Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Qupperneq 126
Múlaþing
Agnar Pálsson (f.1920 - d.2011) fœddur í Víðidal á Fjöllum, með gráu merarnar á Aðalbóli. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
Æmar voru í góðu yfirlæti í Rananum,
því að tíð var fremur góð, einkum síðast, og
reknar heim 29. nóvember. Ekki var þó veður
hagstætt þann dag, logndrífa fyrri hluta dags,
eftir að birti og sótþoka. Vom 2 með æmar
austur og tók ferðin 19 stundir, og liðið mjög
á nótt er komið var heim, og þótti allt úr
helju heimt. Ymsir litu á þetta tiltæki, að reka
æmar í Rana aftur á haustin, sem hálfgerða
glæframennsku, og man ég að einn sagði
við mig þetta haust, að aðeins 2 bændum
öðmm í Fljótsdal hefði hann trúað til slíks,
hefðu þeir verið í mínum sporum, en það
vom þeir Jörgen á Víðivöllum og Metúsalem
á Hrafnkelsstöðum. Ekki þótti mér vansi að
þeim félagsskap.
Haustið 1956 vom nær allar ærnar aftur
reknar vestur í Ranann, um svipað leyti og
haustið áður, og reknar aftur heim 1. desember
og gekk vel.
Síðastliðið haust var farið með rúmar 400
ær strax að loknum fyrstu göngum, eða 28.
september, og var þeirra nú ekki gætt nema
síðustu dagana. Heim skyldu þær reknar fyrir
lok nóvember, eftir því sem tíð og veður
höguðu sér.
Eg hafði sjálfur ekki, að þessu, farið í
rekstrana vestur né heim. Nú hafði ég í hyggju
að gera það. Rétt fyrir miðjan nóv. fóm tveir
menn vestur, smöluðu ánum saman og töldu.
Vantaði þá nokkrar ær á töluna. Komu þá og
fyrir nokkrar kindur, m.a. 2 lambhrútar, og
vom þær kindur reknar til bæja á Jökuldal. Tíð
var mjög stillt og góð um miðjan mánuðinn.
Varð því að ráði að Jónas Þorsteinsson, sem
gætt hafði ánna haustið áður, færi vestur
mánud. 18. nóv., til þess að fara inn fyrir
æmar og smala saman ef kostur væri. Búið
var að koma upp allstóru girðingarhólfí á
Brattagerði, gömlu eyðibýli, sem er í Rana
Jökuldalsmegin, skammt innan við Sporðinn.
124