Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 26

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 26
Múlaþing nánd; þar til bendir háttsemi hans og framkoma öll. - Mörg lík dæmi, bæði frá fyrri og seinni tíð, eru kunn af forustufé. Þetta dæmi er aðeins viðbót annarra. Sannar sagnir af vitsmunum dýranna ættu menn ekki að lesa sér eingöngu til skemmt- unar, heldur miklu fremur til athugunar og eftirbreytni. Þáttur Snata Árin frá 1890-1900 átti ég hund sem ég nefndi Snata; hann var fremur smár vexti, loðinn með lafandi eyru, dökk morlitur, augun greindarleg og lítil. Hann var snotur rakki, meinleysislegur á svip en þó ákveðinn í sínu starfi. Án hlutdrægni álít ég hann hafi verið fyrsta flokks fjárluindur. Langsendinn, aðgætinn og óaðfmnanlegur að reka fé með honum, hvort heldur var í auðri jörð eða snjó; sveifla mátti honum allavega i kringum það, meðfram því eða á eftir. Oft vék hann sér fyrir fé í rekstri án bendingar. Eg kom honum til að fara á undan mér heim, fyrst í góðu veðri og síðar í misjöfnu og reglulegum harðneskjubyl; loks kom svo að því að ég tók aðra stefnu en hann, sá ég að honum líkaði illa, en kom til mín þegar ég kallaði í hann. Þá sagði ég við hann að fara á undan mér heim, tók hann stefnuna, sem var nokkuð fráleit minni. Eg kenndi honum að vísa á fé í fönn, með því að hylja í grafningi lifandi kind án hans vitundar. Leitaði svo næsta dag, fyrst hingað og þangað með hann; kom loks í námunda við felustaðinn. Hleypur hann þá þangað, fer að hlusta og krafsa. Alltaf rakst hann á felustaðinn og lét í ljós kæti sína með því að gelta yfir fundinum. En ljóður var á fundvísi hans; hann gróf aldrei á dauðu fé. En þar sem lifandi fé var í fönn var hann fundvís. Dauða Snata bar að með þeim hætti að hross rotaði hann. Ég sá mikið eftir þessum trúa, dygga og nytsama þjóni. 1958. Þáttur Lappa Stuttu eftir aldamótin 1900 gaf mætur vinur minn mér svartan hund, sem að aldri til gat kallast hvolpur, en var þó í raun og veru fullvaninn, vantaði aðeins æfíngu. Nafn hans var Lappi. Hann var meira en í meðallagi stór, snöggur í hárfari, upprétt eyru með hvíta bringu og þófa. Fljótt vann hann sér það álit að vera fyrsta flokks ljárhundur; langsendinn, aðgætinn að skilja ekki eftir, djarfur og ákveðinn í sínu starfi, ef mótþrói var sýndur. Var ágætur að smala fé úr rákóttum ijöllum, jafnt upp úr þeim sem niður. - Þá var unun að sjá hvað hann fór hægt og hyggilega við smalamennskuna. Óaðfmnanlegur við að reka fé, hvort heldur var í snjó eða auðri jörð; labbaði meðfram því eða á eftir og gelti við og við til að fá það í lest eða sporaslóð, þá snjór var. Við fráar kindur gat hann orðið all harðleikinn og helti í bili, en skaðskemmdi aldrei skepnu. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.