Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 46

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 46
jánsson frá blaðinu í ársbyrjun 1987 og var sérstakur fréttastjóri ekki ráð- inn í hans stað. Ritstjóraskipti verða svo 1. júní á síðasta ári, þegar Hermann Svein- björnsson, sem stýrt hafði blaðinu inn í dagblaðaheiminn, hverfur frá blaðinu og ræðst til starfa hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga. Voru þá ráðnir tveir ritstjórar: Áskell Pórisson, sem áður hafði um langt skeið starfað við blaðið en sinnt öðrum störfum síðustu árin, verður ábyrgðarmaður blaðsins og fréttaritstjóri, en Bragi V. Bergmann, sem nú hafði um eins árs skeið verið ritstjórnarfulltrúi, verður stjórn- málalegur ritstjóri og ritstjóri innblaðs. Og hér skal þessari sögu lokið. Stiklað hefur verið á stóru í sögu þessa sjötuga afmælisbarns, en eink- um rakinn sá þáttur, sem snertir rit- stjórn blaðsins og þá um leið lesend- ur. En það þarf fleira til en ritstjóra og blaðamenn til að blað verði til og komist í hendur lesenda. Páttur ann- arra, sem að baki útgáfunni hafa staðið hefur lítt verið rakinn. Segja má, að þeir liggi óbættir hjá garði. Peirra, sem lengst hafa sinnt af- Fyrirtækin tvö, Dagur og Dagsprent, hafa aukið umsvif sín mjög á skömmum tíma og nú er svo komiö að húsnæðið að Strandgötu 31 er orðið allt of lítið. Þessi mynd var tekin í ágúst í fyrra, en þá var fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsi sem verið er að byggja á lóðinni. Þangað mun Dagur flytja á sumri komanda en Dagsprent fær þá gamla húsið til eigin afnota. Bifreiðir og bílungar Dagur 3. febrúar 1 928: Bifreiðir. Samkvæmt skattskrá 1927 voru til í landinu 345 vöru- flutningabifreiðir, 230 fólksflutn- ingabifreiðir og 59 bílungar, eða samtals 634. Þar af er rúmur helmingur í Reykjavík, 192 vöru- bifreiðir, 150 fólksbifreiðir og 46 bílungar. í Vestmannaeyjum 22 vörubifreiðir, Hafnarfirði og Gull- bringusýslu 46, 38 fólksbifreiðir og 8 bílungar. í Árnessýslu 18, 6 og 2, Eyjafjarðarsýslu og Akureyri 13, 15 og 3. - Af vörubifreiðum eru 14 tegundir (flest Ford 204 og Chevrolet 125). Af fólksbit'reiðum eru 27 tegundir (flest af Chevrolet 51, Ford 41, Buick 40, Overland 36 og Fíat 1 3). Af öðrum tegund- um eru ekki nema 1-5 af hverri tegund. — Bílungarnir eru flestir frá Harley Davidson 10, og B.S.A. 9. greiðslustörfum og auglýsingasöfnun hefur aðeins verið getið, en miklu ýtarlegar hefði mátt íjalla um þeirra margvíslegu störf. Og fjölmargra, sem við sögu blaðsins hafa kon.ið á ýmsum vettvangi hefur alls ekki ver- ið getið, enda myndi það fylla þykka bók, ef rekja ætti alla þætti sögunnar. Meðal þess, sem ótaiið er, eru störf stjórnar Útgáfufélags Dags. Hún hef- ur haft ærinn starfa sum árin, en rólegra á milli. Formenn hennar hafa alla jafnan verið þeir, sem á hverjum tíma hafa gegnt starfi kaup • félagsstjóra hjá KEA, enda ráð fyrir því gert við stofnun félagsins að svo skyldi vera. Lokaorð Blaðið Dagur, sem nú hefur komið út í 70 ár, hefur gegnt og gegnir miklu hlutverki sem almennt fréttablað fyr- ir Norðurland, sem málsvari sam- vinnustefnunnar, sem málgagn Framsóknarflokksins og sem veiga- mesta málgagn dreifbýlisins á ís- landi, eina dagblaðið utan Reykja- víkur. Um framtíð blaðsins eða blaðaút- gáfu yfirleitt skal hér engu spáð, von- andi verður hún glæsileg og öllum til sóma. En svo mikið er víst, að engin ellimörk eru sjáanleg á hinu sjötuga afmælisbarni. Þvert á móti er svipur 46 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.