Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 39
Fossar í Fögruhlíðará, Jökulsárhlíð
Stulabergsturninn ofantil í gili Fögruhlíðarár. (1998)
en neðan við hana er lagskipt-
ing bergsins óljós. Neðst er
klettastallur, með fosshyl, og
úr honum fellur áin skáhallt
í 4-5 háum fossauka. Þessi
óregla skerðir dálítið ásýnd
fossins í nærsýn en sést ekki úr
fjarlægð. Meðfram fossinum
og undir honum er mosabreiða,
iðjagræn sumar sem vetur, og
rammar hann fagurlega inn.
Fossinn snýr í ASA, og er því
baðaður sól fyrri hluta dags,
má þá oft sjá þar regnboga í
úðanum. Fossinn hefur aldrei
verið mældur, en giskað er á
40-50 m hæð. Líklega er seinni
talan nær hinu rétta.
Klettagilið ofan við Selfoss
nær um 40-50 m dýpi þegar
ofar dregur í hlíðina. I gilinu
röð af fossum, sem flestir eru
lágir, nema sá efsti er 30-40 m
hár flúðfoss, þar sem áin fellur
skáhallt ofan í gilbotninn. Ekki
reyndist unnt að mynda hann
að gagni. Víða í gilinu eru
leifar af fallega þverstuðluðum
berggangi, sem liggur sam-
hliða því, og það virðist hafa
grafist eftir. Neðan við skakka
fossinn myndar hann háa og
veglega tumspíru (mynd).
Neðan við Selfoss ifeyðir
áin á grjót- og klettabotni um 50 m ofan eftir
gilinu, sem grynnist bráðlega og hverfur. Um
100 m neðar fellur áin í þröngum og þráð-
beinum bergstokki, með þverstuðluðu gang-
bergi beggja vegna; þessi stokkur er sums
staðar aðeins um 1 m á breidd, svo vel má
stökkva þar yfír. Rétt fyrir ofan stokkinn hefúr
áin verið stífluð og veitt í heimarafstöð frá
Sleðbrjótsseli, stuttu innar. Stöðin var byggð
1927 og notuð til 1940, segir „Búkolla“.
Allnokkm neðar rekst áin á lága ása utan
við Kaldá, og krókast um sléttlendi meðfram
þeim, þar bætist henni þveráin Hróaldsstaðaá,
á ytri merkjum Sleðbrjótssels, sem kemur úr
Hróaldsstaðaskarði í Hlíðarfjöllum. Nálægt
ármótum þeirra fer áin aftur í klettagjá sem
kallast Steinbogi, þar er smáfoss og nánast
stökkfært yfir gjána. Ömefnið vísar til þeirrar
trúar að þar hafi verið náttúrleg steinbrú.