Þjóðmál - 01.09.2017, Page 60

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 60
58 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Það er kunnara en frá þurfi að segja að næsta viðmiðunarár ríkisstjórnarinnar við misheppnaða markmiðasetningu hennar í loftslagsmálum er 2030. Stærsti þátturinn sem stjórnvöld geta haft áhrif á er innanlandssam- göngurnar og þar vega ökutækin þyngst, eða 93%. Vandamál ríkisstjórnarinnar með skuld- bindinguna frá París 2015 snýr að eldsneytis- notkun ökutækjaflotans. Tveir ráðherrar hafa í sumar (2017) tjáð sig um þetta. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, tjáði þjóðinni þann vilja sinn að ökutækjaflotinn yrði orðinn kolefnisfrír árið 2030. Í stuttu máli sagt er þessi hugmynd gjörsamlega út í hött. Þótt ráðherrann hafi hugsanlega aðeins átt við fjölskyldubílana, leigubíla og bílaleigubíla þyrfti hlutdeild slíkra umhverfisvænna nýrra bíla nú þegar að vera 100% til að allur þessi bílafloti verði orðinn kolefnisfrír eftir 13 ár, en hún er aðeins 8% árið 2017. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, tjáði sig með mun raunsærri hætti um þessi mál. Hún tjáði þann vilja sinn að hlutdeild umhverfis- vænna ökutækja í nýjum tækjum árið 2030 yrði 100%. Þetta er ekki útilokað varðandi fjöl- skyldubíla, leigubíla, bílaleigubíla og sendibíla en vart mögulegt fyrir stórar rútur, vörubíla og vinnuvélar. Þetta er jafnframt metnaðarfyllra markmið en fram kemur í tillögu ráðherra á vorþingi um orkuskipti, þar sem miðað var við að 40% ökutækjaflotans yrðu orðin umhverfis- væn árið 2030. Þingmenn og ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að veruleg flýting umfram það sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ) árið 2017, Ísland og loftslagsmál, mun kosta hraðari innviðauppbyggingu og jafnframt aukna hagræna hvata til neytenda, t.d. á formi skattaafsláttar við kaup á nýjum rafmagnsbíl. Tækniþróun bílaiðnaðarins verður varla tilbúin fyrir þennan hraða orkuskiptanna. Líklega næst ekki markmið stjórnvalda um 40% minni losun frá umferð árið 2030 en árið 1990, en það getur orðið enn dýrara að reyna að flýta orkuskiptun- um meir en tækniþróunin gefur tilefni til. Í tilvitnaðri skýrslu HHÍ er reiknað með að hlut- deild umhverfisvænna ökutækja af heildar- flotanum árið 2020 verði 10%, eins og markmið yfirvalda er. Hverfandi líkur eru á að svo verði, enda verður hlutfallið 2017 aðeins um 1% og það má kraftaverk heita ef þetta hlutfall slyðrast upp í 5% árið 2020. Því er um að kenna að eldsneytisverð hefur verið lágt síðan 2014 og eldsneytisnýtni ökutækjanna batnar með hverri árgerðinni, svo að það borgar sig aðeins fyrir þá sem mest aka að kaupa umhverfisvæna bíla, þar sem þeir eru enn dýrari en hinir í innkaupum. Uppsetning rafhleðslustöðva í þéttbýli gengur enn fremur löturhægt. Fæstir hafa aðgang að nægilega stórum tengli heima við fyrir hleðslutæki bílanna. Jafnvel einbýlishúsaeigendur búa margir hverjir við einfasa stofn að húsi sínu, en hleðslutæki rafbíla með drægni lengri en 150 km eru yfirleitt þriggja fasa. Í framangreindri skýrslu HHÍ er reiknað með eftirfarandi hlutdeild rafmagnsbifreiða: Forsendur skýrsluhöfundar voru engir frekari hvatar til bílkaupenda að velja sér rafknúinn bíl og tiltölulega hægur stígandi í hlutfalli eldsneytiskostnaðar og rafmagnskostnaðar. Ef stjórnvöld ætla að flýta orkuskiptunum umfram það sem hér kemur fram verða þau að setja aukið fjármagn í þau. Brýnast er að gera öllum bíleigendum kleift að hlaða rafmagnsbifreið sína heima við og vinnuveitendur þurfa að gera starfsmönnum kleift að hlaða á vinnustað. Á meðan rafmagnsbílarnir eru meira en 10% dýrari en hinir kann að verða nauðsynlegt að veita rafbílakaupendum skattaívilnun. Flokkur 2030 2040 2050 Fjölskyldubílar 33% 35% 71% Sendiferðabílar 23% 35% 71% Vörubílar 0% 25% 50% Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, tjáði þjóðinni þann vilja sinn að ökutækjaflotinn yrði orðinn kolefnisfrír árið 2030. Í stuttu máli sagt er þessi hugmynd gjörsamlega út í hött.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.