Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 40
Múlaþing
Hlíðarhúsafoss ogjlúðir neðan hans. (2013)
Hlíðarhúsafoss: Upp af Fögruhlíðar-
bæjum þverbeygir Fögruhlíðará í austur og
fellur í 20-30 m breiðum, en aðeins 5-6 m
háum fossi ofan í breitt og frekar grunnt kletta-
gil rétt fyrir utan bæinn á Hlíðarhúsum, og
af honum dregur fossinn nafn. Þegar áin er
sæmilega vatnsmikil er þetta tignarlegur foss
og lætur vel til sín heyra inni í bænum.
Neðan við fossinn eru svo næstum sam-
felldar flúðir á klettabotni í gilinu, sem er
um 250 m langt, endar innan og neðan við
Fögruhlíðarbæ. Það er mikilfengleg sjón að
horfa upp efitir þessu flúðasafni í björtu veðri,
þar sem fossinn krýnir gilið og ber við himin.
Virðist ekki þurfa lengra að leita skýringar
á Fögruhlíðamafninu, en fegurðarsmekkur
manna hafur breyst mikið síðan það var gefið,
og fossar voru þá ekki í miklum metum.
Sauðá fellur úr Scmðárskarði á innri
mörkum Sleðbrjótssels, um 2,5 km innan
við Fögruhlíðará, og mynnir við Kaldá hjá
gömlu brúnni. Þessar systurár eru svo ólíkar
að furðu gegnir. Sauðá fellur þvert niður hlíð-
ina í grunnum farvegi, nánast í samfelldum
hvítfyssandi streng, sem er mjög áberandi
tilsýndar, en þar em engir teljandi fossar.
Sauðá kom þeirri hugdettu inn hjá höfundi,
að líklega væm Sauðárnar - sem eru margar
á Austurlandi - ekki kenndar við sauði, eins
og vanalega er talið, heldur við suðu eða so.
að sjóða. Fannst mér tilgátan hljóta stuðning
af nafni Sáðár í Geitdal í Skriðdal, sem er
mjög fossarík, eins og allar Sauðár sem ég
þekki. Hugsanlega gæti Seyðisíjörður líka
dregið nafn af fossúðanum í Fjarðaránni, sem
greina má langt utan af fírðinum þegar áin er
í vexti, líkt og þar sé verið að sjóða. Um þetta
ritaði ég smágrein í Lesbók Morgunblaðisins
2001, sem vakti þó enga athygli fræðimanna.
Nýir og gamlir vegir: Þvervegur liggur af
Hlíðarvegi til vesturs kKaldármelum, sem em
víða vaxnir birkikjarri, stutt íyrir innan Kaldá,
og upp með henni að Sleðbrjótshálsi, þar sem
Hálsendi kallast, framhj áHálsakoti, samkomu-
38