Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 60
58 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Það er kunnara en frá þurfi að segja að næsta viðmiðunarár ríkisstjórnarinnar við misheppnaða markmiðasetningu hennar í loftslagsmálum er 2030. Stærsti þátturinn sem stjórnvöld geta haft áhrif á er innanlandssam- göngurnar og þar vega ökutækin þyngst, eða 93%. Vandamál ríkisstjórnarinnar með skuld- bindinguna frá París 2015 snýr að eldsneytis- notkun ökutækjaflotans. Tveir ráðherrar hafa í sumar (2017) tjáð sig um þetta. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, tjáði þjóðinni þann vilja sinn að ökutækjaflotinn yrði orðinn kolefnisfrír árið 2030. Í stuttu máli sagt er þessi hugmynd gjörsamlega út í hött. Þótt ráðherrann hafi hugsanlega aðeins átt við fjölskyldubílana, leigubíla og bílaleigubíla þyrfti hlutdeild slíkra umhverfisvænna nýrra bíla nú þegar að vera 100% til að allur þessi bílafloti verði orðinn kolefnisfrír eftir 13 ár, en hún er aðeins 8% árið 2017. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, tjáði sig með mun raunsærri hætti um þessi mál. Hún tjáði þann vilja sinn að hlutdeild umhverfis- vænna ökutækja í nýjum tækjum árið 2030 yrði 100%. Þetta er ekki útilokað varðandi fjöl- skyldubíla, leigubíla, bílaleigubíla og sendibíla en vart mögulegt fyrir stórar rútur, vörubíla og vinnuvélar. Þetta er jafnframt metnaðarfyllra markmið en fram kemur í tillögu ráðherra á vorþingi um orkuskipti, þar sem miðað var við að 40% ökutækjaflotans yrðu orðin umhverfis- væn árið 2030. Þingmenn og ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að veruleg flýting umfram það sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ) árið 2017, Ísland og loftslagsmál, mun kosta hraðari innviðauppbyggingu og jafnframt aukna hagræna hvata til neytenda, t.d. á formi skattaafsláttar við kaup á nýjum rafmagnsbíl. Tækniþróun bílaiðnaðarins verður varla tilbúin fyrir þennan hraða orkuskiptanna. Líklega næst ekki markmið stjórnvalda um 40% minni losun frá umferð árið 2030 en árið 1990, en það getur orðið enn dýrara að reyna að flýta orkuskiptun- um meir en tækniþróunin gefur tilefni til. Í tilvitnaðri skýrslu HHÍ er reiknað með að hlut- deild umhverfisvænna ökutækja af heildar- flotanum árið 2020 verði 10%, eins og markmið yfirvalda er. Hverfandi líkur eru á að svo verði, enda verður hlutfallið 2017 aðeins um 1% og það má kraftaverk heita ef þetta hlutfall slyðrast upp í 5% árið 2020. Því er um að kenna að eldsneytisverð hefur verið lágt síðan 2014 og eldsneytisnýtni ökutækjanna batnar með hverri árgerðinni, svo að það borgar sig aðeins fyrir þá sem mest aka að kaupa umhverfisvæna bíla, þar sem þeir eru enn dýrari en hinir í innkaupum. Uppsetning rafhleðslustöðva í þéttbýli gengur enn fremur löturhægt. Fæstir hafa aðgang að nægilega stórum tengli heima við fyrir hleðslutæki bílanna. Jafnvel einbýlishúsaeigendur búa margir hverjir við einfasa stofn að húsi sínu, en hleðslutæki rafbíla með drægni lengri en 150 km eru yfirleitt þriggja fasa. Í framangreindri skýrslu HHÍ er reiknað með eftirfarandi hlutdeild rafmagnsbifreiða: Forsendur skýrsluhöfundar voru engir frekari hvatar til bílkaupenda að velja sér rafknúinn bíl og tiltölulega hægur stígandi í hlutfalli eldsneytiskostnaðar og rafmagnskostnaðar. Ef stjórnvöld ætla að flýta orkuskiptunum umfram það sem hér kemur fram verða þau að setja aukið fjármagn í þau. Brýnast er að gera öllum bíleigendum kleift að hlaða rafmagnsbifreið sína heima við og vinnuveitendur þurfa að gera starfsmönnum kleift að hlaða á vinnustað. Á meðan rafmagnsbílarnir eru meira en 10% dýrari en hinir kann að verða nauðsynlegt að veita rafbílakaupendum skattaívilnun. Flokkur 2030 2040 2050 Fjölskyldubílar 33% 35% 71% Sendiferðabílar 23% 35% 71% Vörubílar 0% 25% 50% Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, tjáði þjóðinni þann vilja sinn að ökutækjaflotinn yrði orðinn kolefnisfrír árið 2030. Í stuttu máli sagt er þessi hugmynd gjörsamlega út í hött.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.