Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 93
Baldur Pálsson
Farið á Skessu
Um baráttu austfirskra línumanna við óveður,
ísingu, ófærð og snjóflóð í janúar 1977
Fyrir nokkrum árum hittumst við fyrir
tilviljun, þrír fyrrverandi línumenn
hjá RARIK Austurlandsveitu. Barst
þá í tal eitt og annað sem við glímdum við
á starfsferli okkar á árunum 1975 til 1978
en það var sá tími sem ég vann hjá RARIK
Austurlandsveitu.
Rifjaðist þá upp ýmislegt og meðal annars
ferð sem við fómm fótgangandi á Stuðlaheiði
í vondu veðri um vetrardag. Þessi för var farin
24. janúar 1977 og var all eftirminnileg og var
hennar getið í blöðum með flenniiyrirsögnum
m.a. í Dagblaðimi Vísi: „Ævintýralegar fjall-
göngur til að koma bræðslunum í gang“, og
svo með feitu letri: „Frábært afrek austfirskra
línumanna, og svo, „hefðu engir getað nema
íslenskir línumenn sagði rafveitustjórinn“,
sem var Erling Garðar Jónasson. Þegar við
hittumst þessir félagar virtist hafa fennt ræki-
lega yfir minni okkar um þessa för.
Svo liðu árin og ég fór að hugleiða þessi ár
sem ég var línumaður RARIK á Austurlandi
og alltaf kom þessi ferð okkar félaga upp
í hugann og raunar önnur enn frekar sem
farin var nokkrum dögum síðar gangandi
sömu leið upp á Stuðlaheiði. Var sú för öllu
erfíðari, sérstaklega vegna verra veðurs og
þess að við þurftum að bera mun meira en
í fyrri ferðinni. Þá vorum við bara tveir og
við mikið erfíðari bilun að eiga, lentum við í
miklum vandkvæðum við viðgerðina og má
segja að við höfum fundið upp aðferð til að
leysa málið. Ég efast um að þeirri aðferð hafi
nokkurn tíma verið beitt síðan og fyrir það
eitt er þetta nokkuð frásagnarvert. Þessarar
ferðar var hins vegar aldrei getið í fjölmiðlum.
Á þessum tíma var ég 28 ára og mjög vel
á mig kominn líkamlega, meðal annars vegna
þess að við viðhald, lagfæringar og uppherslur
á eldri línum þurfti að taka strauminn af. Þá
þurfti að komast yfir sem flestar staurastæður
á sem skemmstum tíma. Ganga þurfti rösklega
á milli staurastæða, með stauraskó, staurabelti
og tilheyrandi áhöld, ásamt varahlutum sem
sigu verulega í. Þegar kom að stæðu var
stauraskónum skellt á staurinn og farið rösk-
lega upp, og upp á slá, verkin unnin hratt og
svo dreif maður sig niður staurinn. Síðan varð
að flýta sér að næstu staurastæðu til að ná
þeim markmiðun sem sett höfðu verið fyrir
daginn. Þá var raunar allt sem gera þurfti í
þessu starfí átakavinna, hvort sem það voru
91