Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 24
Múlaþing
fljótvirkari? Þekkingin var þó svo mikil að vita það. Hún var sú að nota hestaverkfæri,
plóg og herfi, hestareku að jafna flagið ásamt nauðsynlegum útbúnaði: aktygjum. Þessi
nefndu verkfæri voru hvergi hér á landi, nema hjá búnaðarfrömuðinum Torfa Bjamasyni
í Ólafsdal, Dalasýslu.
Sú fáránlega og jafnframt óskiljanlega skoðun ríkti á Austurlandi, að jarðvegur þar
væri svo þéttur og fastur í sér, að hestaflinu væri plæging ofraun — ómöguleg.
Til að bæta úr umsögðum þekkingarskorti mínum ákvað ég að taka mér ferð á
hendur vestur að Ólafsdal. Ekki gat ég skrifað Torfa um beiðni að mega koma til hans,
vegna þess að hann var utanlands. Ég fór um borð i Hólar á Breiðdalsvík 3. maí áleiðis
til Reykjavíkur. Fargjald 8 kr. í Reykjavík dvaldi ég viku að biða eftir skipsferð vestur.
Dagfæði þar 0.50, næturgisting í Herkastalanum 0.35; þar í kaffí. - Greiðsluliðanna get
ég til gamans og samanburðar við verðlag nú. Með Skálholti fór ég til Hvammsíjarðar.
Þar leigði ég mér tvo hesta - annan með föggur - vestur að Ólafsdal. Var í fylgd með
vestanpósti, sem fór Svínadal í Saurbæ og þaðan að Ólafsdal kl. 11 að kvöldi. Torfí var
ekki heima en von næsta dag. - Ég var spurður hvað ég héti og hvaðan væri. Jú, allt í
lagi, því von hefði verið á mér. Ég þagði. Móti mér var tekið eins og meiri háttar manni.
Næsti dagur var uppstigningardagur. Þá kvaddi ég konu Torfa til viðtals og bað hana
lofa mér að vera, þar til Torfi kæmi. Hún kvað þess ekki þörf, því von hefði verið á mér.
En ég lét í Ijós að hér mundi um misskilning að ræða.
Um kvöldið kom Torfí. Ég falaði viðtal hans að morgni þegar hann ætti hægt með.
Næsta morgun kveður hann mig til viðtals. Það fyrsta sem hann sagði var: „Ef við eigum
að talast við, þá verðum við að þúast.“ Ég sagði honum öll deili á mér og hvað hefði
knúið mig til þessarar ferðar eins og getið er um hér að framan. Einnig orsökina til að
ég skrifaði honum ekki um beiðnina að mega koma.
Þegar Torfí hafði hlýtt á frásögn rnína, kvað hann sjálfsagt að veita mér áheym, því
ég væri búinn að hafa svo mikið fyrir að framkvæma hugmynd mína. Ég sagðist fús til
að borga með mér. En hann svaraði því til að nógur tími væri til að tala um það síðar.
Sá gmnur minn reyndist réttur, að ég var ekki sá sem búist var við. Von var á pilti af
Fjöllum með sama nafni, sem aldrei kom.
Ég var röskar 5 vikur í Ólafsdal; alltaf við jarðyrkustörf- nýrækt - hesta og verkfæra
notkun. Þegar gjöra átti upp reikning minn við Torfa fyrir dvöl mína þar, var ekki við
komandi að ég borgaði með mér. Dæmið snörist við. Hann gaf mér 18 kr. gullpening,
sem ég geymdi sem minjagrip, þar til í stríðinu 1914-18, að neyð varð til að nota þurfti.
Ég tók Skálholt í Bitm, með því til Akureyrar, og með Hólar til Breiðdalsvíkur; þar 3.
júlí. - Innvortis ánægja mín var mikil yfír því að hafa aflað mér þeirrar þekkingar sem
ég þráði.
Vorið 1899 fékk ég frá Torfa plóg, herfl, kerru ásamt nauðsynlegum aktygjum. Frá
Torfa hafði ég líka fyrirmynd að túnherfi og ristuspaða.
1962
22