Fréttablaðið - 05.06.2021, Blaðsíða 18
Þorlákshöfn fagnar því um þessar mundir að sjötíu ár eru frá því staðurinn byrjaði að byggjast upp sem þéttbýli. Fram að því
hafði í Þorlákshöfn verið bónda
bær og verstöð þangað sem margir
komu úr sveitunum til að vera yfir
vertíðina.
„Þegar ákvörðun var tekin um að
byggja hér höfn þá sá fólk tækifæri
í því að taka þátt í uppbyggingu á
þessu nýja þorpi og hingað flykktist
að fólk, margir úr Selvogi og öðrum
stöðum úr Árnessýslu, en líka frá
ýmsum öðrum stöðum á landinu,“
segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir,
verkefnastjóri á menningarsviði
Ölfuss.
Ása segir að ákveðið hafi verið að
fagna afmælinu vel og innilega um
leið og það færi að létta á ástandinu
vegna heimsfaraldursins og nú um
helgina verði farið af stað af krafti.
Veisluhöld allt árið
„Sérstök afmælisnefnd var sett
saman og verkefnastjóri ráðinn og
það er bæði Sveitarfélagið Ölfus
og fyrirtæki sem tengjast því, sem
standa að hátíðinni.“
Stefnt var á að halda veislu fyrstu
helgi hvers mánaðar allt afmælis
árið og segir Ása að upphitun hafi
verið um páskahelgina. „Þegar það
var ljóst að það stefndi í aðra ein
angrunarpáska settum við saman
spurningakeppni með afmælisívafi
fyrir alla fjölskylduna. Hún fór fram í
gegnum beint streymi og fjölskyldur
tóku þátt í gegnum forritið kahoot.“
Nú með nýtilkominni rýmkun
á samkomutakmörkunum er fram
undan fyrsta afmælishelgin af
mörgum en afmælisnefndin er að
undirbúa hátíðahöld fyrstu helgi
hvers mánaðar út árið.
„Þar verða ólíkir viðburðir þar
sem unnið er bæði með söguna,
mannlífið og fjölbreytileika sam
félagsins hér í Þorlákshöfn og svo
auðvitað líka aðkeypt skemmti
atriði í bland. Það má segja að
hápunktur afmælishátíðarinnar
verði þegar bæjarhátíðin okkar,
Hamingjan við hafið, er haldin 3.–8.
ágúst,“ segir Ása.
Brottfluttir koma í heimsókn
Hún segist finna vel fyrir eftirvænt
ingu bæjarbúa. „Enda margir orðnir
langeygir eftir því að njóta þess að
hitta annað fólk, fara á tónleika og
skemmta sér. Við erum ekki búin að
tilkynna alla afmælisdagskrána en
það verður gert á næstu dögum og
alveg víst að fólk hlakkar til þess að
sjá hvað nefndin hefur sett saman.
En við óskuðum í upphafi eftir hug
myndum frá íbúum, unglingaráði
og nemendum í grunnskólanum
og það er mjög gaman að segja frá
því að fjölmargar hugmyndir rata í
dagskrána. Svo það má með sanni
segja að margir hafa komið að gerð
afmælisdagskrárinnar.
Það sem er líka svo skemmtilegt
við hátíðahöld eins og þessi er að
fá brottf lutta Þorlákshafnarbúa í
heimsókn og ég er alveg viss um að
margir eiga eftir að heimsækja sinn
gamla heimabæ og fagna afmælinu
með okkur. Þar fyrir utan eru auð
vitað allir velkomnir í afmælisveislu
í hamingjuna í Þorlákshöfn.“
Sjómannadagsgleði alla helgina
Nú um helgina verður sjómanna
deginum fagnað bæði laugardag og
sunnudag.
Hamingjunni fagnað alla helgina og út árið
Hátíðarhöld verða alla helgina í Þorlákshöfn í tilefni sjómannadagsins á sunnudaginn. MYND/AÐSEND
Tónlistar-
maðurinn Jónas
Sigurðsson er
einn af brott-
fluttum sonum
Þorlákshafnar
en hér má sjá
hann skemmta
á Hátíð hafsins
í sínum gamla
heimabæ.
Ungir sem aldnir skemmta sér saman í Skrúðgarðinum. Keppt er í sjóboðsundi um helgina.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Sjómannadagurinn er nú á
sunnudaginn og þó Hátíð
hafsins hafi verið frestað í
höfuðborginni slá nágranna
bæjarfélögin ekki slöku við og
verður til að mynda mikið um
dýrðir alla helgina í Þorláks
höfn.
„Á laugardaginn verður skemmti
leg dagskrá fyrir alla fjölskylduna
við bryggjuna þar sem keppt verður
í sjóboðsundi og koddaslag og það
verður líka hægt að prófa sjóbretti
og hlaupabraut í höfninni. Þá verður
söngkeppni barnanna, hoppukast
alar og okkar frábæra körfubolta
félag selur humslur sem allir verða
að smakka." Aðspurð út í humsl
urnar útskýrir Ása að það sé humar
í pylsubrauði með hvítlaukssósu.
Á sunnudaginn koma bæjarbúar
saman í hádeginu í Skrúðgarðinum
til að grilla pylsur, og þar verður
ýmislegt um að vera eins og laser
tag, hoppukastalar, harmónikku
tónlist, sögur af sjó og landi og
söngatriði. Þá er líka björgunar
sveitin Mannbjörg með sitt árlega
kaffihlaðborð. Síðast en ekki síst
verða í gangi bílskúrssölur um
allan bæ um helgina, þar sem íbúar
bjóða til sölu alls kyns varning sem
þarf nýja eigendur og einnig verður
blómamarkaður í Skrúðgarðinum.“
Brimbretti vinsæl
Gamli útgerðarbærinn hefur tölu
vert breyst undanfarna áratugi og
segir Ása þá breytingu vissulega
endurspeglast í hátíðahöldum í
kringum sjómannadaginn.
„Nú er minna um það að sjómenn
séu að keppa sín á milli í kappróðri
og öðru slíku eins og var áður fyrr
og í staðinn taka allir þátt og fagna
þannig sjómönnum og þeirra fjöl
skyldum sem hafa byggt upp okkar
frábæra bæ. Brimbretti í höfninni er
til dæmis í takt við þróun bæjarins,
en það er sístækkandi sport sem
hvergi er betra að stunda en í fjör
unum við Þorlákshöfn,“ segir hún
að lokum.
Nánari upplýsingar um hátíða
höldin er að finna á Facebooksíð
unni Hamingjan við hafið.
Þar fyrir utan eru
auðvitað allir vel-
komnir í afmælisveislu
í hamingjuna í Þorláks-
höfn.
HELGIN 5. júní 2021 LAUGARDAGUR