Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 10
Öryggisíbúðir
Eirar til lEigu
í grafarvogi
Vandaðar öryggis-
íbúðir Eirar til leigu
í Eirarhúsum,
Hlíðarhúsum 3–5,
112 Reykjavík.
Eir öryggisíbúðir ehf. - Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík
Netfang: ibudir@eir.is - Sími 522 5700, milli 8 og 16 virka daga .
n Rólegt og notarlegt umhverfi með
aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu
og þjónustu með það að markmiði
að einstaklingurinn geti búið lengur heima.
n Öryggisvöktun allan sólarhringinn.
n Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð.
n Góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Sendið fy
rirspurn
á netfang
ið:
ibudir@e
ir.is
Rúmlega 300 manns komu
með Norrænu í land á Seyðis-
firði á þriðjudag. Þeir fram-
vísuðu nánast allir gildum
bólusetningarvottorðum.
Framkvæmdastjóri Smyril
Line á Íslandi, útgerðar Nor-
rænu, segir fjölda ferðamanna
vera að aukast.
benediktboas@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Norræna kom á þriðju-
dag til Seyðisfjarðar og gengu 296
farþegar í land. Af þeim framvísuðu
222 gildum bólusetningarvott-
orðum, samkvæmt tilkynningu frá
aðgerðastjórn á Austurlandi. Þar
segir enn fremur að þetta sé svipað
hlutfall og hjá flugfarþegum er fara
um Leifsstöð. Óbólusettir virðast því
flestir halda sig heima við enn sem
komið er.
Linda Gunnlaugsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi,
segist finna fyrir aukningum í bók-
unum. Sú breyting hefur orðið að
ferðamenn hringja meira á skrif-
stofurnar til að leita sér upplýsinga
og þá er hægt að nýta sér ferðina sem
tveggja daga sóttkví.
„Við erum að sjá vöxt núna og bara
í júlí eru eðlilegri tölur í kortunum.
Þær eru auðvitað langt frá tölunum
2019 en það er verið að sýna Íslandi
mikinn áhuga sem ferðamannastað.
Við teljumst öruggt land enda
framarlega í bæði sóttvörnum og
bólusetningum,“ segir Linda.
Hún segir að æ fleiri taki upp sím-
ann og athugi stöðuna í stað þess að
panta á netinu. Sérstaklega þeir sem
séu að stoppa lengi hér á landi. Það
Meirihluti farþega með Norrænu er bólusettur
Norræna gekkst
undir and-
litslyftingu á
meðan Covid
stóð yfir sem
kostaði hátt í
tvo milljarða.
Linda segir að
útkoman hafi
reynst vel og
eru farþegar
ánægðir með
breytingarnar.
MYND/SMYRIL LINE
Við erum búin að fá
mikið af stórum pönt-
unum í ágúst og sept-
ember þannig að þetta
sumartímabil sem
hefur alltaf verið vin-
sælast er að lengjast.
Linda Gunn-
laugsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Smyril Line
á Íslandi.
benediktboas@frettabladid.is
IÐNAÐUR Samtök iðnaðarins hafa
skorað á sjö sveitarfélög að bjóða út
viðhald, rekstur og LED-væðingu
götulýsinga. Var það eftir úrskurð
kærunefndar útboðsmála um að
Reykjavíkurborg hafi brotið lög.
Sveitarfélögin sem fengu bréf eru
Reykjavík, Akranes, Kópavogur,
Garðabær, Mosfellsbær, Hafnar-
fjörður og Seltjarnarnes. Hafnfirð-
ingar brugðust strax við enda á að
LED-væða bæinn.
Í bréfi SI til Reykjavíkurborgar er
sagt brýnt að brugðist sé hratt við
og strax hafist handa við útboðið.
Þá er rakið hvernig samtökin
haf i engar upplýsingar fengið
frá borginni og því þurft að reka
málið fyrir úrskurðarnefndinni.
Samkvæmt gögnum frá borginni
má áætla að á næstu fimm árum
nemi kostnaður við rekstur, við-
hald og LED-væðingu götulýsingar
um 2,8 milljörðum króna.
Samtök iðnaðarins segja að
úrskurðurinn hafi breiða skírskotun
og sé fordæmisgefandi fyrir önnur
sveitarfélög. n
Telja að LED-væðingin sé útboðsskyld
Led-ljósastaurar við Hringbraut.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
arnartomas@frettabladid.is
NEPAL Uppboðshúsið Bonhams í
Frakklandi hefur dregið fornmuni
úr sölu sem stolið var úr nepölsku
hofi fyrir fjörutíu árum.
Umræddir munir eru fimm 600
ára gamlar styttur af guðum úr
hindúatrú sem voru hluti af helgi-
mynd fyrir ofan innganginn við
Taleju-hofið í borginni Patan í
Nepal. Alls voru tólf styttur rifnar úr
höggmyndinni á áttunda og níunda
áratugnum.
Ætlunin var að munirnir yrðu
hluti af uppboði í vikunni, en þeir
voru dregnir til baka eftir að fjöl-
miðlar í Nepal greindu frá málum.
Í kjölfarið krafðist utanríkisráðu-
neyti Nepal þess að mununum yrði
skilað heim.
Ekki er vitað hvar hinar sjö stytt-
urnar úr helgimyndinni eru niður
komnar, en eftir að stytturnar
fimm voru dregnar úr uppboðinu
hafa vonir aukist um að þeim verði
skilað þar sem ekki verður hægt að
selja þær opinberlega. n
Nepalir krefja Frakka um helgigripi
Hofið sem hýsti forngripina stendur við Darbar-torg í Patan.
sé breyting frá því fyrir Covid þegar
margir nýttu sér internetið til að
klára sína pöntun. „Við finnum það
á ferðaskrifstofunum okkar erlendis
og líka hjá þeim sem eru að fara frá
Íslandi með skipinu – þeir þurfa
mikið að ræða málin. Svo breytist
það kannski aftur.“
Stutt er síðan að Norræna gekkst
undir allsherjar andlitslyftingu.
Útgerð skipsins ákvað að nýta tím-
ann í faraldrinum til að gera breyt-
ingar á skipinu fyrir tvo milljarða
króna, bætti við káetum, veitinga-
stað og heilli hæð svo fátt eitt sé
nefnt.
„Maður sér það og finnur að það
er mikil gleði með skipið. Fólk er að
njóta þess enn betur að ferðast með
skipinu. Þótt við séum búin að bæta
við heilli hæð er skipið enn stöðugt
og fínt þannig að við erum mjög
ánægð með breytingarnar og spennt
fyrir komandi tímum.
Ég var einmitt að heyra í okkar
fólki í Færeyjum og það er svolítið
að gerast það sem okkur grunaði.
Ferðatímabilið er að lengjast út á
haustið. Við erum búin að fá mikið
af stórum pöntunum í ágúst og
september þannig að þetta sumar-
tímabil sem hefur alltaf verið vin-
sælast er að lengjast. Það eru líka
komnar fínar bókanir í september
og október þannig að ég spái því að
við eigum örugglega eftir að rétta úr
kútnum ágætlega hratt hvað varðar
fjölda ferðamanna,“ segir Linda.
Farþegar með Norrænu mega
nota siglingartímann sem sóttkví.
Allir eru skimaðir áður en þeir fara
um borð. n
10 Fréttir 5. júní 2021 LAUGARDAGUR