Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 30
Múlaþing
Myndþessi er tekin 12. ágúst 1945 í tilefni skírnar Ölafiu Herborgar Jóhannsdóttur sem sendi bréfþetta til birtingar
í Múlaþingi. A miðri myndinni eru hjónin í Stakkahlíðþau Ólafia Ólafsdóttir og Stefán Baldvinsson með barnabörn
sín, þau Stefán Ingvar og Svanhvítu Ólafiu, börn Baldvins Trausta og Margrétar. Frá vinstri eru Herborg Jónasdóttir,
Jóhann Valdórsson með Eðvald son sinn ífanginu, Hulda Stefánsdóttir, heldur á Ólafiu Herborgu, Ólafur Stefáns-
son með Asrúnu Asmundsd. Olsen, Sigríður Asta Stefánsdóttir, Margrét Ivarsdóttir, Baldvin Trausti Stefánsson,
Ingibjörg Stefánsdóttir með Sigrúnu dóttur sína, Andrés Andrésson, Sigurður Snæbjörn Stefánsson, Kristbjörg
Stefánsdóttir Olsen með dóttir sína Birnu Asmundsd. Olsen. Eigandi myndar: Ólafia Herborg Jóhannsdóttir.
fyrir mér hverfulleika lífsins og eins og þeir sem alast upp í sveit og venjast þessu. Nú er
það ekki neitt þótt ein og ein hæna hrökkvi upp af, þetta tilheyrir. Það eina sem hægt er að
gera, er að leita orsakanna, ef vera kynni að ekki yrði endurtekning á því sama.Ég er t.d.
sannfærð um að kýrin okkar fór í vetur af því að ekki var nóg af fosfór í heyinu. Og þetta
er ekki ágiskun út í loftið. Það hefur aldrei fyrr farið kýr hjá okkur, aldrei þurft að sprauta í
kýr fyrr en tvö síðast liðin haust. Sumarið þar áður var ekki borinn neinn húsdýraáburður á
túnið og ekki síðan, heldur borin í flag sem verið var að vinna og sáð var í vor. Þess í stað var
borið hlutfallslega of mikið að köfnunarefnisáburði en of lítið af fosfór, en í húsdýraáburði
er of mikið af fosfór. Svo er þetta of lítið af tilbúnum fosfóráburði borið of seint á, svo að
grasið er ekki búið að taka hann í sig nema að litlu leyti, því fosfór þarf miklu lengri tíma til
28