Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 49
Berggrunnur Breiðuvíkur
Mynd 6: Sólarjjall. Neðri hluti jjallsins samanstendur ajýmsum berggerðum ogjarðlagahalli er greinilegur og
nokkuð breytilegur. Ejri hluti jjallsins er myndaður úr nœstum láréttum stajla ajþóleiítbasalti og ísúrum hraunum.
berg. Efri hluti Sólarfjalls er mun einsleitari
og samanstendur af næstum láréttum stafla
af þóleiítbasalti og ísúrum hraunum. Isúru
hraunin eru þrjú talsins, auk lítilíjörlegra
rofleifa þess íjórða efst í fjallinu. Tvö þeirra
eru um 40 m þykk en hið þykkasta er yfir
100 m og mjög áberandi ofarlega í ijallinu
nreð fagurlega mótaða bogalaga brotfleti.
Þóleiítbasalthraunin í efri hluta Sólaríjalls
eru flest 10-20 m þykk.
Þykkasta ísúra laginu, ofarlega í Sólar-
ijalli, má fylgja hringinn umhverfis Sólar-
ijall allt að Sólarskarði. Undir Sólarskarði
og áfram undir Mosfell, suðvestan skarðsins,
liggur ísúrt lag eða lög (e.t.v. fleiri einingar) í
svipaðri hæð og lagið í Sólarfjalli. Þessi ísúru
lög koma fram beggja vegna Mosfells, eitt
tengist yfir Dalsá í Litluvíkurdal og myndar
talsvert áberandi pall undir Hákarlshaus sem
nefnist Brúnir og nær allt að Hvítafjalli. Jarð-
lagastaflinn vestan Litluvíkurdals er láréttur.
Undir þykka ísúra laginu sér í ijögur þóleiít-
basalthraunlög sem eru frá því að vera 10
til tæplega 40 m þykk. Þar sem ísúra lagið
liggur í vesturhlíð Litluvíkurdals koma fram
fallega mótaðir bogalaga brotfletir sem lýsa
sér sem sveigjur í stuðluninni, þannig að
straumflögunin verður nánast lóðrétt. Ofan
á ísúra laginu liggja a.m.k. fjögur eða fimm
þóleiítbasalthraun, en mörk milli sumra þeirra
eru óljós og gæti verið um nokkrar flæði-
einingar að ræða í stað ólíkra hrauna, enda
eru þau öll mjög svipuð. Þessi þóleiítbasalt-
hraun mynda annan pall, sem mótar fyrir á
47