Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 100

Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 100
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is n Lífið í vikunni 30.05.21 05.06.21 Ég vonast bara til að það verði leitað til mín áfram og að ég sé orðinn þekktur sem gaurinn sem er tilbú- inn að taka að sér svona verkefni. Tónskáldið Biggi Hilmars, stundum kenndur við Ampop, samdi lagið Hope Grows við YouTube-mynd- band sem ætlað er að afla alþjóðlegu átaki fjár til björg- unar hverfandi kóralrifja. Fljótandi tónar hans eru einn- ig hugsaðir til þess að vekja bjartari framtíðarvon. thorarinn@frettabladid.is Kóralrifjum heimsins hefur lengi stafað hætta af hlýnun og súrnun sjávar og mikið er í húfi þar sem þau eru tilvistargrundvöllur fjölda tegunda sjávardýra, auk þess sem hrun í fiskveiðum er fyrirsjáanlegt njóti kóralanna ekki við. „Ég er búinn að vera umhverfis- verndarsinni frá því ég var polli. Fyrsta plata Ampop fjallaði náttúr- lega bara um umhverfismál og ég er ákaflega stoltur af því að hafa verið valinn til þess að semja tónlist fyrir þetta risavaxna verkefni,“ segir tón- skáldið Biggi Hilmars, um aðkomu sína að stærsta kóralbjörgunarverk- efni heims sem kennt er við SHEBA Hope Reef. Biggi var á árum áður þekktastur sem söngvari og gítarleikari hljóm- sveitarinnar Ampop en hefur á síð- ustu árum fest sig rækilega í sessi sem höfundur tónlistar fyrir kvik- myndir og sjónvarp. Hróður hans sem slíkur varð í raun til þess að hann var sérvalinn til þess að semja tónlistina við You- Tube-myndbandið The Film That Grows Coral, eða Kvikmyndinni sem ræktar kóral, og er ætlað að efla fólki bjartsýni og dug og safna um leið liði og fé til baráttunnar fyrir verndun kóralrifjanna. Vonin sem vex „Það er von, en það er núna eða aldr- ei,“ segir Biggi, en lagið hans, Hope Grows, hefur verið fáanlegt á öllum streymisveitum í rúma viku. Biggi fylgdi útgáfunni síðan eftir á þriðju- daginn með frumsýningu tónlistar- myndbands við lagið. Biggi segir lagið hafa gengið mjög vel fyrstu vikuna á vefnum. „Þannig að það er vonandi eitthvað að safnast í sarpinn,“ segir Biggi og bætir við að byrja eigi á því að endurheimta kór- alrifið Salisi Besar, eða Vonarrifið, í Indónesíu en með auknum fjár- stuðningi verði síðan fleiri og fleiri kóralrif tekin fyrir og endurheimt. „Þetta verkefni er bara rétt að byrja og myndinni og tónlistinni er ætlað að safna fjármagni og hvetja önnur félög eða fyrirtæki, stór og smá, út um allan heim til að taka þátt. Allar tekjurnar af streymi þessa verks renna beint til þessara mála í gegnum náttúruverndar- sjóðinn Nature Conservance.“ Þar sem hjartað slær Framleiðslufyrirtækið Radford Music í London, sem sérhæfir sig í kvikmyndatónlist hvers konar, hafði gefið fyrri verkum Bigga gaum og kom að ráðningu hans. „Þetta var svolítið ævintýri,“ segir Biggi sem var valinn úr hópi þekktra tónskálda. „Það vann alltaf með mér að ég var búinn að gera svo mikið tengt hnattrænni hlýnun og þau vissu að þetta er mér hjartans mál. Það má segja að ég sé farinn að laða að mér verkefni sem snerta á hlýnun jarðar og þessi verkefni sem ég hef unnið að á seinustu árum hafa einhvern veginn bara svolítið komið til mín.“ Biggi rekur upphaf þess til sýnd- arveruleikamyndar um mannskæð- an eldsvoðann í Grenfell-turninum í London 2017. „Þetta tilraunaverk- efni heppnaðist svona rosalega vel og var eiginlega það fyrsta sem ég gerði sem skipti máli fyrir eitthvað sem mætti kalla göfugri málstað.“ Í kjölfarið fylgdi heimildarmynd- in The Last Igloo sem fjallar í raun um bráðnun hafíssins og samfélag veiðimanna á Grænlandi sem er því á hverfanda hveli. Hann samdi einn- ig tónlistina fyrir sænsk-íslensku spennuþáttaröðina Thin Ice sem gerðist mikið til á Grænlandi með hnattræna hlýnun í brennidepli. Þá samdi Biggi nýlega tónlistina við heimildarævintýrið Arctic Drift sem fjallar um 50 vísindamenn sem ferðast á ísbrjóti á Norðurheim- skautið og festast þar. „Hingað til er ég nú búinn að vera meira að fást við Norðurheimskautið þannig að það var gott að komast á suðrænar slóðir og ég vonast bara til að það verði leitað til mín áfram og að ég sé orðinn þekktur sem gaurinn sem er tilbúinn að taka að sér svona verkefni,“ segir Biggi sem vinnur nú að sinni fjórðu sólóplötu. n Tónaflóð bjargar kóralrifi Biggi segist njóta þess að hafa alist upp við vatn, veiðiskap og íslenska náttúru og eins og margir Íslendingar hafi jarð- nándin gert hann ungan að náttúruverndarsinna. MYND/MARÍA KJARTANS Lúxus í sumarbústað Kvikmyndin Saumaklúbburinn er komin í bíó. Þar segir af ævin- týralegri sumarbústaðaferð fimm vinkvenna. Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir leikur eina vinkonuna og segir dvölina í bústaðnum hafa verið æðislega reynslu og lúxus. Léttfetar við Laxárbakka Saman kalla laxveiðikempurnar og myndlistarmennirnir Björn Roth, Jón Óskar og Kristján Steingrímur Jónsson sig Léttfeta og opnuðu sem slíkir málverkasýningu í Veiðihús- inu við Laxá í Kjós á föstudaginn. Sýningarstjóri er sjálfur Siggi Hall. Leiðarljós amiinu Kvartettinn amiina rauf tæplega fimm ára útgáfuhlé á föstudag með útgáfu smáskífu og mynd- bands við lagið Beacon, sem er for- smekkurinn af því sem koma skal með þriggja laga þröngskífunni Pharology sem kemur út 26. júní. Hangið á baki Tara Njála og Silfrún Una ætla að skella gestum á bak listatuddanum á sýningunni Ride the Art sem verður opnuð í dag. Þá gefst tæki- færi til að reyna að halda sér á baki skúlptúrs sem sveiflast fram og til baka líkt og tuddi á kúrekasýningu. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Sumar útsalan í fjórum verslunum Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði | HEILSUDÝNUR OG –RÚM | MJÚK- OG DÚNVÖRUR | SVEFNSÓFAR | SMÁVÖRUR | STÓLAR | SÓFAR | BORÐ SMÁRATORGI OPIN Á SUNNUD. KL. 13–17 Sumarútsala ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR www.dorma.is VEFVERSLUN ALLTAF OPIN 44 Lífið 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.