Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 39

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 39
Texti blaðsins tölvusettur. Frá vinstri: Jóhanna Sigurðardóttir, Árdís Antonsdóttir og Jóhanna Norðfjörð Ríkarður B. Jónasson og Rósa Þórey Elíasdóttir við Tdmugerð. Ársæll Ellertsson gerir klárt fyrir prentun. Og síðan var þetta gert við einstöku tækifæri, blaðið skreytt með rauðu eða grænu. Eftir því sem árin líða fara auglýs- ingar í blaðinu vaxandi, og stærð þess er hagað nokkuð eftir því, hvað íyrir liggur af lesefni og auglýsingum og verður það æ oftar 12 síður í stað 8, og einnig eru gefin út aukablöð, blaðið kemur reglulega á miðviku- dögum, en einnig af og til á laugar- dögum. 1953 urðu tölublöðin 65, en annars um eða rétt innan við 60, og lá þó útgáfa yfirleitt niðri í þrjár vik- ur vegna sumarleyfa. Haukur Snorrason var víkingur til verka, hugmyndaríkur og metnaðar- fullur fyrir sitt málgagn. Ekkert ein- stakt tölublað Dags mun þó hafa vak- ið viðlíka eftirtekt eða farið jafn víða og aukablað, sem út kom sunnudag- inn 24. september 1950 með frásögn af því, þegar björgunarleiðangur frá Akureyri sótti áhöfn millilandaílug- vélarinnar Geysis á Vatnajökul, þar sem vélin brotlenti að kvöldi 14. sept- ember. Aðfaranótt 21. september hafði öllum verið komið heilu og höldnu niður af jöklinum og enn- fremur áhöfn bandarískrar björgun- arflugvélar, sem lenti hjá ílaki Geysis en komst. ekki á loft aftur. Eftir það héldu björgunarmenn heim til Akur- eyrar. Ritstjóri Dags var þátttakandi í björgunarleiðangrinum, og þegar hann kom heim eftir harla lítinn svefn en mikið erfiði sólarhringum saman, settist hann við ritvélina og skrifaði frásögn af leiðangrinum, sem með myndum tók yfir nærri sjö síður í Degi. Myndirnar hafði Eðvarð Sigurgeirsson tekið, en hann var einnig þátttakandi í leiðangri þessum. Aðrir blaðamenn eða ljós- myndarar komu þar ekki við sögu, og hafa víst margir öfundað þá Hauk og Eðvarð fyrir að vera einir um hit- una, þar sem atburðir, er vöktu heimsathygli voru að gerast. En nú kemur þar sögu, að öðru sinni er ritstjóri Dags til þess kvadd- ur að flytja til Reykjavíkur og taka að sér ritstjórn aðalmálgagns Fram- sóknarflokksins. í fyrsta tölublaði ársins 1956 kveður Haukur og útgáfustjórnin færir honum þakkir fyrir vel unnin störf: „I ritstjórnartíð Hauks hefur það orð komist á Dag, að hann væri læsi- legasta stjórnmálablað þjóðarinnar og kaupendatala blaðsins varð meiri en nokkru sinni fyrr.“ Við ritstjórn Dags tekur nú Erling- ur Davíðsson, sem undanfarin ár hafði séð um afgreiðslu blaðsins, auglýsingar og innheimtu og jafn- framt talsvert ritað í það og verið for- sjármaður þess, þegar ritstjórinn var Dagur 70 ára 39

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.