Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 89
Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1976-2016. Ágrip af 40 ára sögu
Starfsfólk Héraðsskjalasafns Austfirðinga í september 2010. Þetta ár voru starfsmenn safnsins alls tíu talsins og
voru um haustið níu manns starfandi samtímis. Efri röð frá vinstri: Nicole Malluschke, Maria de Lurdes Cancela
Afonso, Sigurveig Signý Róbertsdóttir, Osp Asgeirsdóttir, Jóhanna Ingibjörg Sveinsdóttir og Hulda Sigurdís
Þráinsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Guðgeir Ingvarsson, Hrafnkell Lárusson ogArndís Þorvaldsdóttir (á myndina
vantar Olöfu Sœunni Valgarðsdóttur). Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Markmiðum félagsins er lýst svo að það eigi
að vera „vh'kur samstarfsvettvangur héraðs-
skjalavarða til að styrkja héraðsskjalasöfnin,
hag þeirra, faglegt frumkvæði, starfsemi og
verkefni sem snúa að skjalavörslu í sveitar-
félögum á Islandi.“22 Stofnun félagsins voru
viðbrögð við breyttu starfsumhverfi safnanna.
Auknar skyldur og íjölgun verkefna héraðs-
skjalasafna knúðu á um stofnun félags þar sem
héraðsskjalaverðir gætu haft stuðning hver
af öðrum og sótt þekkingu hver til annars.
Með lögum um opinber skjalasöfn, sem sett
voru árið 2014, var svo meiri ábyrgð lögð á
herðar héraðsskjalavarða en kveðið var á um
í eldri lögum.
Lokaorð
Frá stofnun hefur Fléraðsskjalasafn Aust-
fírðinga haft fimm forstöðumenn. Armann
Halldórsson var fyrsti fasti starfsmaður
safnsins og í forsvari fyrir það frá stofnun árið
1976 og til ársins 1984. Það ár tók Sigurður
Óskar Pálsson við sem forstöðumaður og
gegndi því starfí til ársins 1996. A þessum
fyrstu 20 ámm í starfsemi héraðsskjalasafnsins
var það að mótast, þróast og skjóta rótum í
samfélaginu sem mikilvæg fræða- og menn-
ingarstofnun. Fyrstu árin vom söfnun skjala og
bóka og skráning safhkostsins fyrirferðarmikil
verkefni ásamt því að efla þjónustu.
Árið 1996 urðu þátttaskil í starfseminni.
Það ár flutti safnið í nýtt húsnæði í Safnahúsinu
á Egilsstöðum og sama ár verða forstöðu-
mannsskipti þegar Hrafnkell A. Jónsson tók
við af Sigurði Óskari. Með Hrafnkeli hefst
það sem kalla má nútímavæðing héraðsskjala-
safnsins. Meðal stærstu verkefna sem ráðist
var í á hans forstöðumannstíð var tölvu-
skráning skjala, ljósmynda og bóka í vörslu
safnsins. Það voru verkefni sem aukið og
vaxandi umfang safnkostsins gerði óumflýjan-
leg og vom jafhframt afar mikilvæg til að bæta
þjónustu við notendur.
87