Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 12
Múlaþing
Gamli bœrinn á Gilsárstekk rétt áður en hann var rifinn. A myndinni eru m.a. hjónin Hlíf Magnúsdóttir og Páll
Guðmundsson með synina Baldur og Magnús. Eigandi myndar: Vésteinn Olason.
fólks og annarra sem dvöldust á Gilsárstekk
um lengri eða skemmri tíma. Bæði tóku þau
virkan þátt í félagsmálum í sveitinni.
Árið 1905, meðan Ámi er enn á lífi, bregða
Páll og Ragnhildur búi á Gilsá og flytjast að
Gilsárstekk ásamt Þorbjörgu yngri dóttur sinni
og einhverju vinnufólki. Gilsárstekkur fær þá
afnot af 1/3 Gilsár, en þeim lýkur 1915. Þau
hjón fluttu svo til Þorbjargar dóttur sinnar,
að Höskuldsstöðum 1916. Árin eftir að Páll
og Ragnhildur fluttust að Gilsárstekk hefur
verið þar æði mannmargt.
Nú er mál til komið að víkja að búskapnum.
Fyrsta árið sem Ámi Jónsson í Fagradal gerir
heytöflu 1884 er byrjað að slá 17. júlí, taða
verður 66 hestar, úthey 93, samtals 159 hestar.
Tekið er fram að tíðarfar hafi verið erfitt og
slæm grasspretta, en æði miklar fymingar
séu til, þrátt fyrir vondan vetur og hörmunga
tíðarfar bæði undanfarin sumur 1882 og 1883.
Síðasta árið í Fagradal 1890 er heyfengur
heldur meiri, samtals 208 og hálfur hestur.
Heyfengur á Þorvaldsstöðum er mestur
síðasta árið, 1899, 290 hestar, enda er taðan
nú orðin nær 90 hestburðir, túnið hefur verið
sléttað og stækkað — en fleira var unnið þar.
Guðmundur skrifar: „Á þessum 9 ámm vom
byggð: baðstofa, skemma, 3 heyhlöður - er
engar vom til - og fénaðarhús fyrir 130 íjár,
einnig nýtt Ijós - fýrir þrjá gripi. Ennfremur
mikið unnið að þúfnasléttu til stækkunar túns
með útgræðslu. Sbr. töðu aukning. Öll árin á
Þorvaldsstöðum vom meiri og minni heyfym-
ingar; einkum síðari árin.“ — Víða kemur
fram að þeir feðgar hafa lagt mikið kapp á að
hafa fymingar til tryggja sig gegn áföllum í
hörðum vetram.
Að Gilsárstekk
Árið 1890 flytja feðgamir að Gilsárstekk,
þar sem þeir bjuggu einir, og eru nú báðir
taldir bændur. Töðufengur fyrsta sumarið er
122 hestar og úthey 263, samtals 385 hestar.
„Heyforði á hausnóttum með fymingum 415
hestar“ stendur í skýringum. Augljóst er af
því sem segir um heilsufar Áma að hitinn
og þunginn af búskapnum, einkum heyöflun,
hefur hvílt á Guðmundi og vinnufólki frá því
fyrir 1890. Á Gilsárstekk fer Guðmundur
einn fyrir búinu til ársins 1932. Þá byggir
hann Páli syni sínum jörðina en telst sjálfur
húsmaður. 1931 erheyfengur411 hestar, taðan
10