Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 42

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 42
Nokkrum sinnum á ritstjórnarferli Erlings Davíðssonar voru gefin út aukablöð, sem sérstaklega var vand- að til, m.a. á 90 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga og 100 ára afmæli Akur- eyrarkaupstaðar, og 1968 var gefið út myndarlegt afmælisblað, er Dagur varð 50 ára, þar skrifaði Bernharð Stefánsson um ritstjóra blaðsins frá upphafi og Gísli Guðmundsson rakti sögu blaðsins í stórum dráttum. Ennfremur er þar að finna ágætar greinar eftir ritstjórann og fleiri. Og árin líða án sérstakra tíðinda eða tímamóta í sögu blaðsins, en á árinu 1976 fer að kvisast, að ýmsar breyt- ingar kunni að vera á næsta leiti. 19. janúar 1977 skýrir blaðið frá því, að verið sé að flytja prentsmiðj- una, Prentverk Odds Björnssonar, í nýtt og glæsilegt hús við Tryggva- braut, en áður hafði prentsmiðjan um langan tíma verið í Hafnarstræti 88, en Dagur hafði aðsetur sitt í næsta húsi, Hafnarstræti 90, elsta verslunarhúsi Kaupfélags Eyfirð- inga. Jafnframt er frá því sagt, að ný offset-prentvél, sem Dagur hefur fest kaup á, verði sett niður í hinum nýju húsakynnum POB. Og þann 16. febrúar kemur fyrsta tölublaðið af Degi prentað í hinni nýju offset-vél blaðsins, en aðrar vélar, sem þurfti til undirbúnings offset-prentuninni hefur Prentverkið keypt. Og af þessu tilefni segir blaðið m.a.: „Stækkun blaðs- ins eða aukinn fjöldi tölublaða er á dagskrá og hafa lengi verið. Upp- lagið er nú hálft sjötta þúsund og vex hægt en stöð- ugt, án þess að sérstakar ráðstaf- anir hafi verið gerðar til þess að fjölga kaupendum. Ljóst er, að blaðið getur ekki annað því Qölþætta hlut- verki, sem því er ætlað og nauðsyn- legt má teljast af útbreiddu blaði, nema það sé stækkað eða tölu- blöðum fjölgað. En Qárhagurinn verð- ur að ráða þeirri þróun.“ Talsverðar breyt- ingar verða nú á útliti blaðsins, letri og uppsetningu, og prentunin er til mikilla muna betri en áður var. Þess er nú á nýjan leik getið í blaðhaus, að útgefandinn sé Útgáfufélag Dags, en um langt árabil hafði það ekkert komið fram í blaðinu, hver útgefand- inn væri. í reynd munu það hafa ver- ið framsóknarfélögin á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu, sem báru ábyrgð á útgáfunni mikið á Qórða áratug. Árið 1976 var litprentuð kápa utan um síðasta tölublað ársins, prentuð í annarri prentvél en meginefni blaðs- ins. Á forsíðu var glæsileg, litprentuð mynd, sem m.a. sýnir Akureyrar- kirkju, Hótel KEA og aðalverslunar- hús kaupfélagsins. Sami háttur var hafður á 1978. Það er auðsjáanlega farið að kitla umsjónarmenn blaðs- ins að geta gripið til litprentunar og fegrað útlitið. Og nú fœrist fjör í leikinn Forustugrein Dags 8. febrúar 1978, rétt þegar er að koma að sextugsaf- mælinu, heitir „Nýr áfangi“. Þar kemur fram, að ýmislegt er að gerast hjá blaðinu, og skulu hér teknar upp nokkrar setningar úr greininni: „Fyrirhugað er nú að auka útgáfu Dags og gefa hann út tvisvar í viku fyrst um sinn a.m.k.“ „fnnan skamms flytur Dagur í eig- ið húsnæði, að Tryggvabraut 12, efri Gömul réttarstemmning. Aldur myndar óviss. hæð, sem hefur verið smekklega inn- réttuð og á að auðvelda alla vinnu. Er það í fyrsta sinn á sextíu ára göngu Dags, að hann eignast þak yfir höfuðið." „Til starfa er tekinn hjá Degi nýr blaðamaður og ráðin er stúlka til ýmiss konar skrifstofustarfa, svo sem símavörslu og vélritunar." Einnig er ijallað um hina nýju tækni í prentiðnaði, tölvusetningu og offsetprentun, og svo um það hverja þýðingu stækkun blaðsins hafu „í fyrsta lagi verður blaðið nú meira og betra fréttablað. í öðru lagi getur það betur sinnt þeim félags- legu og mannlegu samskiptum, sem nauðsynleg eru og blaðið getur greitt fyrir. I þriðja lagi verður nú meira rúm fyrir hið pólitíska svið og þykir mörgum það nauðsynlegt, einkum á kosningaári. í íjórða lagi verður blaðið, sem ætíð áður, opinn vett- vangur til sóknar og varnar í málefn- um Qórðungsins og á að geta rækt það hlutverk betur en áður vegna aukinnar útgáfu, og er þar jöfnum höndum átt við framfara- og menningarmál, hverju nafni sem nefnist." Blaðið 17. febrúar er sérstaklega helgað afmæli blaðsins, og í kveðju blaðstjórnar, sem formaður hennar, Valur Arnþórsson, undirritar, kemur fram, að flutt hafi verið í hið nýja húsnæði við Tryggvabrautina á afmælisdaginn, 12. febrúar. Einnig kemur þar fram, að Dagur hafi jafn mikla útbreiðslu á Akureyri sem tvö stærstu sunnan- blöðin samanlagt. Ýmsir fleiri en blaðstjórnin senda Degi og starfs- mönnum hans af- mæliskveðjur, en ritstjórinn Erling- ur Davíðsson, minnist sérstak- lega ijölmargra fréttaritara blaðs- ins í nálægum hér- uðum, „sem sýnt hafa blaðinu það drengskaparbragð, allir með tölu, að vinna að fréttaöfl- un ókeypis“. Eipn- ig minnist hann þeirra starfs- manna, sem vinna við pökkun og dreifingu blaðsins, en ekki er að jafn- aði getið á síðum 42 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.