Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 84

Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 84
Og mér hefur æ síðan verið ljóst að auð- magnið þarf ekkert endilega að eyðileggja fólk. Og gera það blint á samfélagið. Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@hringbraut.is Manninum er gjarnt að gera lítið úr líf­ríkinu í kringum sig – og nefna það öllum illum nöfn­ um, enda standi honum – sjálfum homo sapiens – ekkert á sporði, hvort heldur er litið til hugsunar eða atgervis. Hann eigi að heita æðstur, þróað­ astur, merkilegastur. Þess vegna mælir hann svo að einhver gróður jarðar eigi að heita arfi en annar skrautjurtir. Það beri að fjarlægja hann þann fyrrnefnda, uppræta, útrýma. Og af þeim sömu sökum segir hann apa vera vit­ lausari en aðrar skepnur jarðar. Það megi hafa gaman af þeim, hlæja að þeim. Altso, af aurunum verði menn apar. Asnakjálkar, kindarlegir, þorskhausar. Alveg dýrvitlausir.  En það eru peningarnir. Nefni­ lega aurarnir, seðlarnir. Þar liggur vandinn. Þeir koma gjarnan upp um menn. Og gera þá, suma hverja, að sullukollum, fulla af yfirlætishroka, uppbelgdu drambi og dreissug­ heitum. En ekki apana. Aldrei apana. Sem þurfa raunar ekki aurinn.  Ég hef átt því láni að fagna að kynnast jafnt ofsaríku fólki og sárafátæku á fréttamannsferli mínum um kringlu heimsins – og í endurlitinu er þar ekki endilega að finna mikinn mun á þeim hóp­ unum tveimur, alltént hvað inni­ haldið í viðkynningunni varðar. Enda er það oftast svo að fólk er fólk, hvað svo sem það á í vasanum – og ef undantekningunum sleppir, altso þóttafullu merkikertunum sem telja sig vera hafin yfir aðra í samfélaginu, eiga það og mega það – og á ég þar við efnaðasta hópinn, er alltaf einhver sálarnæring í sam­ talinu.  Fátækt fer misjafnlega með fólk. Man sérstaklega eftir honum Sidney sem ég hitti um árið á landa­ mærum Simbabve og Mósambík. Þar sat hann í forsælunni af greinaríkri eik, en allt í kring var eyðilegur melur uppi á hásléttu sem virtist ekkert geyma nema litlu híbýlin sem reist voru úr hríslum og mykju, en þar innandyra voru konan, börnin og húsdýrin. Þarna settist ég niður og ræddi við Sidney, augliti til auglitis, á einum fátækasta bletti jarðar, en þess þá heldur að lifnað hafi yfir samtalinu þegar heimamaðurinn komst að því að ég væri Íslendingur; sjálfur hefði hann nefnilega hleypt heim­ draganum á yngri árum og haldið alla leið að ströndum Namibíu til að freista gæfunnar, hefði kynnst þar manni að nafni Baldri, hvítum mjög á hörund eins og ætti við um mig, en hann hefði, sá langt að komni maður, verið að kenna innfæddum fiskveiðar og netagerð. Og Sidney hefði fengið að slást í hópinn – og jújú, hann væri sumsé sjómanns­ menntaður á íslenska vísu. Og við hlógum að þessu, undir eikinni, því hvaða líkur væru á því að hann hitti Íslending á nýjan leik? Svo til engar, en þarna værum við nú samt sem áður, báðir tveir, undir afr­ ískri sól, ólíkir að einu leyti, litnum. Ég spurði Sidney af hverju hann hefði snúið heim. Og ég gleymi aldrei svarinu, enda horfði hann ákveðið í augu mín þegar hann svar­ aði mér: Hann hefði fengið heimþrá. Og einmitt þá áttaði ég mig á því að hamingjan er ekki mæld í pen­ ingum heldur einhverju allt öðru og ólíku ríkidæmi.  