Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 50
Múlaþing
Mynd 7: Berggerðir sem mynda Brúnir og Hákarlshaus. Hægra megin á myndinni er Hvítajjall.
mynd 7, yfir Brúnum. Ofan á þessum stafla
af þóleiítbasalti hvílir flikruberg. Hákarlshaus
samanstendur að öllu leyti af flikrubergi og er
það sama flikrubergslagið og myndar megin-
uppistöðu Móhattar, Leirfjalls og Hvítserks,
en flikrubergið í Hákarlshausi tengist Leirfjalli
um Eyðidalsvarp. Stærstur hluti þess flikru-
bergs sem myndar Hákarlshaus er stuðlaður.
Skáhalt upp hlíðina vestan til undir Brúnum
tekur við súr hraunbreksía og heillegt súrt berg
sem tengist til vesturs súru mynduninni sem
er Hvítaljall. Hvítaijall hefur mjög áberandi
hvelft form með hallandi fleti ofanvert (sjá
mynd 8). Það er myndað úr súru bergi og
myndunin hefur mjög afmarkaða útbreiðslu.
Hlíðar þess eru skriðuorpnar.
Svæðið sem Moldarbotnar ná yfír er að
stórum hluta þakið lausum jarðlögum. Neðst
í botnunum og Fossbrekkum er svæðið þó
sundurgrafíð af lækjum og ám, auk þess
sem klapparkollar standa nokkuð víða upp
úr yfírborðsefninu. Nokkrum hraunlögum
má fylgja eftir í landslaginu með auganu,
en þau eru ekki mörg og svæðið að mestu í
mjúkum óreglulegum formum. Ofar í Moldar-
botnum hylja laus jarðlög alveg berggrunninn
og er framsetning berggerða á þeim hluta
berggrunnskortsins því töluverðri óvissu háð.
Sú ljóslita fjallakeðja sem Hvítserkur,
Leirfjall og Móhöttur mynda er að lang
stærstum hluta gerð úr einu flikmbergslagi.
Lagskipting í flikruberginu virðist því sem
næst lárétt, og hvílir það mislægt ofan á ólíkum
hraunlögum með ólíkan halla. I Herjólfs-
víkurvarpi liggur flikrubergið á ólivínbasalt-
hraunum sem halla skarpt niður undir það,
um 32° NNV, og eru sorfin í frammjóa hymu
sem gengur upp úr varpinu að Efrisléttum (sjá
mynd 9). í Hvítserki hvílir flikmbergslagið
einnig á ólivínbasalthraunum, en þau halla í
allt aðra stefnu, eða um 14-15° NNA. Suður
af Hvítafjalli gætir suðsuðvestlægs halla á
þóleiítbasaltlögunum sem ganga undir Leir-
fjall. Suðvestan til í Eyðidal og í Dalsvarpi
48