Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 14
Múlaþing
annað sinn sem húsin em endurbyggð frá alda-
mótaárinu... 1930 vom Hólshúsin og hlaðan
byggð og stækkuð, em nú tvö hús, 120 fjár
og 140 hesta [hlaða]. 1932 [var] kúahlaðan
byggð upp úr því sama en veggir kalkaðir.
1934 fjósið í 3. sinn.“ Margt fleira má lesa
um framkvæmdir í minnisbókum hans.
Anna Aradóttir lýsir húsakosti á Gilsár-
stekk í Breiðdælu og segir að lokum: „Mesti
myndarbragur var á öllu, jafnt úti sem inni,
eins og á fleiri heimilum í Breiðdal. Eg hefí
aldrei komið svo að Gilsárstekk, að ég hafí
ekki dáðst að allri umgengni.“
Bylting verður í húsakosti þegar Páll
byggir nýtt íbúðarhús 1939. 1943 eru tún
sléttuð með dráttarvél búnaðarfélagsins, og
1945 kaupir Páll Farmall dráttarvél. Ný öld
er hafín. Á þeim tíinamótum læt ég staðar
numið. En söguna mætti rekja áfram eftir
þeim heimildum sem Guðmundur og síðan
Páll hafa látið eftir sig.
Þegar litið er yfir þessa búskaparsögu fram
til 1940 og það orð sem fór af búskap á Gils-
árstekk mætti ætla að Guðmundur Ámason
hafi verið orðinn vel efnaður bóndi þegar þar
var komið sögu. Hann var vel undir starf sitt
búinn, kappsamur til verka, áhugasamur um
nýja tækni sem bætt gæti afköstin og stóð
fyrir allstóm búi af reglusemi og skömngs-
skap að allra dómi. En hann hóf búskapinn
á Gilsárstekk sem leiguliði. Gefum honum
orðið sjálfum:
Eins og fyrr er sagt, fluttum við feðgar að
Gilsárstekk vorið 1900, sem leiguliðar;
höfðum félagsbú. Mér var byggð jörðin
... Kaupa varð ég hús fyrir háa upphæð
- þeirra tíma. Tvö þeirra ágæt, baðstofa
og framhús. Önnur sæmileg. Árið 1914
réðist ég í að kaupa jörðina, þó vitandi
vits að búið gat ekki í hasti gefið tekjur til
greiðslu jarðar verðsins, umfram búrekstur.
Niðurstaðan var því sú að taka lán í banka
til að borga hana, sem síðar varð mér fjötur
um fót ásamt fleiru; svo sem vond verzlun-
arviðskipti, háir bankavextir, heilsubrestur
og fleira.
Ár og atburðir líða fram yfir 1930.
Næstu ár nefnd kreppuár. Þau reyndust
skuldugum bændum afar erfið. Ógern-
ingur að geta staðið í skilum með skuld-
bindingar; síst við bankana. - I þessu
öngþveiti lenti ég með þeim afleiðingum
að jörðin með húsum og mannvirkjum
var seld á nauðungaruppboði í september
1934. Skuldarupphæðin var um 6000 kr.
En jarðeignin með húsum vafalítið 12000
kr. virði. Ástæðan fyrir sölunni var sú, að
ég gat ekki í skilum staðið við bankann,
en þeim vanskilum olli; fyrst mjög erf-
iður fjárhagur fyrir afar hátt verð á öllum
útlendum vörum stríðsárin 1914-18, og
að því loknu verðhrun, í mörg ár, eða til
ársins 1940. Á þeim árum var verðlag afar
brejdilegt og alltaf mjög vont, nema 1919.
En svo hófst verðhrunið.
Áður en þetta skeði, eða 1932, byggði
ég Páli syni mínum jörðina. Eg taldist
húsmaður. Með sölu hennar var ábúðinni
ekki hnekkt. Enn liðu árin. 1942,27. apríl,
kaupir Páll jörðina og býr þar nú.
Guðmundur Ámason hafði alla ævi lagt kapp
á að standa í skilum með allar sínar skuld-
bindingar stórar og smáar. Þetta gjaldþrot varð
honum því áfall sem hann beið aldrei bætur
innra með sér, þótt ætíð væri hann glaðvær
á ytra borði. Sannarlega gladdist hann þegar
Páll keypti jörðina aftur, en gjaldþrotið hefur
valdið því að í minningabrotum hans frá efri
árum koma víða óbeint fram áhyggjur af því
hvort fjárfestingar búsins muni skila tilætl-
uðum verðmætum. Ekki svo að skilja að hann
vantreysti dómgreind Páls, en hann óttaðist
vafalaust að erfíðir tímar og verðfall afurða
gæti aftur stefint fjárhagnum í voða. En tím-
amir vom breyttir. Eftir fyrra stríð var orðið
fátíðara að gjaldþrot leiddu til þess að allt væri
12