádegi höfðu menn staðið gapandi af eftir- væntingu og alstaðar var sama við- kvæðið: „Hvenær kemur flugvélin?“ Endalyktin varð þá sú, að skipið sveif hér yfir bænum, eins og fugl með útþöndum vængjum, á fyrrnefndum tíma. Það settist á sjóinn fram undan Torfunefsbryggjunni; þaðan svam það til lands út að Oddeyri austan við nýju hafnaruppfyllinguna. Múgur og margmenni þyrptist að, því marga fýsti að sjá þetta nýtísku farartæki. Loftskipið hafði enga farþega að þessu sinni, því þetta var aðeins reynsluför frá Reykjavík norður fyrir land. Á því voru Qórir menn, þrír Þjóðverjar. R. Walter flugmaður, einn stýrimaður og einn vélamaður, og auk þeirra dr. Alexander Jóhann- esson, sem er einn í stjórn Flugfélags íslands og ein mesta drifljöðrin í því að koma á flugferðum hér á landi. Dagur hafði tal af dr. Alexander og gaf hann blaðinu meðal annars eftir- farandi upplýsingar: Ákveðið er að hafa tvær fastar flugferðir á viku frá Reykjavík til Akureyrar fram í miðjan september. Er ákveðið að komudagur skipsins verði á mánudögum og að líkindum á fimmtudögum, ef veður ekki hamlar. Skipið getur flutt fjóra far- þega og má hver þeirra hafa með sér flutning, 10 kg að þyngd án sérstaks endurgjalds, og kostar farið milli Rvíkur og Akureyrar 12 kr. Vél skipsins hefir 230 hestafla styrk- leika, og hraði þess er 130-180 km á klst., eða rúmlega 150 km að meðal- tali; með þeim hraða getur það þá farið vegalengdina yfir ísland þvert, frá Öndverðarnesstá til Gerpis á rúmum þremur stundum, eða frá Dalatá við Siglufjörð suður til Dyr- hólaeyjar á rúmum tveimur stundum. Ekki þurfa farþegar að hræðast kulda í loftskipinu, því far- þegarúmið er hitað upp í 20 stig. Loftfararnir dvöldu hér í bænum þar til kl. 7 síðd. á þriðjudag. Þá hóf „Súlan“ sig upp af höfninni í háa loft og var á svipstundu horfin sjónum norður í geiminn. (Á öðrum stað í blaðinu sama dag gat að lesa eftirfarandi.) Símskeyti - Rvík 6. júní. Loftskipið Súlan varð að lenda í Akraósi við Mýrar kl. 12 í nótt vegna vélarbilunar. Mótorbátur sækir hana í dag og flytur hana hingað. Dagur 70 ára 49

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.