Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 68
Múlaþing
öskjumyndunarinnar og eftir hana. Súrar
bergmyndanir hjá öðram megineldstöðvum
eru algengar í tenglsum við öskjumyndun:
við Tungnafellsjökul hefur röð líparíthnjúka
komið upp á öskjubrotinu, meginaskjan í
Kerlingarijöllum umlykur klasa af líparít-
gúlum (Kristján Sæmundsson, 1982), og á
Torfajökulssvæðinu raða líparítgúlar sér sam-
hliða öskjujaðri og eru taldir hafa komið upp
á bogsprangu (Kristján Sæmundsson, 1972).
Berggangar era fáir í Breiðuvík og ekki
um gangasveim eða -þyrpingu að ræða, enda
kemst þéttleiki þeirra hvergi nálægt því að vera
25% berggrannsins líkt og við Breiðdalseld-
stöðina (Walker, 1963). Aðalstefna bergganga
innan Breiðuvíkur, um N0-20°A, er heldur
norðlægari en í Loðmundarfirði (N10-30°A;
Thomas, L.,1988; Lapp, B., 1988; Lapp, M.,
1990) og við Dyrfjallaeldstöðina (N20°A;
Lúðvík E. Gústafsson, 1992), en í öllum
tilfellum eru norðaustlægar eða norðnorð-
austlægar áttir algengastar, sem endurspeglar
ríkjandi spennusvið jarðskorpunnar í þessum
landshluta.
Með berggrannskortlagningu þessari hafa
enn bæst við jarðfræðileg gögn sem nýtast
við túlkun myndunarsögu jarðlagastaflans
á Víkum. Kortleggja þarf þó berggranninn
á stærra svæði, en hér var gert, ef draga á
upp heildarútlínur Breiðuvíkuröskjunnar og
afmarka áhrifasvæði eldstöðvarinnar í heild.
Þakkir
Verkefnið var styrkt af Rannsóknamámssjóði
Austurlands, Rannís ogNáttúrufræðistofnun
íslands. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs styrkti
mig um endurgjaldslausa dvöl í skála Ferða-
félagsins í Breiðuvík meðan á feltvinnu stóð
og afnot af þeirri framúrskarandi aðstöðu
sem þar er. Kann ég þeim og öðram sem
aðstoðuðu mig með einum eða öðram hætti
bestu þakkir fyrir.
Erla Dóra Vogler lauk meistaragráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands í
febrúar 2014. Leiðbeinandi hennar í verkefninu var Olgeir Sigmarsson. Markmið
meistararannsóknarinnar var að fá skýra mynd af berggrunni Breiðuvíkur með aðferðum
jarðfræðikortlagningar, sem fór fram sumrin 2012 og 2013, og setja í kjölfarið fram rök-
studda kenningu um myndun jarðlagastaflans. í þessari grein er fjallaö í stórum dráttum
um niðurstöður rannsóknarinnar. Áhugasömum, sem vilja kynna sér jarðfræði svæðisins
nánar, er bent á að meistararitgerðina er að finna í heild á www.skemman.is undir nafni
höfundar. Allar ljósmyndir eru teknar af höfundi.
66