Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 72

Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 72
Ég sakna hans og tíminn sem hann er úti er alltaf lengur að líða en dagarnir þegar hann er heima. Ég er hins vegar orðin vön þessu og á góða fjöl- skyldu, vini og vinnufé- laga. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@ frettabladid.is Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar, er gift sjómanninum Guðmundi Bárðarsyni. Hún segir lífið óneitanlega léttara þegar hann er í landi og hún saknar hans þegar hann er á sjó. „Við sjómannskonur þurfum að vera bæði bíll og bílstjóri. Ég get ekki stólað á neinn þegar bíllinn bilar, kemur að dekkjaskiptum eða bera þarf á girðinguna í kringum húsið. Margt hefur þó breyst til batnaðar eftir að net- og síma- samband komst á við skipin. Í gamla daga þurfti Gummi að útbúa umboð fyrir mig til að ég gæti séð um alls konar hluti, sækja póstsendingar til hans, milli- færa af reikningum í bankanum, fasteigna- og bílakaup og fleira og fleira. Núna getur hann séð um sín bankaviðskipti sjálfur og við getum talað saman á hverjum degi,“ segir Steingerður, en manns- efnið var í Stýrimannaskólanum þegar þau kynntust. Það kom henni því ekki á óvart að hann færi á sjóinn en sjómannslífið er vissu- lega krefjandi. „Margir gera sér ekki alveg grein fyrir því hve miklu sjómenn fórna fyrir starf sitt. Þeir missa af stórum augnablikum í lífi barna sinna, ótal veislum og hátíðisdögum, geta ekki stundað öll áhugamál sín og eiga sjaldnast frí þegar aðrir eru í fríi. Það er mikið púsl oft að laga hlutina að útivist þeirra. Skipu- leggja sumarfríið til dæmis. Oft hefur litlu mátt muna hjá okkur þegar túrinn er á síðustu stundu lengdur og við eigum bókað flug til útlanda. Passa þurfti upp á að fermingar barnanna bæru upp á rétta daga og útskriftarveislum var frestað þar til Gummi kom í land. En á móti kemur að hann er heima þegar hann er heima og er til taks fyrir okkur öll. Það kann ég sannarlega vel að meta.“ Langar fjarvistir mynda spennu Þegar Steingerður er spurð hvort það haldi ástinni lifandi að vera svona mikið í sundur hugsar hún sig aðeins um. „Þessu verður að svara já og nei. Langar fjarvistir hvort frá öðru skapa bil á milli fólks. Einhver spenna myndast og væntingar sem erfitt er að standa undir. Báðir aðilar hlakka óskaplega til heimkomunnar og stundum eru vonbrigðin mikil þegar makinn hefur önnur plön en þú eða er bara ekki eins skemmti- legur og þig minnti. Það þarf að vera meðvitaður um þetta og Halda gleðinni í sambandinu Steingerður segir að hún gæti ekki unnið á sjó. „Ég verð svo sjóveik að ég hef orðið veik um borð í skipi við bryggju þegar ég var að sækja eigin- manninn.“ MYND/JÓNATAN GARÐARSSON Guðmundur og Steingerður með barna- barnið, Úlfhildi Andradóttur, og Stefán Sölva Svövuson, systurson hennar. MYND/AÐSEND stundum tekur nokkra daga að ná til baka nándinni og gleðinni í sambandinu. Ég veit að ekki öllum tekst það. Að geta verið í síma- og tölvusambandi allan tímann sem hann er í burtu hjálpar mikið hvað þetta varðar,“ segir hún. Plana lítið fram í tímann Steingerður lætur sér ekki leiðast á meðan Guðmundur er á sjónum. „Ég sakna hans og tíminn sem hann er úti er alltaf lengur að líða en dagarnir þegar hann er heima. Ég er hins vegar orðin vön þessu og á góða fjölskyldu, vini og vinnu- félaga. Þegar Gummi er í landi verður óneitanlega allt léttara. Það er meira gaman að elda góðan mat, skreppa í ferðalög eða fara í bíó þegar þú hefur félaga. Við höfum yfirleitt þann háttinn á að skipuleggja ekki neitt en tökum oft skyndiákvarðanir og skellum okkur þá í borgarferð eða skrepp- um út á land.“ Þau hjónin eiga tvö uppkomin börn en starfsins vegna gat Guð- mundur ekki tekið þátt í barna- uppeldinu af fullum krafti. „Hann sá mjög fljótt að hann gæti aldrei orðið sá sem sæi um agann. Þegar börnin voru yngri var hann fjóra daga í mánuði í landi svo hann reyndi að njóta stundanna með þeim fremur en að leggja þeim lífsreglurnar. Ég man enn hvað okkur fannst stórkostlegur munur þegar fríið varð sjö dagar í mánuði. Síðustu áratugi hefur Gummi farið einn túr og svo næsta í frí þann- ig að hann er hálft árið í burtu og hálft árið heima. Dóttir okkar fékk að njóta þess tíma um stund en sonurinn var orðinn fullorðinn áður en það komst á.“ Sjórinn kallar Guðmundur hefur verið við- loðandi sjóinn meira og minna alla ævi. „Afi hans og móðurbróðir áttu litla trillu og hann var á sumrin hjá þeim og fór stundum með í róðra. Pabbi hans var loftskeytamaður á Akureyrartogurunum og hann fór með honum í siglingu tólf ára gam- all. Núna vinnur Gummi um borð í frystitogaranum Stefano, sem er gerður út af Reyktal í Danmörku, og er mest við rækjuveiðar í Bar- entshafi,“ segir Steingerður og játar að stundum hafi hún áhyggjur af eiginmanninum úti á sjó, sérstak- lega í vondum veðrum. „Samt eru skipin mun öruggari nú og hjálpin öflugri ef eitthvað bregður út af. Ef ég veit að hann er veikur eða undir miklu álagi hef ég kannski ekki beint áhyggjur en þá óska ég þess oft að hann gæti bara skotist heim og slakað á í smástund.“ Hefðir þú kosið að hann veldi sér annan starfsvettvang en sjó- mennskuna? „Það var ekki mitt að velja honum ævistarf. Hann hefur nokkrum sinnum gert tilraun til að breyta til og ég studdi hann í því. Sjórinn kallaði hins vegar alltaf á hann aftur og það hefur líka sína kosti þótt starfið sé erfitt og því fylgi einangrun og sökn- uður.“ Gætir þú hugsað þér að vera sjálf á sjó? „Nei, það gæti ég ekki. Ég verð svo sjóveik að ég hef orðið veik um borð í skipi við bryggju þegar ég var að sækja hann. Sjórinn heillar mig ekki.“ n Síldarvinnslan sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur á sjómannadaginn 12 kynningarblað 5. júní 2021 LAUGARDAGURsjómannadagurinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.