Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 20
Múlaþing
á heiðarbrúninni og nefnd þröng. Þetta gljúfur minnir á Almannagjá þegar komið er
frá Héraði.
Leið sú sem klöngrast var upp úr klettabeltunum var eptir rák, ofan við gljúfrið.
Skágata var í melbrekku upp í rákina, ofan við háan klett og stórbjörgótt urð. Rákin var
bogamynduð. Til skamms tíma hefur sést móta fyrir troðningi upp á / í (?) rákina og eins
þar sem þeim lauk, innst í gjánni.
1871 var byrjað að laga veg - götu - á Breiðdalsheiði. Verkstjóri Jón Finnbogason
Ásunnarstöðum, hafði áður verið það á öðrum fjallvegum; var rómaður af sérfræðingum í
vegagjörð, fyrir hvað hagfræðileg og traust hans vegagerð væri. Ekki var hér um kennslu
að ræða, heldur hyggjuvit. Jóns er minnst í Breiðdœlu 1948.
Byrjað var neðst í Heiðarbrekkum, að ryðja og laga götur í mörgum sneiðingum
upp brekkumar og á þann hátt gjöra hesta umferð greiðfæra, og alla aðra umferð. Aðal
vandkvæði vegalagningarinnar var í Þrönginni. Að sjá þar út hættulausan veg þurfti meira
en meðalmanns verkvit til. Þetta lánaðist samt vegna vitsmuna og áræðis eins manns.
Þegar vegagjörðin var komin að Þrönginni, vom verkamenn að tala um í sinn hóp, hvar
næst mundi byrjað. Dögum áður var Jón mikið á gangi um klettabeltin, beggja megin
ár. Óljósa hugmynd höfðu þeir um, að til stórra átaka mundi hann hugsa. Byggðu hana
á því að hann var búinn að láta flytja þarna að júfertu, jámkalla og kaðal.
Hann leggur nú fyrir að byrja á urðinni undan berginu, að losa um björg og láta þau
velta í gljúfrið. Þessu var haldið áfram meðfram berginu, unz komið var að innri rákar
enda, og jafnframt hættulaus vegur eftir gjánni, Þrönginni, fenginn. Þetta var erfítt verk
og hættusamt, enda slasaðist einn maður, sem kom þó síðar til vinnu. Kom það sér vel i
þetta sinn og bæði fyrr og siðar, að Jón var bæði manna og dýra læknir.
Brautin eftir Þrönginni hefír verið breikkuð síðan bílar komu. í sumar hefír verið
unnið að sprengja bergið, til að fylla í hvilftir í veginum, og svo til að hækka hann, þó
þyrfti ekki vegna vatnshættu. - Ég hef því miður ekki getað séð þessa síðustu vegagjörð.
En þeir sem ég hef náð til að spurja um hana, eru ekki svo greinargóðir, að mér þyki
ömggt um að skrifa.
Ekki er óhugsandi, að einhver sem lesa kann línur þessar, vilji vita um heimildir fyrir
þeim; hún er sú, að faðir minn, Ámi Jónsson, var einn af verkamönnum Jóns í þetta sinn.
í október 1962.
Ferð til Seyðisfjarðar og heim aftur fyrir 67 árum
r
Frásögn Guðmundar Arnasonar, skráð 1962
Fyrst verður að gera grein fyrir tildrögum ferðarinnar, svo hún skiljist betur. Árið 1895
höfðu nokkrir bændur í Breiðdal verzlunar viðskipti við verslun á Seyðisfírði. Hún
flutti hingað vömrnar, tók á móti vömm bænda, ull o.fl. En eptirstöðvar átti að greiða í
haustkauptíð, helzt með sauðum, sem til útanda átti að flytja lifandi.
18