Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 34

Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 34
Glöggir muna kannski eftir því óheppilega atviki þegar sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn að morgni 2. nóvember 2015. johannamaria@frettabladid.is Að sögn Sigurðar Stefánssonar, eig- anda Köfunarþjónustu Sigurðar, gerðist það eftir röð mistaka en skipið sökk á hálftíma þennan örlagaríka morgun eftir að hafa verið sleppt úr slipp við Ægisgarð. Þegar Perla sökk Perla var smíðuð árið 1964 í Vestur- Þýskalandi og var í eigu útgerðar- innar Björgunar ehf. Í atvikalýsingu í rannsóknarskýrslu sem unnin var vegna slyssins kemur fram: „Við sjósetningu Perlu úr slippnum um kl. 10.30 var dráttar- báturinn Magni festur við skipið og tók hafnsögumaður við stjórn aðgerða að færa skipið að bryggju. Þrír menn voru um borð í Perlu, vél- stjóri skipsins og tveir starfsmenn Stálsmiðjunnar Framtaks. Fljótlega eftir að Perla flaut úr sleðanum kom stb halli á skipið en haldið var áfram að flytja það til legu á austan- verðum Ægisgarði ... Áhöfnin á Magna fékk þær upplýsingar að lek- inn væri einskorðaður við lestina og því talin lítil hætta á ferðum.“ Hallinn jókst enn En hallinn hélt áfram að aukast og var ákveðið að draga skipið aftur að bryggju. Þá var óskað eftir dælum til að dæla úr skipinu um leið og það kæmi að bryggju, en það var um seinan. Stuttu síðar var skipið sest að framan og aftur- hlutinn byrjaður að sökkva. Samkvæmt vefsíðu Faxaflóa- hafna mætti Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins á vettvang til að dæla sjó úr skipinu en ekki tókst nægi- lega vel til. Mennirnir þrír sem voru um borð komu klakklaust í land, en ætla má að eitthvert stolt hafi þó verið sært í staðinn. Við nánari athugun kom í ljós að ástæðan fyrir því að skipið sökk hefði meðal ann- ars verið blöndunarlokinn, sem var opinn og átti að vera lokaður. Hann var staðsettur fremst á skipinu og notaður til að taka sjó inn í lestina til að auðvelda losun með dælingu. Það vakti athygli þegar Perla var sokkin við bryggjuna að hvorugur gúmmíbjörgunarbátanna sem festir voru á skipið höfðu skilað sér upp á yfirborðið en þeir voru með sérstökum Olsen-sleppibúnaði með Berwyn-sjósleppimembrum. „Við mælingu kom í ljós að þá var dýpi niður á skel gúmmíbjörgunar- bátsins stjórnborðsmegin 2,3 m. Báðir sjósleppilokarnir virkuðu síðar þegar dýpið hafði aukist á flóði og búnaðurinn kominn á um 4 m dýpi. Sjósleppibúnaðurinn var með gildistíma til 2018“, segir í skýrslunni. Nokkrar tilraunir Köfunarþjónusta Sigurðar ásamt starfsmönnum Björgunar hófust handa við að loka skipinu til að koma í veg fyrir að olía læki úr því og til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. „Hátt í 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa,“ segir Sigurður og var því rík ástæða að koma í veg fyrir að það allt læki út í sjó. Að sögn Sigurðar var nokkur vandi að ná skipinu upp og þurfti til þess nokkrar atrennur. Í skýrslunni kemur fram að þann 4. nóvember höfðu kafarar lokað mannopum og hurðum. Þá hafði dælubúnaði verið komið fyrir á tveimur stöðum á skipinu. „Við dælingu reyndist skipið einungis lyftast að aftan og þrátt fyrir ýmsar tilraunir næstu daga tókst ekki að ná skipinu á flot,“ segir í skýrslunni. Dælt upp úr Perlu Á hádegi mánudagsins 16. nóvem- ber var hafist handa við að dæla sjó úr Perlu eftir mikinn undir- búning dagana á undan. „Skipið lá á hafsbotni í tvær vikur áður en við náðum að dæla úr því sjó og ná því upp. Þegar svona stór verkefni koma á borð hjá okkur fáum við skipaverkfræðinga til þess að vinna með okkur og að þessu sinni unnum við með Navis til þess að reikna út stöðugleika skipsins,“ segir Sigurður. Verkefnið gekk hægar en gert var ráð fyrir, aðallega vegna norðanstinnings sem seink- aði aðgerðum. Að kvöldi mánudags 16. nóvember tókst svo loks að ná Perlu af botni Reykjavíkurhafnar en í kjölfarið var skipið orðið ónýtt og því ekki sjósett á ný. n Perlan sem var á hafsbotni Kafari býr sig undir að kafa niður að skipinu þann 16. nóvember 2015. Síðar um daginn var skipið komið upp og þurrausið af sjó. Myndir/aðsendar Dæla þurfti töluvert af sjó úr skipinu til að það lyftist upp af hafsbotni. Óvenjuleg en óskaplega skemmtileg hátíðarhöld fara fram við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði á sjómanna- daginn. „Hátíðarhöldin í Hafnarfirði verða með óhefðbundnu sniði á sjómannadaginn í ár vegna sam- komutakmarkana sem enn eru í gildi,“ segir Andri Ómarsson, verk- efnastjóri menningar- og markaðs- mála hjá Hafnarfjarðarbæ. „Þrátt fyrir það hvetjum við Hafnfirðinga og gesti þeirra til að gera sér ferð niður að höfn og njóta þess sem höfnin, sem bærinn er kenndur við, hefur upp á að bjóða.