Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 55
Berggrunnur Breiðuvíkur
Mynd 15: Plöntuför í móbergstúffi nœrri tindi Leirfjalls. T.v. far eftir laufblad. T.h. för sem virðast vera eftir
einskonar barrnálar.
Neðan flikrubergsmyndunarinnar fínnast
kolaðar eða kísilrunnar trjáleifar allt í kringum
fjöllin þrjú, auk Hákarlshauss. Brotin eru
allt að 50 cm stór (sjá mynd 14) og fundust
hvergi innan fasts bergs heldur aðeins sem
laus brot í skriðum. Líklegast er að gjósku-
flóðið, sem myndar flikrubergsmyndunina,
hafi rifíð með sér skóg af því yfirborði sem
það æddi yfír. Auk þessara steingervinga,
finnast í það minnsta á einum stað blaðför
neðarlega í túffinu í móbergsmynduninni.
Um er að ræða afsteypur af laufblöðum og
einskonar nálum (sjá mynd 15).
Norðurhluti
rannsóknarsvæðisins
Norðurhluti rannsóknarsvæðisins er æði frá-
brugðinn suðurhluta þess. Inn úr botni dalsins
rís óslitin ljóslit fjallakeðja allt frá Miðaftans-
hnjúk að Krossfjalli upp af miðri dalshlíðinni,
og mun þessi fjallakeðja til einföldunar vera
kölluð hér einu nafni Bálksfjallaraðir. Hæst
rís þar Bálkur (731 m h.y.s.) sem myndar
einskonar miðju þessara súru myndana. Ut frá
honum liggja Gatfjall og Miðaftanshnjúkur til
suðurs, Staðarfjall til norðausturs, en Brúnu-
tindar, Þriggjatindatjall, Skjöldur, Brúnkolla,
Marteinshnjúkur (590 m h.y.s.), Gagnheiði
(479 m h.y.s.) og Krossfjall (521 m h.y.s.)
liggja frá honum í norðausturátt. Hlíðar fjall-
anna eru skriðuorpnar, en nokkuð er þó um
góðar og aðgengilegar opnur, og þá sérstak-
lega í farvegum vatnsfalla sem fínna sér leiðir
niður hlíðarnar. Milli fjallanna sem liggja frá
Bálki til norðausturs eru þrjú dalvörp: Innsti-
dalur innst, því næst Miðdalur og loks Ysti-
dalur, yst og austast. Milli Innsta- og Miðdals
gengur niður öxl sem nefnist Skjaldarröð, en
þar sem öxlin breikkar heitir Skjöldur. Dalur-
inn norðan Stóruár er mjór og hálendur innst,
en eftir því sem utar dregur breikkar hann og
lækkar. Niður af Gagnheiði og Krossfjalli er
hlíðin sem liggur niður í víkurbotninn mjög
aflíðandi með mishæðóttu landslagi, mýrar-
flákum og smátjömum. Laus jarðlög hylja þar
stóran hluta berggmnnsins og góðar opnur eru
af skomum skammti. Austan Aura stendur hið
smágerða Kerlingarfjall, en láglend hlíðin
niður af því nefnist Miðfjall. Grenmór (450 m
h.y.s.) stendur næst sjó og afmarkar Breiðuvík
53