Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 12
Jónas Jónsson skólastjóri JráHriflu Við landskjör tilAlþingis 1922 voru fimm listar íframboði, og skipaði Jón- as Jónsson, skólastjóri í Reykjavík, efsta sœtið á B-listanum, lista fram- sóknarmanna. Eftir að framboð Jónasar hafði verið tilkynnt skrifaði Jónas Þorbergsson, þáverandi ritstjóri Dags, eftirfarandi grein í blaðið. Þykir rétt að endurbirta hana nú til heiðurs minningu þeirra nafnanna beggja, Jónas- ar Jónssonar, sem átti manna mestan hlut að stofnun blaðsins og Jónasar Þorbergssonar, er var ritstjóri Dags um átta ára skeið, þegar blaðið var að slíta barnsskónum, komast til þroska og vinna sér fastan sess í hugum og lífi Norðlendinga. Greinin er snilldarleg lýsing samtímamanns og baráttu- félaga á stjórnmálamanninum Jónasi Jónssyni og gott sýnishorn af ritfimi og rökvísi Jónasar Þorbergssonar. Við lestur hennar er rétt að hafa í huga, að þetta er skrifað áður en langur þingmannsferill Jónasar Jónssonar hófst og fimm árum áður en hann settist í ráðherrastól. Um engan núlifandi stjórnmála- mann íslendinga hefir staðið slíkur stormur sem um Jónas Jónsson frá Hriflu, þegar frá er talinn Ólafur Friðriksson. Enginn maður sem hann á því láni að fagna að eiga marga geigfulla andstæðinga, þungt hugsandi um sinn hag, í þeim flokki manna, sem hvergi vilja láta skerða rétt og aðstöðu fárra einstaklinga þjóðarinnar til þess að raka þjóðar- auðnum í sínar hendur og þar með fullu valdi yfir fjármunalegum ástæð- um alþýðunnar frá degi til dags. Enginn maður heldur hefir um sig jafnfjölmennan og harðsnúinn flokk fylgismanna, sem eru ráðnir í því að berjast til þrautar með honum og til úrslita í þeim málum þessarar þjóðar, sem framtíð hennar veltur á. Nú er, sem kunnugt er, Jónas efsti maður á B-listanum til landkjörs 8. júlí n.k. Er því viðeigandi, að fara nokkrum orðum um hann, manninn, sem mestar deilur standa um, hvort sé vel til þingmennsku fallinn eða ekki og sem öllum kemur saman um, að mikið velti á fyrir þjóðina, hvort hann verður kjörinn eða ekki. Uppruni og menntun Hér verður ekki rituð ævisaga Jónas- ar frá Hriflu, heldur aðeins getið hins helsta í ævi hans og störfum. Jónas er fæddur og uppalinn í Hriflu í Ping- eyjarsýslu. Hann er af góðu en fátæku foreldri kominn. í æsku þótti hann snemma hneigjast fremur til bóklegra en verklegra starfa, en var Jónas Jónsson. hægfara og stilftur og ekki svo bráðger, sem margur mundi nú ætla að verið hefði. Hann gekk í gegnum Gagnfræðaskólann á Akureyri og skaraði þá þegar fram úr, bæði í námi og félagslífi. Par tók hann hæstu einkunn, sem við skólann hef- ir verið tekin. Undirbúningskennslu hafði hann hlotið hjá barnakennara einum sunnlenskum, öldruðum manni og gáfuðum, og hefir sá barnakennari sagt þeim, sem þetta ritar, að Jónas hafi skarað langt fram úr öllum sínum mörgu nemendum, bæði að greind og næmi. Að loknu námi á Akureyri fór Jónas til Askov. Um þær mundir var skólinn þar rómaður mjög og dirfðist enginn á móti að mæla. En nú brá svo við, að Jónasi líkaði skólinn ekki alls kostai; og ritaði allítarlega og mjög rök- studda ádeilugrein um hann. Mörgum, sem kynnst höfðu skólan- um, opnaðist þá nýtt sjónarsvið út yfir það mái, svo að sundur raknaði og varð ljóst, það sem fyrir þeim Dagur 70 ára Jónas beitti sér mjög fyrir samvinnumenntun í landinu og fyrir atbeina hans var Sam- vinnuskólinn á Bifröst stofnaður. 12 *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.