Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 44

Dagur - 12.02.1988, Blaðsíða 44
nýju húsakynni við Strandgötu. Und- ir mynd á forsíðu má lesa: „Iðnaðar- menn hafa unnið af kappi í nýbygg- ingu Dags við Strandgötu að undan- förnu. Blaðið í dag er prentað í hin- um nýju húsakynnum og um áramót verður öll starfsemi Dags komin í Strandgötuna.“ Fyrsta tölublað ársins 1982 kom út 5. janúar, að öllu leyti unnið í Strandgötu 31 í húsnæði, sem er í eigu blaðsins og Dagsprents hf., hlutafélags sem stofnað hefur verið um prentsmiðjureksturinn, en er að meirihluta til í eigu Dags. Prentverki Odds Björnssonar og starfsliði eru þökkuð vel unnin störf og samvinna um 60 ára skeið. Nýir starfsmenn eru boðnir velkomnir til starfa og mynd er af starfsmönnum Dags og Dagsprents við þessi tímamót. Mikil breyting er nú á orðin frá því einn maður annaðist ritstjórnina í hjá- verkum og annar sá um afgreiðslu blaðsins, einnig í hjáverkum. Á myndinni eru 12 manns. í blaðhaus er getið þeirra, sem helstu ábyrgðar- störfum gegna: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Her- mann Sveinbjörnsson. Blaðamenn: Áskell Þórisson og Gylfi Kristjáns- son. Auglýsingastjóri: Frímann Frí- mannsson. Útbreiðslustjóri: Jóhann- es Mikaelsson. Framkvæmdastjóri: Jóhann Karl Sigurðsson. í reynd hefur Jóhann Karl lengi verið framkvæmdastjóri blaðsins, enda þótt þar hafi þess aðeins verið getið, að hann sæi um afgreiðslu og auglýsingar. Á honum hefur hvílt mikið starf við þær breytingar og uppbyggingu, sem orðið hefur síð- ustu árin. Og nú kemur Dagur út þrisvar í viku, á þriðjudögum, funmtudögum og föstudögum. Enda þótt blaðið sé enn ekki orðið dagblað, hefur það fengið á sig allan svip dagblaðs. Áuk þess sem fastir starfsmenn skrifa blaðið annast og lausráðnir menn ýmsa þætti, og þeir, sem áhuga hafa fyrir að koma skoðunum sínum um einstök málefni á framfæri, leita í vaxandi mæli til Dags, enda hefur mjög dregið úr annarri blaðaútgáfu í bænum, þegar hér er komið sögu. Önnur bæjarblöð veita ekki lengur neina samkeppni, miklu fremur er nú komin til sögu samkeppni við dagblöðin í Reykjavík. Á árinu 1982 urðu tölublöð Dags 142, út komu 144 tölublöð 1983 og 130 urðu þau 1984. í maí 1983 er útgáfudögum breytt í mánudaga, miðvikudaga og fóstudaga. Blaða- mönnum fer fjölgandi, m.a. er farið að ráða blaðamenn með aðsetur utan Akureyrar (Húsavík, Sauðár- Hvað auglýsti KEA? Kaupfélag Eyfirðinga auglýsti ekki mikið í Degi á fyrstu árum blaðsins. Þó mátti oftast sjá ein- hverja auglýsingu frá því í hverju blaði, en það! var nokkuð annað, sem þá var lögð áhersla á aðj auglýsa en nú er. Hér eru nokkur sýnishorn: 115. janúar 1919: „Áraplankar fást í Kaupfélagi Eyfirð- inga. “ 1 22. janúar 1919: ,,Suðuspritt fœst í Kjötbúðinni. 29. janúar 1919: ,Skilvindur fást í Kaupfélagsverslun \ Eyfirðinga. “ 26. mars 1919: „Blásteinn fœst í Kaupfélagi Eyfirðinga. “ 16. apríl 1919: „Járnspaðar, skóflur, heykvíslar og undirristuspaðar fást í Kaupfélagi s Eyfirðinga. “ 21. maí 1919: „Skósverta á 35-75 au. dós og ofn- sverta á 25 aura dósin fœst í Kaupfé- lagi Eyfirðinga. “ 18.júníl919: ,Diabolo strokkar og skilvindur fást í K.E. “ I. október 1925: „Stúfarnir marg eftirspurðu komnir aftur í Kaupfélag Eyfirðinga. “ 16. júlí 1923: „Ágœtt sólaleður er komið aftur. Sent út um land gegn póstkröfu ef óskað er. Kaupfélag Eyftrðinga. “ 31. janúar 1924: „Toppsykur í Kaupfélagi Eyfirðinga. “ II. júní 1925: „Hafið þér athugað að vér seljum stúfa á 13 kr. kílóið? Kaupfélag Eyfirðinga. “ inga. 44 Dagur 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.