Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 50

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 50
Setning • Filmuvinna ■ Prentun: DAGSPRENT HF. • Akureyri Verzlunin <■ BRATTAHLÍÐ. ‘ N ý k o m i ð: Margar teg. af enskunt húfum, svuntusilki, handklacði, tvinni og peysufatakíæði sérstaklega gott. Verzlunin hefir ennfremur birgðir af allskonar ÁLNAVÖRU svo sem: flónelum, tvististauum, hvítum léreftum, seviot og þrjár teg. af kamgarni. Lífstykki, manchctskyrtur, flibba hálsbindi, fóðr- aða regn og rykfrakka o. fl. SKÓTAU allskonar af beztu tegund. Ennfremur allskonar leirtau: pollapör, diskar, tarínur o. fl. Kaffi, export, suðusúkkulaði, mjólk, ávextir, allskonar tóbak. Komið og skoðið og sannfærist um að hér eru góðar vörur með vægu dýrtíðarverði. Brynjðlfur E. Stefánsson. Karlmannafaínaður Nýkomið mikið úrval af allskonar karlmannafatnaði. Mjög ódýr og smekkleg FERÐAFÖT. Reið-treyjur og -buxur af ýmsum gerðum. Drengjafatnaður. Kaupfélag Eyfirðinga. \ Qaddavír, / • ágælar teguudir, útvegum vér beint frá fyrsta flokks verksmiðj- • ; um í F.nglandi. *# / Með uæslu skipum fáum vér nokkrar hirgðir. \ Reir bændur, scm þurfa að kaupa gaddavír á þessu vori.ættu .* að tala við oss áður en þeir festa kaup annarsstaðar. *. • Kaupfélag Eyfirðinga. j Sýnishorn bœjarfrétta 1922 Á fyrstu árum Dags var það oft meg- inuppistaða bæjarfrétta, hverjir hefðu komið til bæjarins og hverjir farið úr bænum og hvaða utanbæjar- menn væru gestkomandi. Samgöng- ur voru þá með öðru sniði en nú er, og það taldist til frétta, ef menn tóku sér ferð á hendur til Reykjavíkur eða jafnvel þó ekki væri nema vestur í Skagafjörð eða austur í Þingeyjar- sýslur. Ferðamannastraumurinn var ekki mikill. Nú myndi það taka ærið rúm í blaðinu, ef birta ætti nöfn þeirra, sem dag hvern taka sér far til Reykjavíkur eða koma þaðan, hvað þá ef telja ætti alla þá, sem fara yfir héraðamörkin í austri eða vestri. Hér fer á eftir sýnishorn þessarar teg- undar bæjarfrétta frá árinu 1922. 6. júlí: ísland kom á laugardagsnótt. Margt farþega var með skipinu. Hingað til bæjarins komu meðal annarra: Séra Geir Sæmundsson, Ragnar Ólafsson konsúll, Jón E. Bergsveinsson form. Fiskifél. íslands., Eggert Laxdal og frú, Hulda Þorsteinsdóttir (fædd Laxdal), Jónas Jónasson frá Flatey, Jakob Thorarensen, íjármálaráð- herra Magnús Jónsson með frú og son á leið til útlanda, Magnús Sig- urðsson bankastjóri, Jón H. Þor- bergsson bóndi á Bessastöðum á leið austur í Þingeyjarsýslu til að heim- sækja frændur og vini og ennfremur í ullarmatserindum. Ennfremur var með skipinu Einar Benediktsson skáld með frú á leið til útlanda. 27. júlí: Goðofoss kom á laugardagsnóttina og fór aftur á sunnudagskvöld. Meðal farþega voru: Jónas Kristjánsson, læknir frá Sauðárkr. Hann kom úr Ameríkuför. Frá Khöfn: Otto Tulin- ius kaupm. Frá Kópaskeri: Frk. Hall- dóra Bjarnadóttir. Fjöldi farþega fór með skipinu og þar á meðal til Rvíkur: Lárus Bjarnason, kennari, Theódor Jakobsson, framkvæmda- stj. „Kol og Salt“, með frú og dóttur, Jónatan Þorsteinsson kaupm. og frú, Þórbergur Þórðarson, málfræðingur, Sig. Skagfeldt, söngvari og ungfrú Karlotta Eggertsdóttir frá Rvík. Áleiðis vestur að Hrauni í Fljótum fóru ungfrú Hulda Stefánsdóttir, kennari og frú Kristín Jónsdóttir, málari. 50 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.