Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 6
Kápumynd
Anna Þórhallsdóttir er fædd á Seyðisfirði 31.12.1925, dóttir hjónanna Sigrúnar Guðlaugsdóttur
frá Fremstafelli í Köldukinn og Þórhalls Helgasonar frá Skógargerði í Fellum. Hún flutti með
foreldrum sínum og systkinum í Ormsstaði í Eiðaþinghá fjögurra ára gömul og hefur búið þar
síðan. Fyrstu minningar hennar um listsköpun er þegar hún notaði spássíumar á Tímanum til
að teikna á og þá fyrst myndir af burstabæjum. Þegar hún fór síðan í Alþýðuskólann á Eiðum
naut hún tilsagnar Þórarins Þórarinssonar skólastjóra í teikningu.
Milli tvítugs og þrítugs lá síðan leiðin til Reykjavíkur þar sem hún stundaði nám í einn
vetur í skóla Félags íslenskra frístundamálara sem var forveri Myndlistarskólans í Reykjavík.
Þar lærði hún meðal annars módelteikningu og gerð gifsafsteypur, en meðal kennara þar vora
Hörður Ágústsson listmálari og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Anna hefúr lagt stund
á myndlist í tómstundum sínum allar götur síðan. Hún hefúr verið starfandi með Myndlistar-
félagi Fljótsdalshéraðs frá upphafi og er nú elsti meðlimur félagsins. Á níræðisafmæli Önnu
var haldin sýning í húsnæði því á Eiðum sem eitt sinn hýsti grunnskólann, þar voru til sýnis
verk sem spönnuðu allan ferilinn.
Forsíðumyndin er af öðrum Nikurfossinum sem er í Gilsánni þar sem hún fellur út úr
gilinu milli bæjanna Gilsárteigs og Ormsstaða í Eiðaþinghá. Myndefnið á mörgum verkum
Önnu er einmitt sótt í nærumhverfi Ormsstaða. Ljósmynd af verkinu tók Pétur Sörenson.
Höfundar efnis:
Baldur Pálsson, f. 1949, slökkviliðsstjóri Brunavama á Austurlandi, búsettur í Fellabæ.
Erla Dóra Vogler, f. 1983, ferða- og menningarfulltrúi Djúpavogshepps, búsett á Djúpavogi.
Guðmundur Ámason, f. 1871 - d. 1966, bóndi á Gilsárstekk í Breiðdal.
Helgi Hallgrímsson, f. 1936, líffræðingur og rithöfundur, búsettur á Egilsstöðum.
Hjörleifur Guttormsson, f. 1935, náttúrufræðingur og rithöfundur, búsettur í Reykjavík.
Hrafnkell Lámsson, f. 1077, sagnfræðingur, búsettur í Reykjavík.
Ingimar Sveinsson, f. 1927, íyrrverandi skólastjóri, búsettur á Djúpavogi.
Jónas Pétursson, f. 1910 - d. 1997, alþingismaður og bústjóri að Skriðuklaustri í Fljótsdal.
Jón Frímannsson, f. 1932, rafvírkjameistari, búsettur á Akranesi.
Margrét Ivarsdóttir, f. 1900 - d. 1991, húsfreyja og kennari á Sævarenda í Loðmundarfirði og viðar.
Sævar Sigbjamarson, f. 1932, fyrrv. bóndi og oddviti í Rauðholti, Hjaltastaðaþinghá, búsettur á Egilsstöðum.
Vésteinn Olason, f. 1939, prófessor, búsettur í Reykjavík.
Vigfús Jónsson, f. 1873 - d. 1953, verkstjóri á Reyðarfirði.
4