Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 8

Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 8
Ný meistararitgerð skoðar regluverk um skimun erlendra fjárfestinga. Ríki geta þannig metið og skilyrt fjárfestingar á grunni þjóðar- öryggis. Höfundur segir áríðandi að íslensk stjórnvöld taki slíkt upp. arib@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Þetta virkar mjög einfalt í hugsun en þetta er gríðar- lega f lókið fyrirbæri til að setja í lagatexta,“ segir Albert Guð- mundsson laganemi, sem skilaði nýverið meistararitgerð um skimun erlendra fjárfestinga hér á landi. Í skimuninni felst að ríki geti metið, heimilað, skilyrt, bannað eða undið ofan af erlendum fjárfest- ingum á grundvelli þjóðaröryggis. Um er að ræða þróun í alþjóðlegum fjárfestingarétti sem birtist meðal annars í nýrri reglugerð Evrópu- sambandsins. Þá hafa Bandaríkja- menn einnig hert sínar reglur um erlendar fjárfestingar. „Það er alltaf hætta á því að þetta verði háð geðþótta og það leynist verndarstefna í ákvörðunum þjóða. Það er gömul saga og ný að sumar þjóðir eru í náðinni þegar kemur að fjárfestingum. Það er því mikil- vægt að slíkar lagareglur séu skýrar og fyrirsjáanlegar og feli ekki í sér dulda mismunun,“ segir Albert. Líta þarf til f leiri þátta en einung- is þjóðernis fjárfesta við skimun, til að koma í veg fyrir slíka mismunun. „Skimanir nágrannalanda taka iðu- lega til fjárfestinga innan ákveðinna geira eða þvert á geira og miða þá yfirleitt við ákveðinn þröskuld. Til dæmis ef fjárfestingar ná ákveðnum þröskuldi, segjum 10 til 25 prósenta eignarhlut, þá fer skimunarkerfið í gang.“ Meðal atvinnugreina sem nýlega er byrjað að skima sérstaklega í eru tæknigeirinn og heilbrigðis- geirinn. „Það er verið að koma í veg fyrir kaup á fyrirtækjum sem eru að þróa bóluefni eða eru að þróa búnað varðandi smitvarnir, svo að ríki geti tryggt möguleika sína til að berjast við heimsfaraldurinn. Það er áhugavert að skoða hvaða atvinnu- greinar eru mikilvægar á hverjum tíma. Hvernig viðhorf ríkja breytist til þess hvað teljist þjóðhagslega mikilvægar greinar. Auðkenni ehf. og Creditinfo eru dæmi um íslensk fyrirtæki sem ég tek fyrir í ritgerð- inni. Þjóðhagslegt mikilvægi þess- ara fyrirtækja og þessa atvinnugeira er orðið mjög mikið. Hvergi er þó skilgreint í íslenskum lögum hvaða grunnvirki eða innviðir teljast þjóð- hagslega mikilvæg.“ Erlendar fjárfestingar hafa valdið fjaðrafoki hér á landi, þá sérstaklega í kringum landakaup Huang Nubo og Jim Ratcliffe. Hvenær telst fjárfesting ógna þjóðaröryggi? „Það er stóra spurningin. Til að byrja með þarf að skoða áhættuna sem felst í erlendri fjárfestingu, hvaða öryggismunur er á innlend- um og erlendum fjárfestingum. Þjóðir eru nú að reyna að feta mjög vandmeðfarin skref með þessum nýju reglum. Það er engu að síður mjög áríðandi að mínu mati að íslensk stjórnvöld taki þessa lög- gjöf til gagngerrar endurskoðunar og taki upp skimunarkerfi. Því það er alltaf á ábyrgð ríkja að tryggja sitt eigið þjóðaröryggi. Það er enginn annar að fara að passa upp á þjóðar- öryggi okkar.“ n Áríðandi að skima erlendar fjárfestingar kerfisbundið Auðkenni ehf. og Creditinfo eru dæmi um íslensk fyrirtæki sem ég tek fyrir í rit- gerðinni. Þjóðhagslegt mikilvægi þessara fyrirtækja og þessa atvinnugeira er orðið mjög mikið. kristinnhaukur@frettabladid.is TRÚMÁL Nítján trú- og lífsskoð- unarfélög standa að þjóðardegi samstöðu vegna Covid-19 í dag, til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir sjúkdómnum og þakka fyrir óeigingjarna hjálp margra stétta í baráttunni gegn honum. „Öll félögin gera eitthvað á sinn hátt. Sum verða með messur eða bænastundir og sum senda út myndbönd. Við ákváðum að fara þá leið að senda út orðsendingu til að minna á að þótt faraldurinn sé í rénun hjá okkur er hann erf- iður víða um heim,“ segir Siggeir Ævarsson, framkvæmdastjóri Sið- menntar. Félögin eru Ásatrúarfélagið, Bahá´íar, Búddistar, DíaMat, Fjöl- skyldusamtök heimsfriðar og sam- einingar, Fríkirkjurnar í Hafnarfirði og Reykjavík, Hjálpræðisherinn, Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Mormónakirkjan, Menningar- setur og Stofnun múslima, Óháði söfnuðurinn, Rétttrúnaðarkirkjan, Samfélag g yðinga, Siðmennt, Aðventistar og Þjóðkirkjan. Hver sókn innan Þjóðkirkjunnar tekur þátt á sinn hátt. Í Neskirkju verður til dæmis þvertrúarleg bæna- stund með bahá´íum og múslimum. „Þetta verður einföld athöfn þar sem við minnumst þeirra sem hafa látist, hugsum til þeirra sem þjást enn þá og þökkum þeim sem hafa létt þjáningar annarra,“ segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur við Neskirkju. „Þessa dagana hugsa ég sjálf mikið til Indlands, þar sem ég hef oft verið og á marga vini. Ríku þjóð- irnar hafa fengið mest af bóluefn- unum og það verður að passa upp á að fátækari löndin beri ekki skarðan hlut.“ n Sameinast í minningu fallinna og þakka fyrir Í Neskirkju verður þvertrúarleg bænastund með bahá´íum og múslimum. AÐALFUNDUR Heimssýnar í Friðarhúsi 9. júní kl. 17.30 Arnar Þór Jónsson talar Boðað er til aðalfundar í Heimssýn. Fundurinn verður haldinn í Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar 9. júní nk. kl. 17.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 18.00 mun Arnar Þór Jónsson ávarpa fundinn. Arnar Þór hefur að undan- förnu rætt mikilvægi lýðræðis og fullveldis Íslendinga og varað við hinni hægfara breytingu sem er að verða á stjórnskipun landsins. Ódý rt 998 kr.pk. Hamborgarar 4 stk. með brauði Mmm... Djammborgari á grillið! Afgreiðslutímar á www.kronan.is 1379 kr.pk. Fabrikkan Ribeye borgarar 2x175 g Albert Guðmundsson skoðaði umhverfi fjárfestinga. MYND/HÅKON BRODER LUND 8 Fréttir 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.