Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 47
Berggrunnur Breiðuvíkur
Setberg milli hraunlaga eru óalgeng í
Breiðuvík og fmnast þau aðallega yst, norðan
og sunnan til í víkinni. Þau þykkustu eru
nokkrir metrar og lárétt lagskipt. Bæði koma
fyrir mjög gróf setlög, sem eru að mestu korn-
borin, og fínkomótt lög, sem eru næstum
einungis úr fínefni eða með kornbornum
linsum. Rauð millilög koma örsjaldan fyrir
á svæðinu.
Móberg finnst aðeins sem ein myndun á
rannsóknarsvæðinu. Það er efsta gosbergið
sem kemur fyrir í Hvítserki, Leirfjalli og
Móhetti'. Móbergið samanstendur af basalt-
1 LeirQall er þannig lagað að það hefur í raun tvo tinda, sá hærri
trónir sunnar yfir Herjólfsvík en sá lægri liggur norðar yfir
Moldarbotnum innst í Breiðuvík. Þar sem nafngift Qallsins er
einungis ein, en gera þarf hér greinamun á tindunum, mun fjal-
lið sem hærra rís nefnt Móhöttur, en efsti hluti þess, sem er
brúnlitur, mun stundum nefndur þessu nafni (Ásgeir Amgríms-
son, munnleg heimild, 14. ágúst 2013).
bólstrum innan um móbergstúff og móbergs-
breksíu. Þar sem móbergstúff myndar stærstan
hluta myndunarinnar, í Leirfjalli og Móhetti,
er það lárétt lagskipt. Móbergsmyndunin virð-
ist vera a.m.k. 90 m þykk.
Dólerít kemur fyrir tiltölulega víða á svæð-
inu þó ekki sé mikið af því. Það er ýmist að
fínna í berggöngum þeim sem skera svæðið, í
laggöngum, eða innskotum sem ekki er grein-
anleg lögunin á.
Suðurhluti rannsóknarsvæðisins
Helstu ömefni á suðurhluta rannsóknarsvæð-
isins koma fram á mynd 4. Yst og syðst í
Breiðuvík stendur Sólarfjall. Fjallið rís hæst
457 m y.s. og eru hlíðar þess talsvert brattar
nema til suðvesturs þar sem það tengist Mos-
felli (491 m) um Sólarskarð. Skriðuorpin björg
snúa til hafs og virðist ókunnu auga snarbratt
hamrabeltið með öllu ófært en fjárgötur liggja
45