Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 32
Múlaþing
ég varð strax svo hrifin af. Það var
kollótt og eigandinn var Guðmundur
á Fljótsbakka. Eg sá að lambið myndi
vera af útlendu kyni því að útlitið var
allt öðruvísi en útlit hinna lambanna.
Guðmundur var þá á staddur hér og
bað ég hann að selja mér lambið,
hvað hann fúslega gerði. Hún hefur
nú eignast tvær gimbrar, báðar koll-
óttar, en í haust átti hún hrút og var
hann hyrndur. Þetta kyn er skoskt og
er nefnt Border-Leisterkyn. Þetta kyn
hefur fínni ull og er beinasmærra en
íslenska kynið, en þó öllu stærra. Ég
setti hrútinn á og ætla ég að nota hann á
þessar þrjár ær sem ég á af sama kyni.
Nú er sagt að Perla, en svo skýrði ég
lambið sem ég keypti af Guðmundi,
sé undan alskoskum hrút og lambið,
sem hún eignast þá í vor verður þá í
aðra ættina annar liður frá þeim skoska
(Perla) en í hina ættina þriðji liður
(Perlusonur) frá þeim skoska. Stefán
ráðunautur var hér á ferð og sá hrút-
inn og leist vel á hann, taldi hann vel
vaxinn. Trausti leiðrétti, að hrúturinn
faðir Perlu hafi verið undan alskoskum
hrút, skakkar þá um einn lið um það sem ég skrifaði.
19. nóv.
Ég er byrjuð að kenna, hefi kennt í tvo daga. Ain komst snöggvast á hald, en svo gerði þýðu,
sem allir fagna, og ísinn varð ónýtur og Trausti varð að bera alla krakkana yfir ána. Bömin
em 6 sem ganga í skóla, 3 frá Stakkahlíð, 1 frá Ulfsstöðum og tvö frá Klyppstað. Auk þess
er þar ein telpa í viðbót, sem er skólaskyld, en hún hefur enn ekki verið látin fara í skólann.
Ég kenni í stofunni og gerði það líka í fyrra. En svo hefi ég losað litlu herbergin sem em
samliggjandi með vel tvíbreiðri hurð á milli og þar ætla ég að kenna framvegis, þegar ég hef
þau hrein og málað þau. Skólaborð og stólar eru í pöntun til að nota þar. Það er ekki gott að
hafa þetta mörg böm í stofu þar sem margt er inni, og í fyrra varð ég að klippa blómin niður
að óþörfu, blómanna vegna, til þess að nóg birta væri.
Það er ekki mikið, sem ég get gert af saumaskap eða annarri handavinnu þegar skólinn
er, það er þá helst að taka í prjóna, en það er nú ekki eins fínt og hjá þér, heldur grófir leistar
á bónda, börn og sonarböm, börn Villa. Ég hefi þá alltaf með fallegum litum og röndótta,
svo að krökkunum þyki meira varið í þá. Villi rekur núna eigið bifvélaverkstæði með öðmm
manni. Það er í Reykjavík en Villi á heima í Kópavogi, er nýbúinn að festa þar kaup á húsi.
Margrét Ivarsdóttir og Baldvin Trausti Stefánsson með björn
sín Stefán Ingvar og Svanhvíti Lóu. Eigandi myndar: Ólafia
Herborg Jóhannsdóttir.
30