Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 38
Múlaþing
Selfoss er 40-50 m hár, með glœsilegustu fossum á Héraði. (1998)
sýndar vegna þess gróðurs er þekur hana, sem
er aðallega gras og ljónslappi, og stingur í
stúf við lyngmóana umhverfis. Þar leggur að
jafnaði þykkan snjóskafl á vetrum sem getur
varað langt fram á vor og kemur brekkan
þá græn undan snjónum. Skallamelur, ofan
Fögruhliðarbæja, er svipuð jarðmyndun. Allt
er vænt sem vel er grænt, segir máltækið.
Fögruhlíðará kemur úr Selskarði í Hlíðar-
ijöllum. I botni skarðsins er örnefnið .Jökul-
fönn og leysir þar aldrei snjó. Um skarðið lá
samt fjallvegur að Refsstað í Vopnafirði, um
Varp í 850 m hæð y.s., og mun vera gömul
póstleið. Af Selskarði fellur áin í klettagili
niður bratta hlíð, vaxna lyngi og fjalldrapa;
neðantil víða með þéttu birkikjarri, sem nær
manni í mesta lagi i hné, en er heldur illt
yfirferðar. I gilinu eru margir fossar af ýmsum
stærðum og gerðum, en mestur þeirra er Sel-
foss, sem er kenndur við Sleðbrjótssel, og
verður nú getið nánar.
Selfoss er meðal hæstu og tignarlegustu
fossa á Fljótsdalshéraði, og sést víða af Uthér-
aði. Því er furða hversu hans er sjaldan getið
og hann er lítið þekktur út á við. í örnefnaskrá
Sleðbrjótssels segir aðeins: „Svo er stór foss
í Fögruhlíðará sem heitir Selfoss, er nokkuð
ofan við Háamel.“ I „Búkollu “ (1,1974) er
aðeins getið um nafnið, en í bók Hjörleifs
Guttormssonar um Uthérað (2008) er auk þess
getið um hæð fossins, sem þar er sögð vera
40-50 m, en engin mynd er þar af fossinum.
Guðmundur frá Húsey (1955) getur hans ekki.
I Náttúrimœraskrá Fljótsdalshéraðs (2010),
eftir greinarhöfund, er fossinum fyrst lýst
á prenti, og þar er hann settur í næsthæsta
vemdarflokk (tveggja stjömu).
Selfoss fellur í þremur, samtengdum
bunum, niður næstum lóðréttan hamravegg,
sem hann snertir þó alla leið. Á fossbrún er
þverstuðlað berg, sem kemur víðar fram í
gilinu, og mjó sylla undir því, dálítið gróin,
36