Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 39
hagvangur.is
Electrical Engineer
Electrical Engineer hefur það hlutverk að hanna og
innleiða rafmagnshönnun í kafbáta Teledyne Gavia.
Helstu hlutverk í starfinu eru hönnun á rásum (PCB
design), skjölun og prófanalýsingar fyrir framleiðslu, vinna
með microcontrollers og vinna að innleiðingu á flóknum
rafbúnaði í kafbáta Teledyne Gavia.
Menntun og hæfniskröfur
• B.Sc. í rafmagnsverkfræði eða sambærilegt nám, M.Sc.
er kostur
• Þekking og reynsla af rásahönnun (PCB design).
Þekking á Altium er kostur
• Haldgóð þekking á rafsegulfræði, reynsla af EMC er kostur
• Þekking og reynsla af power electronics og high speed
digital designs er kostur
• Gott vald á ensku í ræðu og riti
• Geta til að vinna í breytilegu umhverfi og brennandi
áhugi á hátækni
• Reynsla af sambærilegu starf er kostur
Software Engineer
Software Engineer hannar og viðheldur hugbúnaði fyrir
kafbáta Teledyne Gavia. Sinnir einnig verkefnastjórnun
þróunarverkefna og innleiðingu á nýrri hegðun og nýjum
skynjurum kafbátanna.
Menntun og hæfniskröfur
• B.Sc. í tölvunarfræði, M.Sc. er kostur
• Þekking á C, C++, Python, embedded development
og microcontrollers er æskileg
• Þekking á róbótum er kostur
• Gott vald á ensku í ræðu og riti
• Geta til að vinna í breytilegu umhverfi og brennandi
áhugi á hátækni
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Senior Accountant
Senior Accountant ber ábyrgð á bókhaldi félagsins. Helstu
verkefni eru færsla og afstemming bókhalds, uppgjör
virðisaukaskatts, framfylgni á mánaðarlegum uppgjörum
ásamt því að framkvæma frávikagreiningar sem og
tilfallandi rekstrargreiningar. Starfið felur auk þess í sér
að aðstoða fyrirtækið við innleiðingu nýs bókhaldskerfis.
Menntun og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi eins og
viðskiptafræðimenntun, viðurkenndur bókari eða
sambærileg menntun
• Reynsla af bókhaldsstörfum eða sambærilegu starfi
er skilyrði
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði,
fagmennska og metnaður í starfi
• Góð Excel-kunnátta og gott vald á ensku í ræðu og riti
Service and Production
Technician
Tæknimanneskja í framleiðslu og þjónustudeild Teledyne
Gavia hefur það hlutverk að sjá um samsetningar, prófanir
og almenna þjónustu á flóknum raf- og vélbúnaði ásamt
samskiptum við viðskiptavini. Einnig nána samvinnu við
þróunardeild og smíði á frumgerðum.
Menntun og hæfniskröfur
• Rafeindavirki eða gráða í hátæknifræði (Mechatronics)
• 2+ ára starfsreynsla af sambærilegu starfi
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 13. júní nk.
Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is.
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is.
Teledyne Gavia ehf. er íslenskt hátæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir ómannaða og
sjálfstýrða kafbáta (Autonomous Underwater Vehicles). Teledyne Gavia framleiðir Gavia AUV,
Osprey AUV og SeaRaptor AUV. Fyrirtækið er í fremstu röð í sínu fagi og selur vörur sínar
víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið er í eigu bandaríska félagsins Teledyne Technologies.
Nánari upplýsingar er að finna á teledynemarine.com/gavia
Spennandi störf hjá
fyrirtæki í fremstu röð
Við erum
á bólakafi
og leitum að
öflugu fólki