Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 73
Hcraðsskjalasafn Austfirðinga 1976-2016. Ágrip af 40 ára sögu
Halldór Asgrimsson ogAnna Guðný Guðmundsdóttir með synina Asgrím, Arna, Guðmund, Inga Björn ogHalldór.
Bókagjöfþeirra hjóna árið 1974, tilfyrirhugaðs héraðsskjalasafns, varþungt lóð á vogaskálarþess að safnið varð
að veruleika árið 1976. Bókasafnið sem byggir á gjöfinni, og hefur vaxið og margfaldast í áranna rás, hefur frá
upphafi verið einn af máttarstólpum starfseminnar. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands / myndasafn
Sigríðar Eyjólfsdóttur frá Borgarfirði.
um aðkomu að stofnun safnsins. Sýslunefnd
Suður-Múlasýslu hafði straxárið 1971 auga-
stað á húsi Pósts og síma að Fagradalsbraut
2 (síðar Kaupvangi 2) á Egilsstöðum undir
starfsemina. Arið 1972 gerðistNorður-Múla-
sýsla aðili að væntanlegu héraðsskjalasafni
en kaupstaðirnir höfnuðu þátttöku. Ibúar
þeirra fengu engu að síður afgreiðslu hjá
safninu eftir stofnun þess og til safnsins
bárust skjöl frá kaupstöðunum, þó þeir væru
ekki aðilar að safninu fyrstu árin. Sýslurnar
festu svo kaup á Gömlu símstöðinni undir
starfsemina.4
Héraðsskjalasafnið verður að
veruleika
I erindi á umræðufundi Menningarsamtaka
Fléraðsbúa, þann 24. apríl 1974 (erindið birtist
í greinarformi í byggðasöguritinu Múlaþingi
árið 1975) ræddi Hjörleifúr Guttormsson um
stöðu safnamála á Austurlandi. Tilefnið var
áhugi á að gera átak í menningarmálum,
einkum safnamálum, í tengslum við afmælis-
árið 1974. Hjörleifur ræddi stöðu safna-
starfs í landinu, út frá þremur gerðum safna:
bókasafna, skjalasafna og minjasafna. Hann
taldi áhugaleysi ríkisvaldsins á safnamálum
og fjárskort í málaflokknum standa vexti hans
71
L