Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 5
Sigímgin m eijið mörg jyrstuárinnunhjáDegi - rætt við Erling Davíðsson, fyrrverandi ritstjóra Dags Dagur stendur í þakkarskuld við marga góða starfsmenn fyrr og síðar. Að öðrum ólöstuðum mun þó Erlingur Davíðsson, fyrrv. ritstjóri, eiga ómœldar þakkir skilið fyrir áratuga starf að blaðinu. Þeir, sem gerst þekktu til vinnubragða hans vita, að hann hlífði sér hvergi í starfi sínu og gerði það sem í hans valdi stóð til að efla hag blaðsins. Á þeim árum sem Erlingur vann við blaðið voru mikil framfaraskref stigin í útgáfu þess og umbúnaði, en í tilefni 70 ára afmœlis Dags rakti Erlingur nokkra þætti úr þróunarsögu blaðsins í samtali við blaðamann. - Hvenœr manst þú fyrst eftir Degi? Ég var sex ára patti, ólæs og ekki áhugasamur um blöð þegar Dagur kom fyrst út frostaveturinn mikla, 1918. Jónas Jónsson frá Hriflu hafði verið á ferðinni nokkru fyrr, víða komið og marga hitt á Norðurlandi og þá m.a. hvatt til stofnunar viku- blaðs hér nyrðra. Hvarvetna tendr- aði hann neista breytinga og fram- fara. Þegar hann hafði að mestu lok- ið sínu ævistarfi sagði hann mér margt frá fyrri árum, meðal annars frá þeirri för sinni, þar sem hann bar fram óformlegar tillögur um blaðaút- gáfuna. Sjálfur sendi hann mér á efri árum sínum allmargar greinar til birtingar í blaðinu. Ég man það helst frá frostavetrin- um 1918, að ég sá Hríseyinga ganga Erlingur Davíðsson í gamalkunnri stellingu við ritvélina góðu. Dagur 70 ára 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.