Og milljarðarnir fara misjafnlega með fólk. Mörgum árum áður en ég reikaði um hásléttur sunnanverðrar Afríku átti ég því láni að fagna, rétt rúm­ lega tvítugur sláninn ofan af Íslandi, að taka þátt í ungskáldaþingi í borginni Montreux á austurenda Genfarvatns, þar sem rætur sviss­ nesku Alpanna liggja í lágum. Og ekki hafði ég hugmynd um það fyrr en ég var kominn á staðinn að ungur evrópskur auðmaður, ættaður jafnt frá Frakklandi, Sviss og Þýskalandi, væri upphafsmaðurinn að þessu þingi og greiddi fyrir allan kostnað þess, dágóðan skildinginn, enda gist­ ing, matur og ferðir í boði þessa eins og sama manns, fyrir svo sem þrjátíu skáld, hvaðanæva að úr Evrópu. Þegar við ókum hlykkjótta slóðana upp á kambinn, þeirra erinda að setja þingið í fjallaskála auðmannsins, reyndi ég að átta mig á því hver hann væri úr hópi þessara litríku farþega í risastórri rútunni. En mér var fyrirmunað að koma auga á hann, svo vel sem hann virtist falla í hópinn. Og það var ekki fyrr en langferðabifreiðin stöðvaðist frammi á ystu nöf á einu þverhnípinu utan í snarbröttum Ölpunum að hann stóð upp – og bauð okkur hinum að viðra okkur, skoða herlegheitaútsýnið. Og hann var einmitt ekkert ósvipaður okkur hinum, kannski kominn á fertugs­ aldurinn, en klæðnaðurinn, hár­ greiðslan og holningin var meira í ætt við skringilega listaspíru en mikillátan auðjarl. Svo benti hann á kastala í fjarska, frammi á háum bergstapa, en þangað var örmjótt einstigi úr meginbálknum – og til þess staðar væri för okkar heitið, þar væri þessi svonefndi fjallaskáli hans. Og hvorki fyrr né síðar hef ég komið inn í tilkomumeiri bústað á ævi minni, ef bústað skyldi kalla, því kastalinn, sem reistur hafði verið á sautjándu öld úti á þessu þverbeina meitilbergi, var eins og víðgelmir á að líta þegar inn var komið, á fjórum hæðum – og á neðsta palli, þar sem opnunarhá­ tíðin fór fram, var að finna stærstu og nákvæmustu endurgerð af lesta­ kerfi Alpanna sem sögur fara af, á að giska tíu metrar í þvermál og einir fimm á hæðina.  Þar na stóðum við skáldin, umhverfis föngulegustu leikfanga­ lest álfunnar, með titrandi kampa­ vínsglösin í hendi, allsendis andlaus um stund. Og komum ekki upp orði.  Næstu þrjá daga ungskáldaþings­ ins varð okkur smám saman ljóst að auðmaðurinn sem borgaði ofan í okkur mjöðinn og matinn væri valinkunnur fagurkeri og listvinur á þessum slóðum, legði mynd­ listarmönnum til aðstöðu og héldi úti sýningarsölum af bestu sort, en þess utan styrkti hann samkomur allra handa kúnstnera í löndunum í kringum Alpana. Þetta væru hans ær og kýr, yndi og eftirlæti, en allan ættarauðinn vildi hann, einbirnið vel að merkja, nota í þágu hinna skapandi greina, þar væri eina ástríða hans komin.  Man enn þá samtalið, þar sem við sátum á bekk fyrir utan veitingastað í Montreux, auðmaðurinn og ég, eitt síðdegið í Sviss – og við spjöll­ uðum svolítið um daginn og veginn í fáeinar mínútur. Yfirlætisleysið og hæverskan var áberandi, gott ef ekki alþýðleikinn. Og mér hefur æ síðan verið ljóst að auðmagnið þarf ekkert endilega að eyðileggja fólk. Og gera það blint á samfélagið. Ekki frekar en fátæktin. n Af aurunum og öpunum ÚT FYRIR KASSANN 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.