Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 41
Fossar í Fögruhlíðará, Jökulsárhlíð
Útsýn afHálsendayfir brýmar á Kaldá og Sauðá, Sleðbrjótssel á miðri mynd, Fögruhlíðará og Selskarð að bœjarbaki.
Selfoss sést greinilega, en ofar í gilinu er snjóskafl. (1998)
húsi Hlíðarmanna, og yfír hálsendann, að
gamalli brú frá 1913 á Kaldá. Þaðan liggja
svo vegir að bæjunum: Másseli og Grófar-
seli til suðurs og Sleðbrjótsseli til norðurs.
Þangað er vel fært öllum bílum, og þaðan er
stutt gönguleið að Selfossi.
Aður en núverandi brú var byggð á Kaldá
á Kaldáreyrum 1974 var þessi þvervegur
þjóðbraut út Hlíðina, og lá þá áfram út Asa
og Fögruhlíð, beygði svo niður hjá Hlíðar-
húsum og ofan á núverandi þjóðveg. Eftir
að nýja brúin kom var hætt að halda þessum
aukavegi við, og er hann nú aðeins jeppafær
utan við afleggjara að Sleðbrjótsseli. Verða
því flestir ferðalangar að aka aftur neðan af
þjóðvegi til að skoða Hlíðarhúsafoss. Raunar
væri það lítið mál að gera gamla veginn færan
fólksbílum, og gæti þessi vegarslaufa þá orðið
vinsæll ferðamannavegur.
Allar Ijósmyndir ern teknar afhöfimdi.
Heimildir
Ármann Halldórsson (ritstj.): Sveitir ogjarðir í Múla-
þingi (,,Búkolla“), I. bindi, Eg. 1974. 430 bls.
Guðmundur Jónsson frá Húsey: Um örnefni í Jökulsár-
hlíð og á austurströnd Vopnafjarðar. Eimreiðin 61.
árg. (3.-4. tbl.), 1955, bls. 253-265.
Helgi Hallgrímsson: Náttúmmæraskrá Fljótsdalshéraðs.
Egilsst. 2010. 158 bls.
Helgi Hallgrímsson: Eru Sauðár kenndar við sauðil
Lesbók Morgunbl. 23. júní 2001.
Hjörleifur Guttormsson: Úthérað ásamt Borgarfirði
eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Árbók Ferða-
-félags íslands 2008. 352 bls.
Ömefnaskrár Jökulsárhlíðar. Ömefnastofnun, Rvík.
39