Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 26
Múlaþing
nánd; þar til bendir háttsemi hans og framkoma öll. - Mörg lík dæmi, bæði frá fyrri
og seinni tíð, eru kunn af forustufé. Þetta dæmi er aðeins viðbót annarra.
Sannar sagnir af vitsmunum dýranna ættu menn ekki að lesa sér eingöngu til skemmt-
unar, heldur miklu fremur til athugunar og eftirbreytni.
Þáttur Snata
Árin frá 1890-1900 átti ég hund sem ég nefndi Snata; hann var fremur smár vexti,
loðinn með lafandi eyru, dökk morlitur, augun greindarleg og lítil. Hann var snotur
rakki, meinleysislegur á svip en þó ákveðinn í sínu starfi. Án hlutdrægni álít ég hann
hafi verið fyrsta flokks fjárluindur. Langsendinn, aðgætinn og óaðfmnanlegur að reka
fé með honum, hvort heldur var í auðri jörð eða snjó; sveifla mátti honum allavega i
kringum það, meðfram því eða á eftir. Oft vék hann sér fyrir fé í rekstri án bendingar.
Eg kom honum til að fara á undan mér heim, fyrst í góðu veðri og síðar í misjöfnu og
reglulegum harðneskjubyl; loks kom svo að því að ég tók aðra stefnu en hann, sá ég að
honum líkaði illa, en kom til mín þegar ég kallaði í hann. Þá sagði ég við hann að fara á
undan mér heim, tók hann stefnuna, sem var nokkuð fráleit minni.
Eg kenndi honum að vísa á fé í fönn, með því að hylja í grafningi lifandi kind án hans
vitundar. Leitaði svo næsta dag, fyrst hingað og þangað með hann; kom loks í námunda
við felustaðinn. Hleypur hann þá þangað, fer að hlusta og krafsa. Alltaf rakst hann á
felustaðinn og lét í ljós kæti sína með því að gelta yfir fundinum.
En ljóður var á fundvísi hans; hann gróf aldrei á dauðu fé. En þar sem lifandi fé var
í fönn var hann fundvís. Dauða Snata bar að með þeim hætti að hross rotaði hann. Ég sá
mikið eftir þessum trúa, dygga og nytsama þjóni.
1958.
Þáttur Lappa
Stuttu eftir aldamótin 1900 gaf mætur vinur minn mér svartan hund, sem að aldri til gat
kallast hvolpur, en var þó í raun og veru fullvaninn, vantaði aðeins æfíngu. Nafn hans
var Lappi. Hann var meira en í meðallagi stór, snöggur í hárfari, upprétt eyru með hvíta
bringu og þófa. Fljótt vann hann sér það álit að vera fyrsta flokks ljárhundur; langsendinn,
aðgætinn að skilja ekki eftir, djarfur og ákveðinn í sínu starfi, ef mótþrói var sýndur. Var
ágætur að smala fé úr rákóttum ijöllum, jafnt upp úr þeim sem niður. - Þá var unun að
sjá hvað hann fór hægt og hyggilega við smalamennskuna. Óaðfmnanlegur við að reka
fé, hvort heldur var í snjó eða auðri jörð; labbaði meðfram því eða á eftir og gelti við
og við til að fá það í lest eða sporaslóð, þá snjór var. Við fráar kindur gat hann orðið all
harðleikinn og helti í bili, en skaðskemmdi aldrei skepnu.
24