Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 60
Múlaþing
Mynd 21: Kerlingarfjall. Lengst til hœgri liggur berggangur sem sveigir í 90° um Jjallið.
ast ekki auðveldlega er líklegt að það myndi
stall eða hrygg sem þennan í landslaginu.
Hyrnan efst í Kerlingaríjalli liggur ofan
á myndun úr ljóslitu bergi sem veðrast í leir-
kennda drullu. Leirbrynja hylur því að mestu
yfírborð bergsins og opnur eru lélegar. Lagið
er lagskipt og minnir helst á setberg eða ein-
hvers konar súra gosmyndun. Grunnurinn
er ljós og að mestu leyti fínkomóttur, en í
gegnum myndunina liggja u.þ.b. 25-35 cm
þykkar linsur eða lög af bergbrotum, 2-30 cm
stórum. Halli laganna er samhliða jarðlaga-
hallanum sem mælist í hyrnunni ofar í Kerl-
ingarfjalli. Lagið er skorið af tilkomumiklum,
a.m.k. 4-5 m breiðum samsettum berggangi
sem liggur í um 90° sveig norðaustur um
fjallið (sjá mynd 21). Hæsti hluti hans stendur
þó nokkra metra upp yfir umhverfi sitt norðan
við Kerlingarijall, og nefnist þar Kerling.
Austur af Kerlingarfjalli og upp að miðri
vesturhlíð Grenmós er annars vegar um að
ræða þóleiítbasalt, og má að hluta til fylgja
hraunlögum nokkurn spöl í Stekkjahrygg,
og hins vegar súrt berg sem fylgja má eftir
hlíðinni, rétt vestur af Neðsta Hjalla, og í
Hrafnakletta.
Jarðlögin sem mynda efri hluta vestur-
hlíðar Grenmós liggja þannig að jarðlaga-
hallinn er u.þ.b. sá sami og halli hlíðarinnar
sem nemur 24° SV. Sama ísúra laginu má því
fylgja allt neðan frá Krók (hinum nyrðri) og
alveg upp Grenmósraðir (sjá mynd 22). Annað
ísúrt lag virðist þó taka við í Grenmóskolli,
en því má fylgja niður alla norðurhlíðina.
I Króki er sem ísúra hraunlagið halli mjög
lítið, eða ekkert, en þegar komið er austur
að Steinsfjöru fer laginu að snarhalla. ísúru
hraunin eru að jafnaði um 50 m þykk, en við
Steinsijöru er ísúra lagið sem gengur upp
Grenmósraðir um 64 m þykkt og heldur það
þykkt sinni að því er virðist upp tjallið. Bergið
í ísúru hraununum er talsvert ummyndað og
því gjaman fjólublátt í brotsári með rauðleita
veðrunarkápu, en ferskt er bergið dökkgrátt.
Hraunin eru að stærstum hluta stórstuðluð
og straumflögótt, en hraunbreksía finnst sér-
staklega við neðra borð hraunanna og allra
neðst er biksteinn. I Steinsíjöm er mjög góð
opna með lagmótum tveggja íssúrra hrauna.
Neðsti hluti efra hraunsins er 2-3 m þykkt lag
af biksteini. Straumrákir í honum em samsíða
halla lagsins. Efsti hluti neðra hraunsins er
58