Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 51
Berggrunnur Breiðuvíkur
MjTid 8: Norðurhlíð Hvítafjalls. Brúnir eru vinstra megin viðfjallið en Moldarbotnar hœgra megin. Stóraá rennur
neðan við Hvítafjall.
efst í Mosdal hvílir flikrubergið ofan á ísúru
bergi. Jarðlagahallinn sem er svo áberandi
í basaltlögunum í Herjólfsvíkurvarpi (32°
NNV) eykst til norðausturs þar til hraunlögin
standa nánast upp á kant í Manni (410 NNV),
um miðja víkina (sjá mynd 10). Rétt sunnar
og ofar í hlíðinni, í Efrisléttum og Eggjum,
er jarðlagahallinn mun minni. Jarðlögin virð-
ast bogna snarlega í hlíðinni þarna á milli,
líkt og um hjarir, niður til norðvesturs þar til
ofangreindum halla er náð. Lögin stingast
þar með undir jarðlagastaflann í sunnanverðri
Breiðuvík, þó hugsanlegt sé einnig að í dals-
botni Herjólfsvíkur sé brot.
Flikrubergsmyndunin sem myndar Hvít-
serk, Leirfjall, Móhött og Hákarlshaus er
geysimikil, jafnvel eftir rof, og mælist þykkust
um 300 m, en þykkt hennar er mjög breyti-
leg vegna jarðlagahalla undirlagsins. Sum-
staðar koma fyrir fagurlega bleikir, gulir
eða blágrænir litir á berginu og er það verk
ummyndunar. Myndunin er ekki einsleit upp
á við heldur kemur fram nálægt því lárétt
lagskipting í henni og má því skipta henni í
nokkrar einingar eftir hæð. Mörkin milli ein-
inga eru sjaldnast skörp heldur breytist ásýnd
smám saman úr einni í aðra. Um miðja flikra-
bergsmyndunina verður flikrabergið stuðlað
og gráleitara. Þessi stuðlaða eining myndar
dökkleitara hamrabelti í ljóslitri norðurhlíð
Leirfjalls og Hvítserks sem og í suður- og
austurhlíð Móhattar og í Hákarlshaus. Efst
í flikrubergslaginu kemur sumstaðar fyrir
brúngulleitt hert gjóskulag sem brotnar í
49