“ Hátíðardagskráin lokkar og laðar, eins og hafið. „Þar má nefna fiskasýningu Haf- rannsóknastofnunar sem verður á svæðinu fyrir framan höfuðstöðv- arnar á Háabakka. Þar verður hægt að skoða sýnishorn af fiskum og hryggleysingjum, allt frá algengum nytjafiskum eins og þorski og ýsu, til sjaldséðari tegunda eins og tunglfisks og bjúgtanna,“ upplýsir Andri. Í hlýlegum verslunum og lista- galleríum við höfnina verður hægt að nálgast hönnun og handverk hafnfirskra listamanna. „Vinalegir veitingastaðir og kósí kaffihús í nágrenni hafn- firsku hafnarinnar eru rómuð fyrir gestrisni og góðar veitingar og Litli-ratleikur Hafnarfjarðar leiðir áhugasama um spennandi staði í nágrenni hafnarinnar sem er tilvalið að skoða,“ segir Andri. Kraftakeppni og kappróður Það verður sannkallað ævintýri að fagna sjómannadeginum með heimsókn á Flensborgarhöfn. „Við tökum daginn snemma og drögum fána að húni klukkan átta að morgni sjómannadags á hátíðarsvæði við höfnina. Klukkan tíu leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar við Hrafnistu og blómsveigur verður lagður að minnisvarða um horfna sjómenn við Víðistaða- kirkju klukkan 10.30. Klukkan 11 verður sjómannamessa, heiðrun sjómanna og ferming í Fríkirkj- unni,“ upplýsir Andri. Dagskrá við Flensborgarhöfn hefst klukkan 11 með fiskasýningu Hafró á Háabakka og krafta- keppnin Sterkasti maður á Íslandi 2021 hefst á sama tíma á Óseyrar- bryggju. „Þar munu aflraunamenn etja kappi við hrikalegar aflraunir sem byrja með trukkadrætti klukkan 11, þá tekur við drumba- lyfta klukkan 13 og blönduð grein klukkan 16,“ segir Andri um ofur- spennandi keppnina. Opið hús verður hjá Siglinga- klúbbnum Þyt frá klukkan 13 til 17 og verða kajakar og árabátar til- tækir sem og búningsaðstaða fyrir þá sem blotna. Kappróðrarkeppni verður frá klukkan 13 til 14. Þorri og Þura í Hellisgerði Hafnfirskir listamenn opna vinnu- stofur fyrir gestum og gangandi á sjómannadaginn, eins og verslanir og veitingastaðir. „Þar má nefna opið hús í brúðar- kjólabúðinni Loforði, Sign, Gáru handverki og sýningarlok hjá málaranum við höfnina, Soffíu Sæmundsdóttur. Þá verður opið hús í Íshúsi Hafnarfjarðar sem saman- stendur af þrjátíu verkstæðum og vinnustofum einyrkja og minni fyr- irtækja í skapandi greinum. Flóran er afar fjölbreytt og meðal annars er í húsinu stunduð keramíkhönnun, myndlist, vöru- og textílhönnun, ritlist, tréskipasmíði og gullsmíði,“ lýsir Andri. Kaffihlaðborð Kænunnar verður á sínum stað með dýrindis brauð- tertum og tilheyrandi, frá klukkan 13 til 17. Þá verður fjölskylduvið- burðurinn Þorri og Þura í Hellis- gerði frá klukkan 14 til 15.30, og Margrét Arnardóttir harmonikku- leikari og Gunnella Hólmarsdóttir leikkona flytja þjóðlega tóna víðs vegar um bæinn. „Í sex húsum Byggðasafns Hafnarfjarðar ber margt fróð- legt og forvitnilegt fyrir augu, og nýrri ljósmyndasýningu hefur verið komið fyrir á Strandstígnum um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Á sýningunni „Þannig var ...“ í Pakkhúsinu á Vesturgötu 6 er saga sjávarþorpsins Hafnarfjarðar rakin frá landnámi til okkar daga, og í Bookless Bungalow á Vestur- götu 32 er sýning um tímabil erlendu útgerðanna á fyrri hluta 20. aldar á heimili Bookless- bræðra,“ útskýrir Andri þar sem hann skoðar sig um í Siggubæ á Kirkjuvegi 10. „Siggubær er varðveittur sem sýnishorn af heimili sjómanna í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar. Þar er hægt að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.“ n Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast. Gestir eru beðnir um að virða fjöldatakmörk á viðburðasvæð­ um, tveggja metra nálægðarmörk, huga að einstaklingsbundnum smitvörnum og nota andlits­ grímur þegar við á. Sjá nánar á hafnarfjordur.is Sterkasti maður Íslands, fiskar og brúðarskart Frá vinstri: Karel Ingvar Karels­ son, sem verið hefur umsjónar­ maður sjó­ mannadagsins í Hafnarfirði ára­ tugum saman, og Svanhildur Egilsdóttir, sem sér um fiska­ sýninguna hjá Hafró og Andri Ómarsson. FrÉTTaBLaðið/ anTOn Sjómannadags­ hátíðarhöldin í Hafnarfirði fara fram á Flens­ borgarhöfn, fyrir framan litríku og fal­ legu húsin hjá Hafrannsókna­ stofnun. Sigurður Stefánsson, eigandi Köf­ unarþjónustu Sigurðar, segist alltaf muna eftir björgunar­ störfum Perlu. FrÉTTaBLaðið/GVa 6 kynningarblað 5. júní 2021 LAUGARDAGURSjómannadagurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.